Mjölnishöllin í Öskjuhlíð var vígð á dögunum.
Öll aðstaða er eins og best verður á kosið og Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, segir að hún sé sú besta í heimi.
„Það er bara þannig. Við höfum fengið stærstu þjálfara heims, eins og John Kavanagh, hingað og hann hefur aldrei séð eins flotta og góða aðstöðu fyrir MMA. Við erum mjög stoltir af þessu,“ sagði Jón Viðar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Formaðurinn segir að um 1400 manns æfi hjá Mjölni.
„Það eru 300-500 manns sem renna hérna í gegn á dag. Það er gríðarlega gróska í þessu og menn segja að þetta sé ein mest vaxandi íþrótt í heiminum í dag,“ sagði Jón Viðar.
Að hans sögn er stefnan að laða stærstu stjörnurnar í MMA til landsins.
„Markmiðið er gera þetta að miðstöð heimsins í MMA og fá allar þessar stjörnur hingað,“ sagði Jón Viðar.
Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Gaupi kíkti í Mjölnishöllina: „Markmiðið er gera þetta að miðstöð heimsins í MMA“
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Víkingar léku KA-menn grátt
Íslenski boltinn

Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn


Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park
Enski boltinn


Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid
Fótbolti
Fleiri fréttir
