Með Ólympíuleika í föðurlandinu í sigtinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2017 06:00 Sveinbjörn ætlar sér að gera atlögu að því að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020. vísir/anton „Það hefur verið draumur minn lengi að keppa á Ólympíuleikum. Og ég vil láta hann rætast með því að keppa á leikunum í Tókýó árið 2020, fæðingarlandi mínu,“ segir Sveinbjörn Jun Iura, margfaldur Íslandsmeistari í júdó, sem hefur sett markið hátt. Sveinbjörn er 27 ára en byrjaði þó ekki að æfa íþróttina fyrr en átján ára. Hann hefur þó ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans, Yoshihiko, er margreyndur þjálfari í júdó og hefur starfað hér á landi frá 1994. Enn þann dag í dag starfar hann við þjálfun, bæði á Íslandi og um allan heim. „Pabbi hefur kennt mér vel enda búinn að vera lengi í þessu. Hann er áttundi dan, hefur kennt í Japan og var um tíma landsliðsþjálfari Túnis. Hann ferðast oft um heiminn til að kenna tækniæfingar,“ útskýrir Sveinbjörn.Valdi ungur bolta Móðir Sveinbjörns er íslensk en hann fæddist í Japan. Eftir að fjölskyldan flutti til Íslands og Sveinbjörn byrjaði að æfa íþróttir urðu handbolti og fótbolti fyrir valinu. „Ég var í boltanum eins og allir aðrir íslenskir krakkar. Ég uppgötvaði júdó þegar ég fékk leiða á hinu. Pabbi þrýsti aldrei á mig að æfa júdó. En ég kolféll fyrir íþróttinni strax á minni fyrstu æfingu, átján ára,“ segir Sveinbjörn. Hann viðurkennir að hann sjái stundum eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. „En ég hugsa ekki um það núorðið. Ég reyni frekar að gera það besta úr hverjum degi.“Brons á sterku móti Sveinbjörn gerði atlögu að því að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó í fyrra. Hann náði að koma sér inn á lista hundrað efstu manna á heimslistanum í hans þyngdarflokki, -81 kg. „Það er mjög erfitt að komast inn og sérstaklega í mínum þyngdarflokki þar sem samkeppnin er mjög mikil. En ég sá að ég gat þetta. Það vantaði bara upp á reynsluna sem ég bý að núna. Hún mun hjálpa mér mikið á komandi mótum.“ Um helgina keppti hann á sterku móti í Danmörku þar sem hann vann til bronsverðlauna. „Ég var mjög ánægður með það því að það voru keppendur á mótinu frá sterkasta háskólanum í Japan. Ég náði líka að vinna mjög sterkan Svía sem hefur náð frábærum árangri á alþjóðavettvangi.“Þarf sterka bakhjarla Sveinbjörn þarf eins og aðrir að safna punktum á alþjóðlegum mótum til að komast á leikana í Tókýó. Til þess þarf hann að ferðast um allan heim til að keppa á mótum með tilheyrandi kostnaði. Þar sem það er enn langt í Ólympíuleikana er Sveinbjörn að huga að öðrum verkefnum, svo sem Smáþjóðaleikunum í San Marínó í vor. En hann stefnir einnig á æfingabúðir ytra og önnur alþjóðleg mót. „Það er alltaf basl að láta enda ná saman. Til þess þarf sterka bakhjarla. Það er mikið undir því komið að það gangi allt saman upp,“ segir Sveinbjörn að lokum. Aðrar íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sjá meira
„Það hefur verið draumur minn lengi að keppa á Ólympíuleikum. Og ég vil láta hann rætast með því að keppa á leikunum í Tókýó árið 2020, fæðingarlandi mínu,“ segir Sveinbjörn Jun Iura, margfaldur Íslandsmeistari í júdó, sem hefur sett markið hátt. Sveinbjörn er 27 ára en byrjaði þó ekki að æfa íþróttina fyrr en átján ára. Hann hefur þó ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans, Yoshihiko, er margreyndur þjálfari í júdó og hefur starfað hér á landi frá 1994. Enn þann dag í dag starfar hann við þjálfun, bæði á Íslandi og um allan heim. „Pabbi hefur kennt mér vel enda búinn að vera lengi í þessu. Hann er áttundi dan, hefur kennt í Japan og var um tíma landsliðsþjálfari Túnis. Hann ferðast oft um heiminn til að kenna tækniæfingar,“ útskýrir Sveinbjörn.Valdi ungur bolta Móðir Sveinbjörns er íslensk en hann fæddist í Japan. Eftir að fjölskyldan flutti til Íslands og Sveinbjörn byrjaði að æfa íþróttir urðu handbolti og fótbolti fyrir valinu. „Ég var í boltanum eins og allir aðrir íslenskir krakkar. Ég uppgötvaði júdó þegar ég fékk leiða á hinu. Pabbi þrýsti aldrei á mig að æfa júdó. En ég kolféll fyrir íþróttinni strax á minni fyrstu æfingu, átján ára,“ segir Sveinbjörn. Hann viðurkennir að hann sjái stundum eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. „En ég hugsa ekki um það núorðið. Ég reyni frekar að gera það besta úr hverjum degi.“Brons á sterku móti Sveinbjörn gerði atlögu að því að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó í fyrra. Hann náði að koma sér inn á lista hundrað efstu manna á heimslistanum í hans þyngdarflokki, -81 kg. „Það er mjög erfitt að komast inn og sérstaklega í mínum þyngdarflokki þar sem samkeppnin er mjög mikil. En ég sá að ég gat þetta. Það vantaði bara upp á reynsluna sem ég bý að núna. Hún mun hjálpa mér mikið á komandi mótum.“ Um helgina keppti hann á sterku móti í Danmörku þar sem hann vann til bronsverðlauna. „Ég var mjög ánægður með það því að það voru keppendur á mótinu frá sterkasta háskólanum í Japan. Ég náði líka að vinna mjög sterkan Svía sem hefur náð frábærum árangri á alþjóðavettvangi.“Þarf sterka bakhjarla Sveinbjörn þarf eins og aðrir að safna punktum á alþjóðlegum mótum til að komast á leikana í Tókýó. Til þess þarf hann að ferðast um allan heim til að keppa á mótum með tilheyrandi kostnaði. Þar sem það er enn langt í Ólympíuleikana er Sveinbjörn að huga að öðrum verkefnum, svo sem Smáþjóðaleikunum í San Marínó í vor. En hann stefnir einnig á æfingabúðir ytra og önnur alþjóðleg mót. „Það er alltaf basl að láta enda ná saman. Til þess þarf sterka bakhjarla. Það er mikið undir því komið að það gangi allt saman upp,“ segir Sveinbjörn að lokum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sjá meira