Svipmynd Markaðarins: Hugleiðir með appi og stundar jóga daglega Haraldur Guðmundsson skrifar 19. mars 2017 13:00 Helga Hlín, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu. Helga Hlín Hákonardóttir, héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og CrossFit þjálfari, hóf starfsferilinn á innlendum verðbréfamarkaði árið 1996 og starfaði næstu 17 ár á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum. Árið 2013 stofnaði hún ásamt fleirum ráðgjafarfyrirtækið Strategíu. Helga Hlín hefur gegnt fjölbreyttum stjórnarstörfum um árabil og situr m.a. í stjórnum WOW, Festar/Krónunnar og VÍS, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég læt nú fátt koma mér á óvart úr þessu, en ég verð að viðurkenna að ég er enn þá furðu lostin yfir því að Trump hafi raunverulega tekið við embætti forseta Bandaríkjanna og er þar af leiðandi mjög hugsandi yfir því hvaða áhrif sá atburður á eftir að hafa á mannkynssöguna.Hvaða app notarðu mest? Fyrir utan þessi klassísku sem „allir“ nota þá hugleiði ég daglega með Calm hugleiðsluappinu. Svo gaf Unnar, maðurinn minn, mér Apple-úr í jólagjöf og þar nota ég helst Activity frá Under Armour fyrir æfingar og Pillow fyrir svefninn. Svo notum við Sonos-appið fyrir hátalarakerfið á heimilinu til að spila músík í tíma og ótíma.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Heimilisfólkið á það sameiginlegt að vera rúmlega meðalorkuríkt og sem betur fer eigum við sameiginleg áhugamál sem flest tengjast hreyfingu. Við stundum til að mynda öll moto-cross og ferðumst heil ósköp – bæði innanlands og utan. Á veturna eru skíðin og brettin dregin fram og hjólin og gönguskórnir á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég stunda jóga daglega áður en ég byrja daginn að ráði og svo þjálfar Unnar mig og æfir með mér í CrossFit Reykjavík fimm sinnum í viku. Fjölskyldan tekur líka reglulega free-style dansæfingar í stofunni á föstudagskvöldum. Að lokum eigum við hjónin það sameiginlegt að vera ótrúlega laus við matarfreistingar, þannig að það er tiltölulega einfalt að halda heilsu og formi með einföldum, hreinum og hollum mat.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á æfingum er það Prodigy og Quarashi, við lestur Björk og Bebel Gilberto, Dean Martin í matarboðinu og eitísmúsík í partíinu á eftir, s.s. Blondie og Kate Bush. Á ferðalögum um landið hlustum við gjarnan á Gus Gus, Björk, Sigurrós og Mugison. Svo eru óteljandi listar á Spotify-reikningi fjölskyldunnar sem skellt er „á fóninn“ eftir stuði, stund og stað.Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef á hverjum tíma verið í mínu draumastarfi – en um leið og mig hættir að dreyma þá hef ég breytt til. Í dag er ég hins vegar í því draumastarfi sem ég stefndi að í upphafi starfsferilsins, þ.e. að sitja í fjölbreyttum stjórnum og veita fjárfestum og stjórnendum ráðgjöf samhliða því. Í dag er ég meðeigandi hjá Strategíu og sit í nokkrum stjórnum. Verkefnin eru ótrúlega fjölbreytt og krefjandi – en um leið vega þau hvert annað upp, þ.e. ráðgjafar- og stjórnarstörfin og reynslan af hverju og einu þeirra. Algjör draumur.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. WOW Air Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Helga Hlín Hákonardóttir, héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og CrossFit þjálfari, hóf starfsferilinn á innlendum verðbréfamarkaði árið 1996 og starfaði næstu 17 ár á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum. Árið 2013 stofnaði hún ásamt fleirum ráðgjafarfyrirtækið Strategíu. Helga Hlín hefur gegnt fjölbreyttum stjórnarstörfum um árabil og situr m.a. í stjórnum WOW, Festar/Krónunnar og VÍS, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég læt nú fátt koma mér á óvart úr þessu, en ég verð að viðurkenna að ég er enn þá furðu lostin yfir því að Trump hafi raunverulega tekið við embætti forseta Bandaríkjanna og er þar af leiðandi mjög hugsandi yfir því hvaða áhrif sá atburður á eftir að hafa á mannkynssöguna.Hvaða app notarðu mest? Fyrir utan þessi klassísku sem „allir“ nota þá hugleiði ég daglega með Calm hugleiðsluappinu. Svo gaf Unnar, maðurinn minn, mér Apple-úr í jólagjöf og þar nota ég helst Activity frá Under Armour fyrir æfingar og Pillow fyrir svefninn. Svo notum við Sonos-appið fyrir hátalarakerfið á heimilinu til að spila músík í tíma og ótíma.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Heimilisfólkið á það sameiginlegt að vera rúmlega meðalorkuríkt og sem betur fer eigum við sameiginleg áhugamál sem flest tengjast hreyfingu. Við stundum til að mynda öll moto-cross og ferðumst heil ósköp – bæði innanlands og utan. Á veturna eru skíðin og brettin dregin fram og hjólin og gönguskórnir á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég stunda jóga daglega áður en ég byrja daginn að ráði og svo þjálfar Unnar mig og æfir með mér í CrossFit Reykjavík fimm sinnum í viku. Fjölskyldan tekur líka reglulega free-style dansæfingar í stofunni á föstudagskvöldum. Að lokum eigum við hjónin það sameiginlegt að vera ótrúlega laus við matarfreistingar, þannig að það er tiltölulega einfalt að halda heilsu og formi með einföldum, hreinum og hollum mat.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á æfingum er það Prodigy og Quarashi, við lestur Björk og Bebel Gilberto, Dean Martin í matarboðinu og eitísmúsík í partíinu á eftir, s.s. Blondie og Kate Bush. Á ferðalögum um landið hlustum við gjarnan á Gus Gus, Björk, Sigurrós og Mugison. Svo eru óteljandi listar á Spotify-reikningi fjölskyldunnar sem skellt er „á fóninn“ eftir stuði, stund og stað.Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef á hverjum tíma verið í mínu draumastarfi – en um leið og mig hættir að dreyma þá hef ég breytt til. Í dag er ég hins vegar í því draumastarfi sem ég stefndi að í upphafi starfsferilsins, þ.e. að sitja í fjölbreyttum stjórnum og veita fjárfestum og stjórnendum ráðgjöf samhliða því. Í dag er ég meðeigandi hjá Strategíu og sit í nokkrum stjórnum. Verkefnin eru ótrúlega fjölbreytt og krefjandi – en um leið vega þau hvert annað upp, þ.e. ráðgjafar- og stjórnarstörfin og reynslan af hverju og einu þeirra. Algjör draumur.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
WOW Air Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira