Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, valdi í dag sextán manna hóp fyrir komandi verkefni.
Hópurinn mun spila tvo æfingaleiki gegn Hollandi ytra þann 17. og 18. mars.
Sunna Jónsdóttir er meidd og getur ekki tekið þátt í verkefninu. Lovísa Thompson er heldur ekki gjaldgeng í hópinn því hún er að spila með U-19 ára liðinu í undankeppni EM.
Axel tilkynnir einnig hvaða leikmenn hann er með til vara ef einhver skyldi meiðast. Það er nýlunda.
Það er aðeins einn nýliði í hópnum en það er Hafdís Renötudóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Hópurinn:
Arna Sif Pálsdóttir, Nice
Birna Berg Haraldsdóttir, Glassverket
Elín Jón Þórsteinsdóttir, Haukar
Hafdís Renötudóttir, Stjarnan
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan
Hildigunnur Einarsdóttir, Leipzig
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Karen Knútsdóttir, Nice
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
Rakel Dögg Bragadóttir, Stjarnan
Rut Jónsdóttir, Midtjylland
Steinunn Hansdóttir, Skanderborg
Steinunn Björnsdóttir, Fram
Thea Imani Sturludóttir, Fylkir
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Vipers
Unnur Ómarsdóttir, Grótta
Til vara:
Elena Birgisdóttir, Stjarnan
Eva Björk Davíðsdóttir, Sola HK
Heiða Ingólfsdóttir, Stjarnan
Solveig Lára Kjærnested, Stjarnan
Stefanía Theodórsdóttir, Stjarnan
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Grótta
Axel valdi einn nýliða í landsliðshópinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar