Jafnt í þýska slagnum | Dramatík í Belgíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. mars 2017 22:00 Bentaleb berst við Stindl í leiknum í kvöld. vísir/getty Schalke og Borussia Mönchengladbach skildu jöfn 1-1 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en gestirnir frá Mönchengladbach eru eflaust sáttari eftir að hafa náð mikilvægu útivallarmarki í Gelsenkirkchen. Jonas Hofmann kom gestunum yfir á 15. mínútu eftir góða sendingu inn fyrir vörn Schalke en austurríski framherjinn Guido Burgstaller jafnaði metin fyrir Schalke tíu mínútum síðar með glæsilegri afgreiðslu úr vítateigshorninu. Er óhætt að segja að liðin hafi verið full varfærnisleg í leiknum í kvöld en báðir leikir liðanna í þýsku deildinni í vetur buðu upp á markaveislu og mátti sjá að leikmenn vildu ekki gera of mörg mistök. Í Belgíu fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn í 5-2 sigri Genk gegn löndum sínum í Gent. Ásamt sjö mörkum kom lét eitt rautt spjald dagsins ljós ásamt misnotaðri vítaspyrnu en það er óhætt að segja að Genk sé í góðri stöðu fyrir seinni leikinn með þriggja marka forskot og fimm útivallarmörk. Í Frakklandi sneri Lyon taflinu við í seinni hálfleik og vann 4-2 sigur á Roma eftir að hafa lent 1-2 undir í fyrri hálfleik. Federico Fazio og Mohamed Salah komu Roma yfir með tveimur mörkum um miðbik fyrri hálfleiks en mörk frá Corentin Tolisso, Nabil Fekir og Alexandre Lacazette skiluðu Lyon sigrinum. Þá skyldu Olympiakos og Besiktas jöfn í Grikklandi en Celta Vigo vann nauman sigur á gömlu félögum Ragnars Sigurðssonar í Krasnodar á heimavelli.Úrslit kvöldsins: Celta Vigo 2-1 Krasnodar Gent 2-5 Genk Lyon 4-2 AS Roma Olympiakos Piraeus 1-1 Besiktas Schalke 1-1 Borussia Mönchengladbach Evrópudeild UEFA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Schalke og Borussia Mönchengladbach skildu jöfn 1-1 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en gestirnir frá Mönchengladbach eru eflaust sáttari eftir að hafa náð mikilvægu útivallarmarki í Gelsenkirkchen. Jonas Hofmann kom gestunum yfir á 15. mínútu eftir góða sendingu inn fyrir vörn Schalke en austurríski framherjinn Guido Burgstaller jafnaði metin fyrir Schalke tíu mínútum síðar með glæsilegri afgreiðslu úr vítateigshorninu. Er óhætt að segja að liðin hafi verið full varfærnisleg í leiknum í kvöld en báðir leikir liðanna í þýsku deildinni í vetur buðu upp á markaveislu og mátti sjá að leikmenn vildu ekki gera of mörg mistök. Í Belgíu fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn í 5-2 sigri Genk gegn löndum sínum í Gent. Ásamt sjö mörkum kom lét eitt rautt spjald dagsins ljós ásamt misnotaðri vítaspyrnu en það er óhætt að segja að Genk sé í góðri stöðu fyrir seinni leikinn með þriggja marka forskot og fimm útivallarmörk. Í Frakklandi sneri Lyon taflinu við í seinni hálfleik og vann 4-2 sigur á Roma eftir að hafa lent 1-2 undir í fyrri hálfleik. Federico Fazio og Mohamed Salah komu Roma yfir með tveimur mörkum um miðbik fyrri hálfleiks en mörk frá Corentin Tolisso, Nabil Fekir og Alexandre Lacazette skiluðu Lyon sigrinum. Þá skyldu Olympiakos og Besiktas jöfn í Grikklandi en Celta Vigo vann nauman sigur á gömlu félögum Ragnars Sigurðssonar í Krasnodar á heimavelli.Úrslit kvöldsins: Celta Vigo 2-1 Krasnodar Gent 2-5 Genk Lyon 4-2 AS Roma Olympiakos Piraeus 1-1 Besiktas Schalke 1-1 Borussia Mönchengladbach
Evrópudeild UEFA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira