Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 23-26 | FH-ingar hefndu fyrir bikartapið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2017 21:15 Ágúst Birgisson skorar fyrir FH í kvöld. Vísir/Anton FH vann þriggja marka sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Vals, 23-26, þegar liðin mættust í 20. umferð Olís-deildar karla í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Þessi sömu lið mættust í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á föstudaginn en þar höfðu Valsmenn betur, 20-19. Þeir unnu svo Aftureldingu í úrslitaleiknum, 22-26. Valsmenn voru óvenju sprækir í fyrri hálfleik og hin margfræga bikarþynnka virtist hrjá þá. Hlynur Morthens var frábær í marki Vals í fyrri hálfleik og varði átta skot (40%). Á meðan fann Ágúst Elí Björgvinsson sig engan veginn í marki FH og varði aðeins þrjú skot (20%) í fyrri hálfleik. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, var sérlega öflugur í byrjun leiks og skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum bikarmeistaranna. Anton Rúnarsson var duglegur að finna Orra í upphafi leiks en fyrir utan það átti hann alls ekki góðan leik. Liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik og það var kannski vel við hæfi að staðan væri jöfn, 12-12, þegar þau gengu til búningsherbergja. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og skoruðu fyrstu fimm mörk hans. Valsmenn voru heillum horfnir og töpuðu boltanum í þrígang á fyrstu fjórum mínútum seinni hálfleiks. Þrátt fyrir þessa frábæru byrjun á seinni hálfleiks gerðu FH-ingar sér hlutina full erfiða og Valsmenn voru aldrei langt undan. Atli Már Báruson spilaði mikið í kvöld og hann dró Valsmenn aftur inn í leikinn með góðum mörkum. Atli gerði alls sex mörk og var markahæstur í liði Vals. Einar Rafn Eiðsson kom FH í 20-24 þegar sex mínútur voru eftir. Valur gafst þó ekki upp og svaraði með þremur mörkum og staðan því 23-24. Valsmenn fengu tækifæri til að jafna en töpuðu boltanum klaufalega. FH-ingar fóru í sókn og Ágúst Birgisson kom þeim tveimur mörkum yfir og kláraði leikinn. Lokatölur 23-26, FH í vil. Ágúst átti frábæran leik á línunni og skoraði sjö mörk í jafnmörgum skotum. Einar Rafn kom næstur með sex mörk í sex skotum. Þá átti Birkir Fannar Bragason flotta innkomu í mark FH og varði níu skot (45%) í seinni hálfleik.Orri Freyr: Byrjuðum ekki seinni hálfleikinn Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, sagði að slæm byrjun á seinni hálfleik hafi orðið Valsmönnum að falli gegn FH í kvöld. „Við erum vonsviknir. Við ætluðum að vinna þennan leik en FH-ingar áttu þetta skilið í dag. Þeir voru ákveðnari og grimmari og byrjuðu seinni hálfleikinn, en ekki við,“ sagði Orri eftir leik. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, en FH-ingar skoruðu fyrstu fimm mörk seinni hálfleiks og lifðu á þeirri forystu út leikinn. „Við vorum bara ekki klárir og þeir mættu betur innstilltir,“ sagði Orri sem sagði að hin svokallaða bikarþynnka hafi ekki setið í Valsmönnum, allavega ekki í fyrri hálfleik. „Hún var ekki til staðar, án gríns. Maður var svolítið slæmur á þriðjudag og miðvikudag en ég er orðinn góður í dag. Við spiluðum fínan leik í fyrri hálfleik en mættum ekki í þann seinni.“ Valsmenn hafa spilað mikið af leikjum að undanförnu og fengið litla hvíld. En var þreytan farin að segja til sín undir lok leiks? „Já og nei. FH-ingarnir voru bara skynsamari en við í lokin og gerðu hlutina rétt,“ sagði Orri að lokum.Ásbjörn: Erfið fæðing Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði FH, var að vonum sáttur með stigin tvö. „Spilamennskan var allt í lagi. Þetta var svolítið erfið fæðing. Mér fannst við heilt yfir betri allan leikinn en við náðum aldrei að slíta okkur frá þeim,“ sagði Ásbjörn og bætti við að byrjunin frábæra á seinni hálfleik hefði lagt grunninn að sigrinum. Ásbirni fannst sigurinn þó full torsóttur. „Við vorum klaufar. Það var kafli einum fleiri þar sem við hleyptum þeim inn í leikinn. Mér fannst það okkar klaufaskapur en þeir eru alltaf skynsamir og eru með gott lið,“ sagði Ásbjörn. FH tapaði fyrir Val í undanúrslitum bikarkeppninnar á föstudaginn. En gerir sigurinn í kvöld bikartapið eitthvað bærilegra? „Nei, nú þurfum við bara að hætta að hugsa um það. Það verður alltaf jafn sárt. Nú erum við í annarri keppni og við erum að reyna að halda í við toppliðin í deildinni. Þetta var var liður í því að færast nær toppnum,“ sagði Ásbjörn að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
FH vann þriggja marka sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Vals, 23-26, þegar liðin mættust í 20. umferð Olís-deildar karla í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Þessi sömu lið mættust í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á föstudaginn en þar höfðu Valsmenn betur, 20-19. Þeir unnu svo Aftureldingu í úrslitaleiknum, 22-26. Valsmenn voru óvenju sprækir í fyrri hálfleik og hin margfræga bikarþynnka virtist hrjá þá. Hlynur Morthens var frábær í marki Vals í fyrri hálfleik og varði átta skot (40%). Á meðan fann Ágúst Elí Björgvinsson sig engan veginn í marki FH og varði aðeins þrjú skot (20%) í fyrri hálfleik. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, var sérlega öflugur í byrjun leiks og skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum bikarmeistaranna. Anton Rúnarsson var duglegur að finna Orra í upphafi leiks en fyrir utan það átti hann alls ekki góðan leik. Liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik og það var kannski vel við hæfi að staðan væri jöfn, 12-12, þegar þau gengu til búningsherbergja. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og skoruðu fyrstu fimm mörk hans. Valsmenn voru heillum horfnir og töpuðu boltanum í þrígang á fyrstu fjórum mínútum seinni hálfleiks. Þrátt fyrir þessa frábæru byrjun á seinni hálfleiks gerðu FH-ingar sér hlutina full erfiða og Valsmenn voru aldrei langt undan. Atli Már Báruson spilaði mikið í kvöld og hann dró Valsmenn aftur inn í leikinn með góðum mörkum. Atli gerði alls sex mörk og var markahæstur í liði Vals. Einar Rafn Eiðsson kom FH í 20-24 þegar sex mínútur voru eftir. Valur gafst þó ekki upp og svaraði með þremur mörkum og staðan því 23-24. Valsmenn fengu tækifæri til að jafna en töpuðu boltanum klaufalega. FH-ingar fóru í sókn og Ágúst Birgisson kom þeim tveimur mörkum yfir og kláraði leikinn. Lokatölur 23-26, FH í vil. Ágúst átti frábæran leik á línunni og skoraði sjö mörk í jafnmörgum skotum. Einar Rafn kom næstur með sex mörk í sex skotum. Þá átti Birkir Fannar Bragason flotta innkomu í mark FH og varði níu skot (45%) í seinni hálfleik.Orri Freyr: Byrjuðum ekki seinni hálfleikinn Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, sagði að slæm byrjun á seinni hálfleik hafi orðið Valsmönnum að falli gegn FH í kvöld. „Við erum vonsviknir. Við ætluðum að vinna þennan leik en FH-ingar áttu þetta skilið í dag. Þeir voru ákveðnari og grimmari og byrjuðu seinni hálfleikinn, en ekki við,“ sagði Orri eftir leik. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, en FH-ingar skoruðu fyrstu fimm mörk seinni hálfleiks og lifðu á þeirri forystu út leikinn. „Við vorum bara ekki klárir og þeir mættu betur innstilltir,“ sagði Orri sem sagði að hin svokallaða bikarþynnka hafi ekki setið í Valsmönnum, allavega ekki í fyrri hálfleik. „Hún var ekki til staðar, án gríns. Maður var svolítið slæmur á þriðjudag og miðvikudag en ég er orðinn góður í dag. Við spiluðum fínan leik í fyrri hálfleik en mættum ekki í þann seinni.“ Valsmenn hafa spilað mikið af leikjum að undanförnu og fengið litla hvíld. En var þreytan farin að segja til sín undir lok leiks? „Já og nei. FH-ingarnir voru bara skynsamari en við í lokin og gerðu hlutina rétt,“ sagði Orri að lokum.Ásbjörn: Erfið fæðing Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði FH, var að vonum sáttur með stigin tvö. „Spilamennskan var allt í lagi. Þetta var svolítið erfið fæðing. Mér fannst við heilt yfir betri allan leikinn en við náðum aldrei að slíta okkur frá þeim,“ sagði Ásbjörn og bætti við að byrjunin frábæra á seinni hálfleik hefði lagt grunninn að sigrinum. Ásbirni fannst sigurinn þó full torsóttur. „Við vorum klaufar. Það var kafli einum fleiri þar sem við hleyptum þeim inn í leikinn. Mér fannst það okkar klaufaskapur en þeir eru alltaf skynsamir og eru með gott lið,“ sagði Ásbjörn. FH tapaði fyrir Val í undanúrslitum bikarkeppninnar á föstudaginn. En gerir sigurinn í kvöld bikartapið eitthvað bærilegra? „Nei, nú þurfum við bara að hætta að hugsa um það. Það verður alltaf jafn sárt. Nú erum við í annarri keppni og við erum að reyna að halda í við toppliðin í deildinni. Þetta var var liður í því að færast nær toppnum,“ sagði Ásbjörn að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira