Ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2017 13:45 Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv, er í landsliðshópi Íslands sem mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 í Rússlandi í næstu viku. Viðar Örn hefur skorað 15 mörk í 24 leikjum fyrir ísraelska félagið og er klárlega heitasti framherji Íslands um þessar mundir. Selfyssingurinn var sömuleiðis í hópnum fyrir leikinn gegn Króatíu í Zagreb þann 12. nóvember síðastliðinn. Þar kom hann inn á sem varamaður stundarfjórðungi fyrir leikslok þrátt fyrir að hafa mætt ölvaður til móts við landsliðið á Ítalíu. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í það á blaðamannafundi KSÍ í dag hvaða skoðun hann hefði á því að leikmenn héldu til móts við landsliðið undir áhrifum áfengis. Heimir sagði það reglu hjá landsliðinu að áfengi væri ekki leyft í verkefnum landsliðsins. Þarna hefði umrætt atvik átt sér stað á leiðinni í verkefnið. Hann hefði þó rætt málið við Viðar Örn og séð á hans framkomu síðan að máli væri ekki til að hafa áhyggjur af.Hitti fyrir efnilega landsliðsmennUndir 17 ára landslið Íslands var í keppnisferð í Ísrael og voru staddir á flugvelli þar í landi þar sem hluti hópsins hitti Viðar Örn fyrir. Var öllum ljóst að framherjinn var undir töluverðum áhrifum áfengis og vakti það athygli landsliðsmanna framtíðarinnar. Í framhaldinu var Heimi Hallgrímssyni tilkynnt um málið. Landsliðshópurinn æfði í nokkra daga í Parma á Ítalíu áður en haldið var til Zagreb þar sem liðið mætti Króatíu. Heimir sagðist hafa rætt við Viðar Örn vegna málsins. „Auðvitað eru svona hlutir ræddir og þeir afgreiddir. Svona hlutir koma ekki fyrir aftur. Ég hef séð það á öllum hans aðgerðum eftir þetta að hann er í toppstandi núna og mun skila góðu verki með okkur,“ sagði Heimir. Hann var spurður að því hvort til greina hefði komið að refsa Viðari vegna málsins. „Hann flaug til Ítalíu daginn áður en landsliðið kom saman. Sumu ráðum við yfir en öðru ekki. Það eru skýrar reglur um það hvað við leyfum og hvað ekki.“Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson náðu svakalegum árangri með íslenska landsliðið. Mikill agi var á liðinu og reglurnar skýrar.vísir/afpHvað getum við gert? Hann segir að þetta sé á gráu svæði. „Hvað getum við gert við leikmenn sem eru ekki komnir í landsliðsverkefni? Við ráðum bara yfir leikmönnum sem eru í verkefni hjá okkur.“ Heimir var spurður út í reglur landsliðsins, hvort þar mætti neita áfengis eða menn mættu láta renna af sér í æfingabúðunum. „Reglurnar eru þannig að það er ekkert áfengi í landsliðsferðum. Það er góð regla hjá okkur og hún hefur staðið. Hvað menn gera áður en þeir koma til landsliðsins stjórnum við ekki. Við getum ekki refsað leikmönnum fyrir hvað þeir gera áður en þeir koma til móts við landsliðið.“ Að sögn Heimis baðst Viðar Örn afsökunar á málinu.Agamál voru tíðLangt er síðan agavandamál komu upp í karlalandsliði Íslands en segja má að það hafi verið nokkuð reglulegt vandamál árin áður en Lars Lagerbäck tók við liðinu í október árið 2011. Mánuði fyrr hafði Veigar Páll Gunnarsson brotið eina af reglum landsliðsins með því að fá sér rauðvínsglas og tvo bjóra á hótelbar fyrir landsleik gegn Kýpur. Var Veigari vikið úr hópnum fyrir að brjóta reglurnar. Þá dró Lárus Orri Sigurðsson sig úr hópnum á sínum tíma fyrir brot á agareglum. Frægt er þegar Lars Lagerbäck sendi stórstjörnurnar Zlatan Ibrahimovic, Olof Mellberg og Christian Wilhelmsson heim úr landsliðsferð árið 2005 fyrir að vera of lengi úti í landsliðsverkefni í Svíþjóð. Um var að ræða þrjár af skærustu stjörnum liðsins. Fjölmiðlar komust á snoðir um málið og Lars sendi leikmennina þrjá heim, við misjafnar undirtektir. „Við urðum að taka þá ákvörðun að senda þá heim. Það var ekki auðvelt því tveir þeirra voru bestu leikmenn liðsins. Aðalástæðan fyrir því að þeir voru sendir heim var að þeir þurftu taka ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði Lars þegar hann var beðinn um að útskýra ákvörðun sína á aðalfundi Félags Atvinnurekenda fyrir tveimur árum. Lars var fenginn á fundinn sem sérfræðingur í því hvernig ætti að stýra hópi.Blaðamannafundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan.Uppfært Fyrirsögninni á fréttinni var breytt úr „Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu“ þar sem á henni mátti skilja að Viðar Örn hefði enn verið ölvaður þegar hann hitti félaga sína í landsliðinu. Það var ekki tilfellið. Beðist er velvirðingar á þessu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv, er í landsliðshópi Íslands sem mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 í Rússlandi í næstu viku. Viðar Örn hefur skorað 15 mörk í 24 leikjum fyrir ísraelska félagið og er klárlega heitasti framherji Íslands um þessar mundir. Selfyssingurinn var sömuleiðis í hópnum fyrir leikinn gegn Króatíu í Zagreb þann 12. nóvember síðastliðinn. Þar kom hann inn á sem varamaður stundarfjórðungi fyrir leikslok þrátt fyrir að hafa mætt ölvaður til móts við landsliðið á Ítalíu. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í það á blaðamannafundi KSÍ í dag hvaða skoðun hann hefði á því að leikmenn héldu til móts við landsliðið undir áhrifum áfengis. Heimir sagði það reglu hjá landsliðinu að áfengi væri ekki leyft í verkefnum landsliðsins. Þarna hefði umrætt atvik átt sér stað á leiðinni í verkefnið. Hann hefði þó rætt málið við Viðar Örn og séð á hans framkomu síðan að máli væri ekki til að hafa áhyggjur af.Hitti fyrir efnilega landsliðsmennUndir 17 ára landslið Íslands var í keppnisferð í Ísrael og voru staddir á flugvelli þar í landi þar sem hluti hópsins hitti Viðar Örn fyrir. Var öllum ljóst að framherjinn var undir töluverðum áhrifum áfengis og vakti það athygli landsliðsmanna framtíðarinnar. Í framhaldinu var Heimi Hallgrímssyni tilkynnt um málið. Landsliðshópurinn æfði í nokkra daga í Parma á Ítalíu áður en haldið var til Zagreb þar sem liðið mætti Króatíu. Heimir sagðist hafa rætt við Viðar Örn vegna málsins. „Auðvitað eru svona hlutir ræddir og þeir afgreiddir. Svona hlutir koma ekki fyrir aftur. Ég hef séð það á öllum hans aðgerðum eftir þetta að hann er í toppstandi núna og mun skila góðu verki með okkur,“ sagði Heimir. Hann var spurður að því hvort til greina hefði komið að refsa Viðari vegna málsins. „Hann flaug til Ítalíu daginn áður en landsliðið kom saman. Sumu ráðum við yfir en öðru ekki. Það eru skýrar reglur um það hvað við leyfum og hvað ekki.“Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson náðu svakalegum árangri með íslenska landsliðið. Mikill agi var á liðinu og reglurnar skýrar.vísir/afpHvað getum við gert? Hann segir að þetta sé á gráu svæði. „Hvað getum við gert við leikmenn sem eru ekki komnir í landsliðsverkefni? Við ráðum bara yfir leikmönnum sem eru í verkefni hjá okkur.“ Heimir var spurður út í reglur landsliðsins, hvort þar mætti neita áfengis eða menn mættu láta renna af sér í æfingabúðunum. „Reglurnar eru þannig að það er ekkert áfengi í landsliðsferðum. Það er góð regla hjá okkur og hún hefur staðið. Hvað menn gera áður en þeir koma til landsliðsins stjórnum við ekki. Við getum ekki refsað leikmönnum fyrir hvað þeir gera áður en þeir koma til móts við landsliðið.“ Að sögn Heimis baðst Viðar Örn afsökunar á málinu.Agamál voru tíðLangt er síðan agavandamál komu upp í karlalandsliði Íslands en segja má að það hafi verið nokkuð reglulegt vandamál árin áður en Lars Lagerbäck tók við liðinu í október árið 2011. Mánuði fyrr hafði Veigar Páll Gunnarsson brotið eina af reglum landsliðsins með því að fá sér rauðvínsglas og tvo bjóra á hótelbar fyrir landsleik gegn Kýpur. Var Veigari vikið úr hópnum fyrir að brjóta reglurnar. Þá dró Lárus Orri Sigurðsson sig úr hópnum á sínum tíma fyrir brot á agareglum. Frægt er þegar Lars Lagerbäck sendi stórstjörnurnar Zlatan Ibrahimovic, Olof Mellberg og Christian Wilhelmsson heim úr landsliðsferð árið 2005 fyrir að vera of lengi úti í landsliðsverkefni í Svíþjóð. Um var að ræða þrjár af skærustu stjörnum liðsins. Fjölmiðlar komust á snoðir um málið og Lars sendi leikmennina þrjá heim, við misjafnar undirtektir. „Við urðum að taka þá ákvörðun að senda þá heim. Það var ekki auðvelt því tveir þeirra voru bestu leikmenn liðsins. Aðalástæðan fyrir því að þeir voru sendir heim var að þeir þurftu taka ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði Lars þegar hann var beðinn um að útskýra ákvörðun sína á aðalfundi Félags Atvinnurekenda fyrir tveimur árum. Lars var fenginn á fundinn sem sérfræðingur í því hvernig ætti að stýra hópi.Blaðamannafundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan.Uppfært Fyrirsögninni á fréttinni var breytt úr „Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu“ þar sem á henni mátti skilja að Viðar Örn hefði enn verið ölvaður þegar hann hitti félaga sína í landsliðinu. Það var ekki tilfellið. Beðist er velvirðingar á þessu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira