Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2017 09:30 Haraldur Nelson með syni sínum Gunnari Nelson. vísir/böddi tg Ekkert varð af bardaga Rússans Khabib Nurmagomedov og Bandaríkjamannsins Tony Ferguson um bráðabirgðatitilinn í léttvigt í UFC um síðustu helgi þar sem bruna þurfti með Nurmagomedov á sjúkrahús tveimur dögum fyrir bardagakvöldið. Nurmagomedov fór illa út úr niðurskurðinum fyrir bardagann en síðasta vikan áður en haldið er í búrið snýst að mestu leyti um að missa þau kíló sem til þarf að fá að keppa. Sumt bardagafólk gengur alltof langt í þessu og fór Rússinn ansi illa með sjálfan sig að þessu sinni. Hann stoppaði ekki lengi við á spítalanum en Nurmagomedov var sendur aftur heim eftir stutta meðferð sama kvöld og hann lagðist inn. Haraldur Dean Nelson, faðir og annar umboðsmanna Gunnar Nelson, hefur lengi verið á móti þessum svakalega niðurskurði sem er lífhættulegur. Gunnar hefur aldrei þurft að missa nema fáein kíló fyrir sína bardaga og fer ávallt létt með það.Haraldur lét í sér heyra þegar bardagakonan Cris Cyborg þurfti að skera sig niður um ellefu kíló á fjórum dögum á síðasta ári. Þar var öllum brögðum beitt og var hún meðal annars sett á pilluna í aðdraganda bardagans. „Þetta er svo yfirgengilega og ótrúlega heimskt. UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr við að skera sig niður fyrir bardaga,“ sagði Haraldur á Facebook-síðu sinni á þeim tíma. Honum var heldur ekki skemmt að sjá fréttirnar af Nurmagomedov. Hann deilir frétt UFC um málið á Facebook og skrifar: „Byrjar þetta aftur! Hvenær á að hætta þessum svakalega niðurskurðar kjaftæði? Þegar að einhver deyr?“ Haraldur ræddi þessi mál einnig í ítarlegu viðtal við MMAViking.com fyrir tveimur árum síðan en það má finna hér. MMA Tengdar fréttir Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Sjá meira
Ekkert varð af bardaga Rússans Khabib Nurmagomedov og Bandaríkjamannsins Tony Ferguson um bráðabirgðatitilinn í léttvigt í UFC um síðustu helgi þar sem bruna þurfti með Nurmagomedov á sjúkrahús tveimur dögum fyrir bardagakvöldið. Nurmagomedov fór illa út úr niðurskurðinum fyrir bardagann en síðasta vikan áður en haldið er í búrið snýst að mestu leyti um að missa þau kíló sem til þarf að fá að keppa. Sumt bardagafólk gengur alltof langt í þessu og fór Rússinn ansi illa með sjálfan sig að þessu sinni. Hann stoppaði ekki lengi við á spítalanum en Nurmagomedov var sendur aftur heim eftir stutta meðferð sama kvöld og hann lagðist inn. Haraldur Dean Nelson, faðir og annar umboðsmanna Gunnar Nelson, hefur lengi verið á móti þessum svakalega niðurskurði sem er lífhættulegur. Gunnar hefur aldrei þurft að missa nema fáein kíló fyrir sína bardaga og fer ávallt létt með það.Haraldur lét í sér heyra þegar bardagakonan Cris Cyborg þurfti að skera sig niður um ellefu kíló á fjórum dögum á síðasta ári. Þar var öllum brögðum beitt og var hún meðal annars sett á pilluna í aðdraganda bardagans. „Þetta er svo yfirgengilega og ótrúlega heimskt. UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr við að skera sig niður fyrir bardaga,“ sagði Haraldur á Facebook-síðu sinni á þeim tíma. Honum var heldur ekki skemmt að sjá fréttirnar af Nurmagomedov. Hann deilir frétt UFC um málið á Facebook og skrifar: „Byrjar þetta aftur! Hvenær á að hætta þessum svakalega niðurskurðar kjaftæði? Þegar að einhver deyr?“ Haraldur ræddi þessi mál einnig í ítarlegu viðtal við MMAViking.com fyrir tveimur árum síðan en það má finna hér.
MMA Tengdar fréttir Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Sjá meira
Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00