Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2017 15:00 Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson Vísir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Var sýknudóminum áfrýjað til Hæstaréttar sem nú hefur dæmt í málinu. Báðir neituðu þeir sök og könnuðust hvorugir við að hafa veitt Sigurði áverka en Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari fór fram á tólf ára fangelsisdóm yfir Annþóri og Berki. Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma sem féllu haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012. Á öryggismyndavélum sjást Annþór og Börkur fara inn í klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni.Vísir/Anton Brink Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni Sigurður Hólm fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni 17. maí árið 2012. Rúmu ári síðar voru Annþór og Börkur ákærðir fyrir stórfellda líkamsáras sem hefði leitt hann til dauða. Rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um ár enda var hún viðamikil. Þannig voru til að mynda þrír sérfræðingar, réttarmeinafræðingur og tveir sálfræðingar, fengnir til að skila skýrslum um málið. Lögðu sálfræðingar meðal annars mat á hegðun fanga á Litla-Hrauni sem þeir greindu út frá upptökum úr fangelsinu. Lögreglan gerði nákvæma eftirlíkingu af klefanum á Litla-Hrauni þar sem Regina Preuss réttarmeinafræðingur og Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í málinu, gerðu tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Málatilbúningur ákæruvaldsins byggði á því að Annþór og Börkur hafi veist að Sigurði í klefa hans með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði. Hlaut Sigurður við það miklar innvortis blæðingar sem leiddu til dauða hans. Í dómi héraðsdóms kom fram að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Var þar nefndur til sögunnar ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms en lesa má dóminn hér. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Var sýknudóminum áfrýjað til Hæstaréttar sem nú hefur dæmt í málinu. Báðir neituðu þeir sök og könnuðust hvorugir við að hafa veitt Sigurði áverka en Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari fór fram á tólf ára fangelsisdóm yfir Annþóri og Berki. Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma sem féllu haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012. Á öryggismyndavélum sjást Annþór og Börkur fara inn í klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni.Vísir/Anton Brink Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni Sigurður Hólm fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni 17. maí árið 2012. Rúmu ári síðar voru Annþór og Börkur ákærðir fyrir stórfellda líkamsáras sem hefði leitt hann til dauða. Rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um ár enda var hún viðamikil. Þannig voru til að mynda þrír sérfræðingar, réttarmeinafræðingur og tveir sálfræðingar, fengnir til að skila skýrslum um málið. Lögðu sálfræðingar meðal annars mat á hegðun fanga á Litla-Hrauni sem þeir greindu út frá upptökum úr fangelsinu. Lögreglan gerði nákvæma eftirlíkingu af klefanum á Litla-Hrauni þar sem Regina Preuss réttarmeinafræðingur og Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í málinu, gerðu tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Málatilbúningur ákæruvaldsins byggði á því að Annþór og Börkur hafi veist að Sigurði í klefa hans með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði. Hlaut Sigurður við það miklar innvortis blæðingar sem leiddu til dauða hans. Í dómi héraðsdóms kom fram að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Var þar nefndur til sögunnar ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms en lesa má dóminn hér.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00
Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54
Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00
Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26
Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00