Kynferðisafbrotafaraldur skekur breska háskóla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 20:30 Fjöldi nemenda sem tilkynnt hafa um kynferðislega áreitni starfsfólks í breskum háskólum hleypur á hundruðum. Vísir/Getty Kynferðisafbrotafaraldur skekur nú breskt háskólasamfélag en gífurlegur fjöldi stúdenta þar í landi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu starfsfólks þess skóla sem þeir sækja.Samkvæmt fyrirspurn Guardian til 120 breskra háskóla höfðu komið upp að minnsta kosti 169 mál þar sem nemendur sökuðu starfsfólk um að hafa kynferðislega áreitt sig á tímabilinu 2011-2012 til 2016-2017. Þá höfðu að minnsta kosti 127 starfsmenn viðkomandi skóla sakað vinnufélaga sína um slíkt áreiti á sama tímabili. Þrátt fyrir þessar tölur er talið að vandamálið sé enn djúpstæðara en svo en samkvæmt upplýsingum Guardian hefur fjöldi fórnarlamba aldrei tilkynnt um að brotið hafi verið á sér, eða dregið ásakanir sínar til baka. Margir hafi óttast áhrif þessa mála á feril sinn. Ann Olivarius, lögfræðingur sem aðstoðað hefur fórnarlömb kynferðisofbeldis í Bretlandi, segir að tölurnar sýni einungis hluta vandamálsins. „Þessar tölur eru sláandi en því miður, af fenginni reynslu, að þá er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Kynferðislegt áreiti í garð nemenda af hálfu starfsfólk er orðið að faraldri í breskum háskólum. Flestir háskólar hafa enga verkferla til þess að taka fyrir það þegar starfsfólk beitir nemendur þrýstingi til þess að eiga í kynferðislegu sambandi við sig.“ „Ungar konur eru oft skelfingu lostnar yfir því að hugsa um afleiðingarnar af því ef þær segja frá á opinberum vettvangi og kvarta þar með yfir starfsfólki. Vegna þess að oft þegar þær gera það, hafa háskólarnir mestar áhyggjur af því að vernda orðspor sitt og gera þar með lítið úr hlutunum til þess að tryggja að ekki fari hátt um þessi brot.“ Aðrir lögfræðingar sem einnig hafa sérhæft sig í kynferðisafbrotamálum hafa bent á að þeir háskólar sem tilkynni um flest slík brot, þurfi þó ekki að vera þeir skólar þar sem stærstu vandamálin er að finna. Þvert á móti, geta fleiri tilkynningar um brot bent til þess að verklag í þeim skólum sé betra en í öðrum skólum, þar sem ekki heyrist jafn mikið um kynferðisafbrot. Lítill hluti þeirra brota sem tilkynnt hafi verið af nemendum, hafa verið rannsökuð af lögreglunni en meirihluti þeirra tilvika er leystur innanhúss í skólunum. Olivarius hefur kallað eftir því að stjórnvöld í Bretlandi innleiði opinbert kerfi og verkferla til þess að takast á við slík brot. Sambönd á milli stúdenta í grunnnámi og kennara eigi að vera ólögleg. „Það verður að banna starfsfólki skólanna að eiga í kynferðislegu sambandi við stúdenta í grunnnámi auk þess sem kynferðislegt samband milli starfsfólk í sömu deild og mastersnema ætti einnig að vera bannað. Brot á þeim reglum ætti að fela í sér tafarlausan brottrekstur og tilkynningu til breskra yfirvalda.“ Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Kynferðisafbrotafaraldur skekur nú breskt háskólasamfélag en gífurlegur fjöldi stúdenta þar í landi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu starfsfólks þess skóla sem þeir sækja.Samkvæmt fyrirspurn Guardian til 120 breskra háskóla höfðu komið upp að minnsta kosti 169 mál þar sem nemendur sökuðu starfsfólk um að hafa kynferðislega áreitt sig á tímabilinu 2011-2012 til 2016-2017. Þá höfðu að minnsta kosti 127 starfsmenn viðkomandi skóla sakað vinnufélaga sína um slíkt áreiti á sama tímabili. Þrátt fyrir þessar tölur er talið að vandamálið sé enn djúpstæðara en svo en samkvæmt upplýsingum Guardian hefur fjöldi fórnarlamba aldrei tilkynnt um að brotið hafi verið á sér, eða dregið ásakanir sínar til baka. Margir hafi óttast áhrif þessa mála á feril sinn. Ann Olivarius, lögfræðingur sem aðstoðað hefur fórnarlömb kynferðisofbeldis í Bretlandi, segir að tölurnar sýni einungis hluta vandamálsins. „Þessar tölur eru sláandi en því miður, af fenginni reynslu, að þá er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Kynferðislegt áreiti í garð nemenda af hálfu starfsfólk er orðið að faraldri í breskum háskólum. Flestir háskólar hafa enga verkferla til þess að taka fyrir það þegar starfsfólk beitir nemendur þrýstingi til þess að eiga í kynferðislegu sambandi við sig.“ „Ungar konur eru oft skelfingu lostnar yfir því að hugsa um afleiðingarnar af því ef þær segja frá á opinberum vettvangi og kvarta þar með yfir starfsfólki. Vegna þess að oft þegar þær gera það, hafa háskólarnir mestar áhyggjur af því að vernda orðspor sitt og gera þar með lítið úr hlutunum til þess að tryggja að ekki fari hátt um þessi brot.“ Aðrir lögfræðingar sem einnig hafa sérhæft sig í kynferðisafbrotamálum hafa bent á að þeir háskólar sem tilkynni um flest slík brot, þurfi þó ekki að vera þeir skólar þar sem stærstu vandamálin er að finna. Þvert á móti, geta fleiri tilkynningar um brot bent til þess að verklag í þeim skólum sé betra en í öðrum skólum, þar sem ekki heyrist jafn mikið um kynferðisafbrot. Lítill hluti þeirra brota sem tilkynnt hafi verið af nemendum, hafa verið rannsökuð af lögreglunni en meirihluti þeirra tilvika er leystur innanhúss í skólunum. Olivarius hefur kallað eftir því að stjórnvöld í Bretlandi innleiði opinbert kerfi og verkferla til þess að takast á við slík brot. Sambönd á milli stúdenta í grunnnámi og kennara eigi að vera ólögleg. „Það verður að banna starfsfólki skólanna að eiga í kynferðislegu sambandi við stúdenta í grunnnámi auk þess sem kynferðislegt samband milli starfsfólk í sömu deild og mastersnema ætti einnig að vera bannað. Brot á þeim reglum ætti að fela í sér tafarlausan brottrekstur og tilkynningu til breskra yfirvalda.“
Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira