Meiri kröfur til sérsambanda Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2017 06:00 Andri Stefánsson, Þórdís Gísladóttir og Stefán Konráðsson, starfsmenn vinnuhópsins, með skýrsluna sem þau unnu. vísir/eyþór Afrekssjóður Vinnuhópur sem framkvæmdastjórn ÍSÍ skipaði í september á síðasta ári skilaði af sér skýrslu með tillögum um breytingar á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ í vikunni. Skýrslan var kynnt fyrir formönnum sérsambandanna í fyrradag og fyrir fjölmiðlum í gær. Vinnuhópinn skipuðu Stefán Konráðsson, formaður Íþróttanefndar ríkisins og fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, dr. Þórdís Lilja Gísladóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi afrekskona í frjálsíþróttum, Friðrik Einarsson, fyrrverandi formaður Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands, og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Stærsta breytingin, verði tillögurnar samþykktar á íþróttaþingi í maí, er sú að vinnuhópurinn vill að sérsamböndunum 32 verði skipt upp í þrjá flokka.Setja sér langtímamarkmið Í skýrslu vinnuhópsins skipa átta sérsambönd efsta flokkinn sem kallast Afrekssambönd og tólf eru í flokknum Alþjóðleg sambönd og önnur tólf í flokknum Þróunarsambönd. Efsti flokkurinn á að fá 45-70 prósent af hverri úthlutun, Alþjóðlegu samböndin 35-45 og neðsti flokkurinn 10-15 prósent. Langmestu kröfurnar verða gerðar til þeirra sambanda sem eru í efsta flokknum og eiga að fá mesta peninga. Stefnt er á að þau sæki um styrki til fjögurra ára í einu því mikil orka og vinna fer í umsóknina hverju sinni. Sérsamböndin í miðflokknum sækja um til tveggja ára í einu og neðsti flokkurinn til eins árs. Öll sambönd eiga að vera með sína afreksstefnu og eins og í öðru í skýrslunni eru mestar kröfur gerðar til afrekssambandanna. Gildistími stefnu þeirra á að vera til átta ára, fjögurra í næsta flokki og til tveggja ára í síðasta flokknum. Stefán Konráðsson, sem kynnti skýrsluna fyrir fjölmiðlum í gær, sagði að eftir að hafa skoðað afreksstefnu allra sérsambandanna kom í ljós að hún væri óraunhæf hjá þeim mörgum. Sum sérsambönd eru með háleit markmið en hafa ekki bolmagn til að ná þeim árangri sem þau vonast til og þetta þarf að laga. Vinnuhópurinn vill að sérsamböndin og afrekssjóðurinn vinni saman að því að laga afreksstefnu sérsambandanna en sums staðar þurfi að hófstilla hana.Verða að hafa pung Vinnuhópurinn leggur til að hvert sérsamband fái lögfræðing til að fara yfir sinn samning og að meira aðhald og eftirfylgni verði með peningunum en áður. Þar sem meiri kröfur verði gerðar til sérsambandanna verður afrekssjóður að gera meiri kröfur til sjálfs sín og það þýðir einfaldlega að meiri vinna leggst á herðar ÍSÍ. Reglurnar eru að stórum hluta settar til fækka matsatriðum afrekssjóðs þegar kemur að úthlutun en þessi vinnuhópur var skipaður vegna gríðarlega aukinna fjármuna sjóðsins á næstu árum. Eftir tímamótasamning við mennta- og menningamálaráðuneytið hækkar framlag ríkisins í sjóðinn úr 100 milljónum í 400 milljónir frá 2016-2019. Gegnsæið verður meira en áður en tillaga vinnuhópsins er að sjóðurinn verði með heimasíðu þar sem hver einasta úthlutun er rökstudd á opnum vettvangi. Aðhaldið verður meira og matsatriðum fækkar en sjóðsstjórn verður samt alltaf að taka erfiðar ákvarðanir. Fbl_Megin: „Sjóðsstjórn verður að hafa pung til að taka ákvarðanir og standa við þær en rökstyðja gegnsætt,“ sagði Stefán Konráðsson á fundinum í gær. Ítarlega fréttaskýringu um reglubreytingarnar sjóðsins má finna á Vísi. Íþróttir Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 "Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp Sjá meira
Afrekssjóður Vinnuhópur sem framkvæmdastjórn ÍSÍ skipaði í september á síðasta ári skilaði af sér skýrslu með tillögum um breytingar á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ í vikunni. Skýrslan var kynnt fyrir formönnum sérsambandanna í fyrradag og fyrir fjölmiðlum í gær. Vinnuhópinn skipuðu Stefán Konráðsson, formaður Íþróttanefndar ríkisins og fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, dr. Þórdís Lilja Gísladóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi afrekskona í frjálsíþróttum, Friðrik Einarsson, fyrrverandi formaður Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands, og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Stærsta breytingin, verði tillögurnar samþykktar á íþróttaþingi í maí, er sú að vinnuhópurinn vill að sérsamböndunum 32 verði skipt upp í þrjá flokka.Setja sér langtímamarkmið Í skýrslu vinnuhópsins skipa átta sérsambönd efsta flokkinn sem kallast Afrekssambönd og tólf eru í flokknum Alþjóðleg sambönd og önnur tólf í flokknum Þróunarsambönd. Efsti flokkurinn á að fá 45-70 prósent af hverri úthlutun, Alþjóðlegu samböndin 35-45 og neðsti flokkurinn 10-15 prósent. Langmestu kröfurnar verða gerðar til þeirra sambanda sem eru í efsta flokknum og eiga að fá mesta peninga. Stefnt er á að þau sæki um styrki til fjögurra ára í einu því mikil orka og vinna fer í umsóknina hverju sinni. Sérsamböndin í miðflokknum sækja um til tveggja ára í einu og neðsti flokkurinn til eins árs. Öll sambönd eiga að vera með sína afreksstefnu og eins og í öðru í skýrslunni eru mestar kröfur gerðar til afrekssambandanna. Gildistími stefnu þeirra á að vera til átta ára, fjögurra í næsta flokki og til tveggja ára í síðasta flokknum. Stefán Konráðsson, sem kynnti skýrsluna fyrir fjölmiðlum í gær, sagði að eftir að hafa skoðað afreksstefnu allra sérsambandanna kom í ljós að hún væri óraunhæf hjá þeim mörgum. Sum sérsambönd eru með háleit markmið en hafa ekki bolmagn til að ná þeim árangri sem þau vonast til og þetta þarf að laga. Vinnuhópurinn vill að sérsamböndin og afrekssjóðurinn vinni saman að því að laga afreksstefnu sérsambandanna en sums staðar þurfi að hófstilla hana.Verða að hafa pung Vinnuhópurinn leggur til að hvert sérsamband fái lögfræðing til að fara yfir sinn samning og að meira aðhald og eftirfylgni verði með peningunum en áður. Þar sem meiri kröfur verði gerðar til sérsambandanna verður afrekssjóður að gera meiri kröfur til sjálfs sín og það þýðir einfaldlega að meiri vinna leggst á herðar ÍSÍ. Reglurnar eru að stórum hluta settar til fækka matsatriðum afrekssjóðs þegar kemur að úthlutun en þessi vinnuhópur var skipaður vegna gríðarlega aukinna fjármuna sjóðsins á næstu árum. Eftir tímamótasamning við mennta- og menningamálaráðuneytið hækkar framlag ríkisins í sjóðinn úr 100 milljónum í 400 milljónir frá 2016-2019. Gegnsæið verður meira en áður en tillaga vinnuhópsins er að sjóðurinn verði með heimasíðu þar sem hver einasta úthlutun er rökstudd á opnum vettvangi. Aðhaldið verður meira og matsatriðum fækkar en sjóðsstjórn verður samt alltaf að taka erfiðar ákvarðanir. Fbl_Megin: „Sjóðsstjórn verður að hafa pung til að taka ákvarðanir og standa við þær en rökstyðja gegnsætt,“ sagði Stefán Konráðsson á fundinum í gær. Ítarlega fréttaskýringu um reglubreytingarnar sjóðsins má finna á Vísi.
Íþróttir Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 "Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp Sjá meira
Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00
"Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45