Umboðsmaður Nurmagomedov útskýrir hvað gerðist síðasta föstudag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2017 10:00 Khabib með Joe Rogan. vísir/getty UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. Khabib hefur lítið tjáð sig sjálfur en hann er kominn heim til Rússlands. Hann segist vera heill heilsu og hefur beðist afsökunar á að hafa valdið öllum vonbrigðum. Umboðsmaður hans og náinn vinur, Ali Abdel-Aziz, mætti í MMA Hour hjá Ariel Helwani í gær og fór í gegnum atburðarrásina. „Við byrjum venjulega klukkan sex um morguninn að taka síðustu kílóin af honum en klukkan 3.45 um nóttina fór ég til hans inn á herbergi og þá var hann sárþjáður,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég fór á taugum því þetta er vinur minn sem liggur þarna þjáður.“Sjá einnig: Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Dana White, forseti UFC, sagði að ef menn Khabib hefðu farið að reglum og hringt í lækna UFC hefði kannski mátt bjarga bardaganum. Þess í stað hafi þeir farið á taugum og endað á einhverjum spítala. „Ég vildi bara hjálpa honum. Ég ætlaði að hringja í 911 en sá að við gátum alveg borið hann út í bíl og því gerðum við það. Við brunuðum svo bara beint á spítalann. Á leiðinni reyndi ég að hringja í UFC en klukkan var 4 um nótt og enginn svaraði,“ sagði Abdel-Aziz og viðurkenndi að hann hefði átt að gera það sem Dana sagði honum að gera. „Það var rétt hjá honum. Ég hefði átt að hringja í læknalið UFC en ég hef aldrei lent í svona áður. Við fórum á spítala og fengum ömurlega þjónustu. Ef við hefðum hringt í UFC þá hefðum við örugglega fengið konunglega meðferð.“ Umbinn segir að Khabib hafi verið með flensueinkenni í aðdraganda bardagans og svo hætti lifrin að virka er hann veiktist. Hann segir að líklega þurfi að byrja niðurskurðinn fyrr næst. MMA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. Khabib hefur lítið tjáð sig sjálfur en hann er kominn heim til Rússlands. Hann segist vera heill heilsu og hefur beðist afsökunar á að hafa valdið öllum vonbrigðum. Umboðsmaður hans og náinn vinur, Ali Abdel-Aziz, mætti í MMA Hour hjá Ariel Helwani í gær og fór í gegnum atburðarrásina. „Við byrjum venjulega klukkan sex um morguninn að taka síðustu kílóin af honum en klukkan 3.45 um nóttina fór ég til hans inn á herbergi og þá var hann sárþjáður,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég fór á taugum því þetta er vinur minn sem liggur þarna þjáður.“Sjá einnig: Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Dana White, forseti UFC, sagði að ef menn Khabib hefðu farið að reglum og hringt í lækna UFC hefði kannski mátt bjarga bardaganum. Þess í stað hafi þeir farið á taugum og endað á einhverjum spítala. „Ég vildi bara hjálpa honum. Ég ætlaði að hringja í 911 en sá að við gátum alveg borið hann út í bíl og því gerðum við það. Við brunuðum svo bara beint á spítalann. Á leiðinni reyndi ég að hringja í UFC en klukkan var 4 um nótt og enginn svaraði,“ sagði Abdel-Aziz og viðurkenndi að hann hefði átt að gera það sem Dana sagði honum að gera. „Það var rétt hjá honum. Ég hefði átt að hringja í læknalið UFC en ég hef aldrei lent í svona áður. Við fórum á spítala og fengum ömurlega þjónustu. Ef við hefðum hringt í UFC þá hefðum við örugglega fengið konunglega meðferð.“ Umbinn segir að Khabib hafi verið með flensueinkenni í aðdraganda bardagans og svo hætti lifrin að virka er hann veiktist. Hann segir að líklega þurfi að byrja niðurskurðinn fyrr næst.
MMA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira