Orri Freyr: Æfum spennustigið til að koma í veg fyrir að menn æli Tómas Þór Þóraðrson skrifar 21. febrúar 2017 20:00 Karlalið Vals í handbolta þarf að ná úr sér flugþreytunni fyrir föstudaginn en úrslitahelgi bikarsins er í þessari viku. Valsmenn lentu eftir 20 tíma ferðalag frá Svartfjallalandi í nótt. Undanúrslitin í Coca Cola-bikar karla fara fram á föstudaginn en þar eiga ríkjandi bikarmeistarar Vals leik á móti sjóðheitum FH-ingum. Menn eru oft hræddir við að segjast ætla að verja bikarmeistaratitla og bera við gömlu góðu klisjunni að nú er nýtt ár og ný keppni. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, er ekki í áskrift að klisjubókaseríunni. „Þetta er klárlega okkar titill að verja. Það er meira sexy að fara inn í svona helgi og þurfa að verja titilinn. Það er töff að geta gert það og það er alvöru lið sem geta haldið titli og unnið hann,“ segir Orri Freyr. Valsmenn gerðu góða ferð til Svartfjallalands um helgina og komust þar áfram í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu með samanlögðum sigri á RK Partizan í tveimur leikjum. Hlíðarendastrákar áttu erfitt ferðalag heim og þurfa nú að nota vikuna í að koma sér í rétt stand eftir erfitt og langt ferðalag. „Við vöknuðum átta um morguninn og fengum okkur morgunmat. Fyrst var það rúta í einn og hálfan tíma og svo flug til London þar sem við bíðum í sex tíma og svo var þriggja tíma flug heim. Við vorum komnir heim um tvö leytið. Þetta var 20 tíma ferðalag en ég tók mér frí í vinnunni í dag til þess að ná þessu úr mér en svo mæti ég bara í vinnuna á morgun og verð kominn í sömu rútínu,“ segir línumaðurinn. „Þetta kryddar tímabilið aukalega. Maður byrjar að hugsa betur um sig og byrja að gera allt miklu betur. Það verður allt ferskara í kringum mann.“ Sumir leikmenn Vals hafa átt í smá erfiðleikum með að halda matnum niðri fyrir bikarleikina í Höllinni undanfarin tvö ár. Bæði Alexander Júlíusson og Sveinn Aron Sveinsson hafa lent í því á síðustu tveimur árum að kasta upp. Spennustigið auðvitað hátt þegar bikar er í boði. „Alex ældi fyrir tveimur árum og Svenni ældi í fyrra tíu mínútur voru eftir af leiknum við Gróttu í fyrra. Við erum því aðeins að reyna að æfa spennustigið núna,“ segir Orri Freyr Gíslason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Karlalið Vals í handbolta þarf að ná úr sér flugþreytunni fyrir föstudaginn en úrslitahelgi bikarsins er í þessari viku. Valsmenn lentu eftir 20 tíma ferðalag frá Svartfjallalandi í nótt. Undanúrslitin í Coca Cola-bikar karla fara fram á föstudaginn en þar eiga ríkjandi bikarmeistarar Vals leik á móti sjóðheitum FH-ingum. Menn eru oft hræddir við að segjast ætla að verja bikarmeistaratitla og bera við gömlu góðu klisjunni að nú er nýtt ár og ný keppni. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, er ekki í áskrift að klisjubókaseríunni. „Þetta er klárlega okkar titill að verja. Það er meira sexy að fara inn í svona helgi og þurfa að verja titilinn. Það er töff að geta gert það og það er alvöru lið sem geta haldið titli og unnið hann,“ segir Orri Freyr. Valsmenn gerðu góða ferð til Svartfjallalands um helgina og komust þar áfram í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu með samanlögðum sigri á RK Partizan í tveimur leikjum. Hlíðarendastrákar áttu erfitt ferðalag heim og þurfa nú að nota vikuna í að koma sér í rétt stand eftir erfitt og langt ferðalag. „Við vöknuðum átta um morguninn og fengum okkur morgunmat. Fyrst var það rúta í einn og hálfan tíma og svo flug til London þar sem við bíðum í sex tíma og svo var þriggja tíma flug heim. Við vorum komnir heim um tvö leytið. Þetta var 20 tíma ferðalag en ég tók mér frí í vinnunni í dag til þess að ná þessu úr mér en svo mæti ég bara í vinnuna á morgun og verð kominn í sömu rútínu,“ segir línumaðurinn. „Þetta kryddar tímabilið aukalega. Maður byrjar að hugsa betur um sig og byrja að gera allt miklu betur. Það verður allt ferskara í kringum mann.“ Sumir leikmenn Vals hafa átt í smá erfiðleikum með að halda matnum niðri fyrir bikarleikina í Höllinni undanfarin tvö ár. Bæði Alexander Júlíusson og Sveinn Aron Sveinsson hafa lent í því á síðustu tveimur árum að kasta upp. Spennustigið auðvitað hátt þegar bikar er í boði. „Alex ældi fyrir tveimur árum og Svenni ældi í fyrra tíu mínútur voru eftir af leiknum við Gróttu í fyrra. Við erum því aðeins að reyna að æfa spennustigið núna,“ segir Orri Freyr Gíslason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira