Umfjöllun: Noregur - Ísland 1-1 | Jafntefli í fyrsta leik á Algarve Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2017 21:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er í byrjunarliðinu. vísir/eyþór Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. Ísland tefldi fram óreyndu liði enda hefur Freyr Alexandersson þjálfari liðsins sagt að leikmenn sem minna hafi spilað síðstu misseri fái tækifæri á þessu móti til að vinna sér sæti í liðinu fyrir EM. Leikmenn voru varla búnir að koma sér vel fyrir á vellinum þegar Ada Hegerberg skoraði með ágætu skoti úr teignum. Hún fékk þá boltann utarlega í teignum og átti gott skot sem Sandra Sigurðardóttir réði ekki við. Þær norsku héldu forystunni þó ekki lengi því Gunnhildur Yrsa jafnaði metin með góðu marki fjórum mínútum síðar. Elín Metta Jensen gerði þá vel á hægri kantinum þegar hún lék á varnarmann Noregs og kom boltanum fyrir markið. Þar beið Gunnhildur Yrsa og potaði boltanum í fjærhornið. Á 22.mínútu meiddist síðan Sandra María Jessen þegar hún lenti í samstuði við Ingvald Isaksen. Sandra María var borin af velli og virtist sárþjáð. Vonandi að meiðslin séu ekki alvarleg enda Sandra María verið fastamaður í hópi íslenska liðsins. Noregur var meira með boltann en íslenska miðjan vann gríðarlega vel og þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir létu finna vel fyrir sér. Sigríður Lára var að leika sinn fyrsta alvöru landsleik og var óhrædd og vann boltann í nokkur skipti. Mikilvægi Söru Bjarkar í íslenska liðinu er gríðarlegt en hún skilar boltanum vel frá sér og sýnir mikla vinnusemi. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í síðari hálfleik og hann gerði í fyrri. Norska liðið var meira með boltann en tókst ekki að skapa sér mörg færi. Ísland gerði nokkrar breytingar á liði sínu en liðinu gekk fremur illa að halda boltanum innan liðsins og ógnuðu helst með skyndisóknum. Síðustu 10 mínútur leiksins pressuðu Norðmenn svo vel á íslensku vörnina og náðu nokkrum sinnum að skapa hættu. Ingrid Mo Wold fékk besta færið en skot hennar fór rétt framhjá fjærstönginni. Sandra Sigurðardóttir var vel með á nótunum í íslenska markinu og þá var Glódís Perla Viggósdóttir eins og klettur í vörninni. Lokatölur urðu 1-1 og fyrsta stigið í Algarve-bikarnum því í höfn. Næsti leikur íslenska liðsins er á föstudaginn þegar stelpurnar mæta Japan. Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. Ísland tefldi fram óreyndu liði enda hefur Freyr Alexandersson þjálfari liðsins sagt að leikmenn sem minna hafi spilað síðstu misseri fái tækifæri á þessu móti til að vinna sér sæti í liðinu fyrir EM. Leikmenn voru varla búnir að koma sér vel fyrir á vellinum þegar Ada Hegerberg skoraði með ágætu skoti úr teignum. Hún fékk þá boltann utarlega í teignum og átti gott skot sem Sandra Sigurðardóttir réði ekki við. Þær norsku héldu forystunni þó ekki lengi því Gunnhildur Yrsa jafnaði metin með góðu marki fjórum mínútum síðar. Elín Metta Jensen gerði þá vel á hægri kantinum þegar hún lék á varnarmann Noregs og kom boltanum fyrir markið. Þar beið Gunnhildur Yrsa og potaði boltanum í fjærhornið. Á 22.mínútu meiddist síðan Sandra María Jessen þegar hún lenti í samstuði við Ingvald Isaksen. Sandra María var borin af velli og virtist sárþjáð. Vonandi að meiðslin séu ekki alvarleg enda Sandra María verið fastamaður í hópi íslenska liðsins. Noregur var meira með boltann en íslenska miðjan vann gríðarlega vel og þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir létu finna vel fyrir sér. Sigríður Lára var að leika sinn fyrsta alvöru landsleik og var óhrædd og vann boltann í nokkur skipti. Mikilvægi Söru Bjarkar í íslenska liðinu er gríðarlegt en hún skilar boltanum vel frá sér og sýnir mikla vinnusemi. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í síðari hálfleik og hann gerði í fyrri. Norska liðið var meira með boltann en tókst ekki að skapa sér mörg færi. Ísland gerði nokkrar breytingar á liði sínu en liðinu gekk fremur illa að halda boltanum innan liðsins og ógnuðu helst með skyndisóknum. Síðustu 10 mínútur leiksins pressuðu Norðmenn svo vel á íslensku vörnina og náðu nokkrum sinnum að skapa hættu. Ingrid Mo Wold fékk besta færið en skot hennar fór rétt framhjá fjærstönginni. Sandra Sigurðardóttir var vel með á nótunum í íslenska markinu og þá var Glódís Perla Viggósdóttir eins og klettur í vörninni. Lokatölur urðu 1-1 og fyrsta stigið í Algarve-bikarnum því í höfn. Næsti leikur íslenska liðsins er á föstudaginn þegar stelpurnar mæta Japan.
Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira