Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2017 19:06 Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu eður ei. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess var yfirheyrður í síðasta sinn í dag. Játning liggur enn ekki fyrir í málinu.Fram kom í Fréttablaðinu í dag að rannsókn lögreglu hafi meðal annars beinst að því að reyna að varpa ljósi á það hvaða ásetningur lá að baki því að Birnu var ráðinn bani. Í tengslum við það var meðal annars rannsakað hvort að Birna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi eða tilraun til kynferðisofbeldis í rauðu Kia Rio-bifreiðinni áður en hún var myrt. Grímur vildi í samtali við Fréttablaðið ekkert gefa upp um það hvaða niðurstaða hefði fengist úr þeim hluta rannsóknarinnar. Annar skipverji, sem sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins í tvær vikur við upphaf rannsóknar þess, er enn með réttarstöðu sakbornings en hann er ekki grunaður um að hafa ráðið Birnu bana. Það kemur í hlut héraðssaksóknara að ákveða hvort hann verði ákærður fyrir aðild að hvarfi Birnu eða ekki. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita, átta dögum síðar, eða sunnudaginn 22. janúar. Hún var tvítug þegar hún lést. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur að ljúka Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lýkur í næstu viku eða byrjun þeirrar þar næstu að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2017 11:10 Mál Birnu til héraðssaksóknara á föstudag Rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur er á lokametrunum. 15. mars 2017 14:19 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu eður ei. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess var yfirheyrður í síðasta sinn í dag. Játning liggur enn ekki fyrir í málinu.Fram kom í Fréttablaðinu í dag að rannsókn lögreglu hafi meðal annars beinst að því að reyna að varpa ljósi á það hvaða ásetningur lá að baki því að Birnu var ráðinn bani. Í tengslum við það var meðal annars rannsakað hvort að Birna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi eða tilraun til kynferðisofbeldis í rauðu Kia Rio-bifreiðinni áður en hún var myrt. Grímur vildi í samtali við Fréttablaðið ekkert gefa upp um það hvaða niðurstaða hefði fengist úr þeim hluta rannsóknarinnar. Annar skipverji, sem sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins í tvær vikur við upphaf rannsóknar þess, er enn með réttarstöðu sakbornings en hann er ekki grunaður um að hafa ráðið Birnu bana. Það kemur í hlut héraðssaksóknara að ákveða hvort hann verði ákærður fyrir aðild að hvarfi Birnu eða ekki. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita, átta dögum síðar, eða sunnudaginn 22. janúar. Hún var tvítug þegar hún lést.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur að ljúka Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lýkur í næstu viku eða byrjun þeirrar þar næstu að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2017 11:10 Mál Birnu til héraðssaksóknara á föstudag Rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur er á lokametrunum. 15. mars 2017 14:19 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00
Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur að ljúka Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lýkur í næstu viku eða byrjun þeirrar þar næstu að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2017 11:10
Mál Birnu til héraðssaksóknara á föstudag Rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur er á lokametrunum. 15. mars 2017 14:19