Haukar endurheimtu toppsætið | Mikilvægur Stjörnusigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2017 21:14 Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraði mikilvæg mörk fyrir Hauka. vísir/anton Tuttugustuogfyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Haukar endurheimtu toppsætið með eins marks sigri á Fram, 26-27.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Framhúsinu og tók meðfylgjandi myndir. Haukar leiddu allan leikinn og voru lengst af með þægilega forystu. Heimir Óli Heimisson kom Haukum í 17-23 en Frammarar svöruðu með sex mörkum í röð og staðan skyndilega orðin jöfn, 23-23. Haukarnir náðu vopnum sínum á ný og kreistu fram mikilvægan sigur á baráttuglöðu liði Fram sem er áfram í 9. sæti deildarinnar.Mörk Fram: Andri Þór Helgason 8/4, Arnar Birkir Hálfdánsson 5, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Valdimar Sigurðsson 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Bjartur Guðmundsson 2, Andri Björn Ómarsson 1.Mörk Hauka: Daníel Þór Ingason 7/1, Hákon Daði Styrmisson 7/2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Jón Þorbjörn Jóhannsson 4, Heimir Óli Heimisson 3, Ivan Ivokovic 1, Andri Heimir Friðriksson 1.Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna.vísir/antonStjarnan vann afar mikilvægan sigur á Val, 26-28, þegar liðin mættust í Valshöllinni. Með sigrinum komust Stjörnumenn upp í 7. sæti deildarinnar. Stjarnan vann þar með alla þrjá leikina gegn Val í Olís-deildinni í vetur. Stjarnan var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum, 9-15, að honum loknum. Valsmenn tóku sig taki í seinni hálfleik og náðu nokkrum sinnum að jafna. Þeir komust hins vegar aldrei yfir og Stjarnan gerði nóg til að ná í stigin tvö.Mörk Vals: Anton Rúnarsson 8/3, Josip Juric Grgic 5, Orri Freyr Gíslason 5, Alexander Örn Júlíusson 3, Sveinn Aron Sveinsson 2, Vignir Stefánsson 2, Atli Karl Bachmann 1.Mörk Stjörnunnar: Ólafur Gústafsson 7, Andri Hjartar Grétarsson 5, Garðar B. Sigurjónsson 5/2, Stefán Darri Þórsson 4, Ari Magnús Þorgeirsson 3, Gunnar Valdimar Johnsen 2, Hjálmtýr Alfreðsson 1, Ari Pétursson 1.vísir/antonvísir/anton Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Selfoss 29-29 | Jafnt í háspennu leik Grótta og Selfoss skildu jöfn 29-29 í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta á Seltjarnanesi í kvöld. Selfoss var 15-13 yfir í hálfleik. 6. mars 2017 21:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Tuttugustuogfyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Haukar endurheimtu toppsætið með eins marks sigri á Fram, 26-27.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Framhúsinu og tók meðfylgjandi myndir. Haukar leiddu allan leikinn og voru lengst af með þægilega forystu. Heimir Óli Heimisson kom Haukum í 17-23 en Frammarar svöruðu með sex mörkum í röð og staðan skyndilega orðin jöfn, 23-23. Haukarnir náðu vopnum sínum á ný og kreistu fram mikilvægan sigur á baráttuglöðu liði Fram sem er áfram í 9. sæti deildarinnar.Mörk Fram: Andri Þór Helgason 8/4, Arnar Birkir Hálfdánsson 5, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Valdimar Sigurðsson 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Bjartur Guðmundsson 2, Andri Björn Ómarsson 1.Mörk Hauka: Daníel Þór Ingason 7/1, Hákon Daði Styrmisson 7/2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Jón Þorbjörn Jóhannsson 4, Heimir Óli Heimisson 3, Ivan Ivokovic 1, Andri Heimir Friðriksson 1.Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna.vísir/antonStjarnan vann afar mikilvægan sigur á Val, 26-28, þegar liðin mættust í Valshöllinni. Með sigrinum komust Stjörnumenn upp í 7. sæti deildarinnar. Stjarnan vann þar með alla þrjá leikina gegn Val í Olís-deildinni í vetur. Stjarnan var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum, 9-15, að honum loknum. Valsmenn tóku sig taki í seinni hálfleik og náðu nokkrum sinnum að jafna. Þeir komust hins vegar aldrei yfir og Stjarnan gerði nóg til að ná í stigin tvö.Mörk Vals: Anton Rúnarsson 8/3, Josip Juric Grgic 5, Orri Freyr Gíslason 5, Alexander Örn Júlíusson 3, Sveinn Aron Sveinsson 2, Vignir Stefánsson 2, Atli Karl Bachmann 1.Mörk Stjörnunnar: Ólafur Gústafsson 7, Andri Hjartar Grétarsson 5, Garðar B. Sigurjónsson 5/2, Stefán Darri Þórsson 4, Ari Magnús Þorgeirsson 3, Gunnar Valdimar Johnsen 2, Hjálmtýr Alfreðsson 1, Ari Pétursson 1.vísir/antonvísir/anton
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Selfoss 29-29 | Jafnt í háspennu leik Grótta og Selfoss skildu jöfn 29-29 í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta á Seltjarnanesi í kvöld. Selfoss var 15-13 yfir í hálfleik. 6. mars 2017 21:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Selfoss 29-29 | Jafnt í háspennu leik Grótta og Selfoss skildu jöfn 29-29 í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta á Seltjarnanesi í kvöld. Selfoss var 15-13 yfir í hálfleik. 6. mars 2017 21:30