Nike hefur sölu á hijab fyrir konur Ritstjórn skrifar 8. mars 2017 11:00 Íþróttakonur sem klæðast hijab taka þessaru nýjung fagnandi. Mynd/Nike Bandaríski íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur nú gefið út sérstakt íþrótta hijab í fyrsta sinn. Nike er því fyrsta stóra fyrirtækið sem hefur sölu á slíkum íþróttavarning. Varan hefur verið í þróun í heilt ár og hefur verið prófuð af mörgum íþróttakonum, á meðal þeirra er skautakonan Zahra Lari. Þetta hijab er gert úr léttu og teygjanlegu efni sem smeygt er yfir hausinn. Það er lengra að aftan svo að það haldist girt undir bol eða peysu. Þrátt fyrir að þessi nýjung fari ekki á sölu fyrr en árið 2018 tekur Zahra því fagnandi þar sem hún mun keppa fyrir hönd Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna á vetrarólympíuleikunum það ár. Mest lesið Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Google spáir fyrir um hausttískuna Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Heidi Klum klónaði sig fyrir hrekkjavökuna Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Búist við mikilli eftirsókn eftir #FentyxPuma skónum hér á landi Glamour Best klæddu stjörnurnar á AMA verðlaunahátíðinni Glamour
Bandaríski íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur nú gefið út sérstakt íþrótta hijab í fyrsta sinn. Nike er því fyrsta stóra fyrirtækið sem hefur sölu á slíkum íþróttavarning. Varan hefur verið í þróun í heilt ár og hefur verið prófuð af mörgum íþróttakonum, á meðal þeirra er skautakonan Zahra Lari. Þetta hijab er gert úr léttu og teygjanlegu efni sem smeygt er yfir hausinn. Það er lengra að aftan svo að það haldist girt undir bol eða peysu. Þrátt fyrir að þessi nýjung fari ekki á sölu fyrr en árið 2018 tekur Zahra því fagnandi þar sem hún mun keppa fyrir hönd Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna á vetrarólympíuleikunum það ár.
Mest lesið Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Google spáir fyrir um hausttískuna Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Heidi Klum klónaði sig fyrir hrekkjavökuna Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Búist við mikilli eftirsókn eftir #FentyxPuma skónum hér á landi Glamour Best klæddu stjörnurnar á AMA verðlaunahátíðinni Glamour