Konur með legslímuflakk falinn hópur í þjóðfélaginu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2017 20:15 Endómetríósa eða legslímuflakk er sjúkdómur sem konur bera ekki utan á sér en greiningum hjá Landspítalanum hefur fjölgað á undanförnum árum. Sérfræðingur í kvensjúkdómum segir verkjalyf ekki lausnina þegar sjúkdómurinn með meðhöndlaður. Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af frumum úr innra lagi legsins og finnst á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegum kringumstæðum ættu þessar frumur að fara úr líkamanum við blæðingar en þær frumur sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærum og mynda þar legslímuflakk sem veldur bólgum og blöðrumyndun. Hluti einkenna kvenna með legslímuflakk eru meðal annast; mikill sársauki fyrir eða við blæðingar, sársauki við egglos, verkir við samfarir og þvaglát. Uppblásinn magi, ófrjósemi og síþeyta. Sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítalans segir að tilfellum kvenna með legslímuflakk sé að fjölg. „Það er stór hluti af endómetríósu-sjúklingum sem við erum að greina vegna aukinnar aðgerðartækni. Við sjáum betur og þekkjum betur sjúkdóminn,“ segir Anna Smith, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Erfðafræði getur haft áhrif á það hvort kona sé með legslímuflakk en hluti þeirra sem greinast þarf ekki að finna fyrir einkennum. „Það er aftur á móti hinar þessi fáa prósenta sem verður virkilega slæm sem við viljum alls ekki missa af,“ segir Auður. Auður segir að gott sé að langt líði á milli blæðinga hjá konum sem hafa einkenni legslímuflakks. „Aðal málið er að greina þær og ná þeim út úr hópnum sem hafa til dæmis ættarsögu. Eru með miklar blæðingar eða mikla túrverki sem er að trufla þeirra lífsgæði. Það dugar ekki að taka panodíl eða íbúfen. Auður segir að heppilegasta aðferðin sé inntaka getnaðarvarnapillunnar en fyrir konur sem eru í barneignahugleiðingum þá þurfa þær að fá greiningu á sjúkdómnum sem fyrst og halda honum niðri fram að barneignum sem þarf að skipuleggja vel. „Það er að segja, konur með endómetríósu eru á blæðingastoppandi meðferð þar til þær eru tilbúnar og reyna þá, því það er talsverður hópur kvenna með endómetríósu sem þurfa aðstoð við þungun,“ segir Auður. Auður segir þær konur sem takist á við legslímuflakk sé falinn hópur í þjóðfélaginu en fjórða mars síðast liðinn hófst vika endómetríósu á Íslandi. Á miðvikudag verður haldið málþing á Landspítalanum um sjúkdóminn þar sem meðal annars sérfræðingar koma fram og ræða lífsgæði með meðferðarúrræði við legslímuflakki Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Endómetríósa eða legslímuflakk er sjúkdómur sem konur bera ekki utan á sér en greiningum hjá Landspítalanum hefur fjölgað á undanförnum árum. Sérfræðingur í kvensjúkdómum segir verkjalyf ekki lausnina þegar sjúkdómurinn með meðhöndlaður. Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af frumum úr innra lagi legsins og finnst á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegum kringumstæðum ættu þessar frumur að fara úr líkamanum við blæðingar en þær frumur sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærum og mynda þar legslímuflakk sem veldur bólgum og blöðrumyndun. Hluti einkenna kvenna með legslímuflakk eru meðal annast; mikill sársauki fyrir eða við blæðingar, sársauki við egglos, verkir við samfarir og þvaglát. Uppblásinn magi, ófrjósemi og síþeyta. Sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítalans segir að tilfellum kvenna með legslímuflakk sé að fjölg. „Það er stór hluti af endómetríósu-sjúklingum sem við erum að greina vegna aukinnar aðgerðartækni. Við sjáum betur og þekkjum betur sjúkdóminn,“ segir Anna Smith, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Erfðafræði getur haft áhrif á það hvort kona sé með legslímuflakk en hluti þeirra sem greinast þarf ekki að finna fyrir einkennum. „Það er aftur á móti hinar þessi fáa prósenta sem verður virkilega slæm sem við viljum alls ekki missa af,“ segir Auður. Auður segir að gott sé að langt líði á milli blæðinga hjá konum sem hafa einkenni legslímuflakks. „Aðal málið er að greina þær og ná þeim út úr hópnum sem hafa til dæmis ættarsögu. Eru með miklar blæðingar eða mikla túrverki sem er að trufla þeirra lífsgæði. Það dugar ekki að taka panodíl eða íbúfen. Auður segir að heppilegasta aðferðin sé inntaka getnaðarvarnapillunnar en fyrir konur sem eru í barneignahugleiðingum þá þurfa þær að fá greiningu á sjúkdómnum sem fyrst og halda honum niðri fram að barneignum sem þarf að skipuleggja vel. „Það er að segja, konur með endómetríósu eru á blæðingastoppandi meðferð þar til þær eru tilbúnar og reyna þá, því það er talsverður hópur kvenna með endómetríósu sem þurfa aðstoð við þungun,“ segir Auður. Auður segir þær konur sem takist á við legslímuflakk sé falinn hópur í þjóðfélaginu en fjórða mars síðast liðinn hófst vika endómetríósu á Íslandi. Á miðvikudag verður haldið málþing á Landspítalanum um sjúkdóminn þar sem meðal annars sérfræðingar koma fram og ræða lífsgæði með meðferðarúrræði við legslímuflakki
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira