Ráðherra lofar Vestfirðingum Teigsskógi og Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2017 21:00 Samgönguráðherra lofar Vestfirðingum því, þrátt fyrir niðurskurð, að uppbygging vegarins um Dynjandisheiði muni fylgja Dýrafjarðargöngum og að vegagerð um Teigsskóg hefjist um leið og skipulagsmál þar leysist. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Óhætt er að segja að mörgum hafi brugðið að heyra í gærkvöldi um tíu milljarða króna niðurskurð samgönguáætlunar. Sterkust eru viðbrögðin frá íbúum svæða sem búa við þjóðvegi eins og þann um Ódrjúgsháls á Vestfjarðavegi. Þannig segir starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar í viðtali á Vísi að þar sé fólk gríðarlega reitt.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vísað er til þeirrar ákvörðunar að skera niður 1.200 milljónir króna, sem áttu að marka upphaf þess að Vestfjarðavegur flyttist af Ódrjúgshálsi yfir í hinn umdeilda Teigsskóg. „Teigsskógarverkefnið er svona í frágangi eða undirbúningi og við gerum ráð fyrir því að um leið og þau mál leysast þá verði farið af stað þar,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Svo vill til að stór áfangi náðist í vikunni í skipulagsferlinu þegar Vegagerðin lagði formlega fram matsskýrslu og hefur Skipulagsstofnun nú fjórar vikur til að gefa álit sitt. Ákvörðun um framkvæmdaleyfi fer síðan á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps og eru vegagerðamenn að vonast til að leyfið fáist í sumar.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skoðuðu Teigsskóg fyrir fjórum árum.Vísir/Daníel„Ég á ekki von á því að það verði byrjað af einhverjum krafti á þessu ári. En um leið og niðurstaða fæst í það mál munum við reyna að fara af stað þar. Það hafa verið áform um það,“ segir Jón. En það voru einnig skornar 400 milljónir króna af vegagerð um Dynjandisheiði sem talin er forsenda þess að Dýrafjarðargöng nýtist sem skildi. „Það er alveg rétt. Hún þarf að byggjast upp svona samhliða eða í kjölfarið á Dýrafjarðargöngum, hvort sem það verður með göngum efst í þeirri heiði eða hvort það verður uppbyggður vegur. Og ég geri ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við það á framkvæmdatíma Dýrafjarðarganga,“ segir ráðherra samgöngumála.Horft af Dynjandisheiði niður í Arnarfjörð. Dynjandisvogur er næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Samgönguráðherra lofar Vestfirðingum því, þrátt fyrir niðurskurð, að uppbygging vegarins um Dynjandisheiði muni fylgja Dýrafjarðargöngum og að vegagerð um Teigsskóg hefjist um leið og skipulagsmál þar leysist. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Óhætt er að segja að mörgum hafi brugðið að heyra í gærkvöldi um tíu milljarða króna niðurskurð samgönguáætlunar. Sterkust eru viðbrögðin frá íbúum svæða sem búa við þjóðvegi eins og þann um Ódrjúgsháls á Vestfjarðavegi. Þannig segir starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar í viðtali á Vísi að þar sé fólk gríðarlega reitt.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vísað er til þeirrar ákvörðunar að skera niður 1.200 milljónir króna, sem áttu að marka upphaf þess að Vestfjarðavegur flyttist af Ódrjúgshálsi yfir í hinn umdeilda Teigsskóg. „Teigsskógarverkefnið er svona í frágangi eða undirbúningi og við gerum ráð fyrir því að um leið og þau mál leysast þá verði farið af stað þar,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Svo vill til að stór áfangi náðist í vikunni í skipulagsferlinu þegar Vegagerðin lagði formlega fram matsskýrslu og hefur Skipulagsstofnun nú fjórar vikur til að gefa álit sitt. Ákvörðun um framkvæmdaleyfi fer síðan á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps og eru vegagerðamenn að vonast til að leyfið fáist í sumar.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skoðuðu Teigsskóg fyrir fjórum árum.Vísir/Daníel„Ég á ekki von á því að það verði byrjað af einhverjum krafti á þessu ári. En um leið og niðurstaða fæst í það mál munum við reyna að fara af stað þar. Það hafa verið áform um það,“ segir Jón. En það voru einnig skornar 400 milljónir króna af vegagerð um Dynjandisheiði sem talin er forsenda þess að Dýrafjarðargöng nýtist sem skildi. „Það er alveg rétt. Hún þarf að byggjast upp svona samhliða eða í kjölfarið á Dýrafjarðargöngum, hvort sem það verður með göngum efst í þeirri heiði eða hvort það verður uppbyggður vegur. Og ég geri ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við það á framkvæmdatíma Dýrafjarðarganga,“ segir ráðherra samgöngumála.Horft af Dynjandisheiði niður í Arnarfjörð. Dynjandisvogur er næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36
Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00
Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57
Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45
Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30