Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 29-29 | Jafnt í hörkuleik á Hlíðarenda Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshúsinu skrifar 15. mars 2017 22:15 Anton Rúnarsson sækir að marki Hauka. vísir/ernir Valur og Haukar skildu jöfn 29-29 í 23. umferð Ólís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 15-14 yfir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Haukar byrjuðu leikinn þó betur og komust þremur mörkum yfir þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum en Valur vann þann mun fljótt upp og var spennan mikil allt til enda. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald þegar rúmlega 12 mínútur voru til hálfleiks fyrir brot á Ivan Ivokovic og virtist það aðeins trufla Val í einni sókn áður en liðið náði áttum á ný. Valsmenn léku ákveðna vörn þar sem leikmenn keyrðu út í skyttur Hauka. Þegar Haukar leystu það fékk liðið jafnan dauðafæri en Siguður Ingiberg Ólafsson markvörður Vals varði ófá slík í leiknum og tryggði liði sínu í raun stigið í kvöld. Valur hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn en stigið heldur liðinu enn í öruggri fjarlægð frá fallsæti þó liðið megi ekki tapa mörgum af leikjunum fjórum sem það á eftir í deildarkeppninni í vetur. Haukar geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin betur í kvöld en liðið er enn með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Bæði lið fengu tækifæri til að skora sigurmark á síðustu mínútu leiksins en Valur náði ekki skoti á mark í sinni síðustu sókn og Sigurður Ingiberg varði síðasta skot leiksins á síðustu sekúndunni. Anton: Fannst við eiga að fá tvö stig„Mér finnst þetta vera tapað stig. Mér fannst við ívið sterkari,“ sagði Anton Rúnarsson leikstjórnandi Vals. „Auðvitað var þetta jafn leikur en mér fannst við eiga að fá tvö stig í kvöld.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson lék allan leikinn í marki Vals og varði mjög vel en Hlynur Morthens, markvörðurinn gamalreyndi, er meiddur. „Hann var frábær. Varnarleikurinn var flottur og sóknarleikurinn var fínn á köflum. Mér fannst við spila vel í kvöld,“ sagði Anton. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik en Anton segist ekki hafa séð brotið vel. „Ég sá það ekki nógu vel en mér skilst hann hafa ýtt í hann. Dómararnir voru alveg ákveðnir í því að þetta væri rautt spjald og blátt spjald og ég veit ekki hvað og hvað. „Ég veit ekki hvað okkur vantar marka leikmenn. Það virðast alltaf einhverjir dúkka upp í liðinu. Við erum með fína breidd og þurfum að spila á þessum mannskap sem við höfum. Það kom maður í manns stað í þessum leik,“ sagði Anton. Valur hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og þurfti því sárlega á stiginu að halda. „Ég tek þetta á mig í lokin. Ég á að gera betur í þessari stöðu og við hefðum getað tekið tvö stig en eitt er betra en ekki neitt.“ Gunnar: Vantaði gæði í skotin hjá mínum mönnum„Þetta var sennilega okkar besti sóknarleikur eftir áramót og það er sorglegt að fá ekki tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir leikinn í kvöld. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við útfæra sóknarleikinn vel. Þeir koma framarlega og við vorum með svör við því. „Mér fannst vanta gæði í skotin hjá mínum mönnum. Það var illa slúttað á fyrsta tempói í x-ið á honum. Það þarf að klára þessi færi til að fá tvö stig,“ sagði Gunnar. Haukar áttu að sama skapi á löngum köflum í vandræðum með að stöðva sóknaraðgerðir Vals. „Ég er heldur ekki ánægður með vörnina, sérstaklega 6-0 vörnina í fyrri hálfleik. Við vorum of passívir og náum ekki að klukka þá. Við vorum skrefinu á eftir. Það er ákveðin vonbrigði miðað við vinnuna sem við lögðum í varnarleikinn fyrir þennan leik. Það skilaði sér ekki. „Maður er svekktur að fá bara eitt stig en ég er mest svekktur yfir frammistöðunni. Að við skildum ekki leika betur. Bæði í vörn og í færanýtingunni. Það er áhyggjuefni,“ sagði Gunnar. Haukar eru með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar liðið á fjóra leiki eftir í deildarkeppninni. „Það eru sveiflur í þessu en ég er fyrst og fremst að einbeita mér að okkar leik. Við þurfum að bæta hann fyrir úrslitakeppnina. Eins og við erum að spila í dag dugar ekki og við vitum það. „Við þurfum að leggja hart að okkur á næstu vikum til að koma okkur á hærra plan. Annars verður þetta stutt úrslitakeppni hjá okkur,“ sagði Gunnar Magnússon. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Valur og Haukar skildu jöfn 29-29 í 23. umferð Ólís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 15-14 yfir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Haukar byrjuðu leikinn þó betur og komust þremur mörkum yfir þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum en Valur vann þann mun fljótt upp og var spennan mikil allt til enda. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald þegar rúmlega 12 mínútur voru til hálfleiks fyrir brot á Ivan Ivokovic og virtist það aðeins trufla Val í einni sókn áður en liðið náði áttum á ný. Valsmenn léku ákveðna vörn þar sem leikmenn keyrðu út í skyttur Hauka. Þegar Haukar leystu það fékk liðið jafnan dauðafæri en Siguður Ingiberg Ólafsson markvörður Vals varði ófá slík í leiknum og tryggði liði sínu í raun stigið í kvöld. Valur hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn en stigið heldur liðinu enn í öruggri fjarlægð frá fallsæti þó liðið megi ekki tapa mörgum af leikjunum fjórum sem það á eftir í deildarkeppninni í vetur. Haukar geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin betur í kvöld en liðið er enn með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Bæði lið fengu tækifæri til að skora sigurmark á síðustu mínútu leiksins en Valur náði ekki skoti á mark í sinni síðustu sókn og Sigurður Ingiberg varði síðasta skot leiksins á síðustu sekúndunni. Anton: Fannst við eiga að fá tvö stig„Mér finnst þetta vera tapað stig. Mér fannst við ívið sterkari,“ sagði Anton Rúnarsson leikstjórnandi Vals. „Auðvitað var þetta jafn leikur en mér fannst við eiga að fá tvö stig í kvöld.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson lék allan leikinn í marki Vals og varði mjög vel en Hlynur Morthens, markvörðurinn gamalreyndi, er meiddur. „Hann var frábær. Varnarleikurinn var flottur og sóknarleikurinn var fínn á köflum. Mér fannst við spila vel í kvöld,“ sagði Anton. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik en Anton segist ekki hafa séð brotið vel. „Ég sá það ekki nógu vel en mér skilst hann hafa ýtt í hann. Dómararnir voru alveg ákveðnir í því að þetta væri rautt spjald og blátt spjald og ég veit ekki hvað og hvað. „Ég veit ekki hvað okkur vantar marka leikmenn. Það virðast alltaf einhverjir dúkka upp í liðinu. Við erum með fína breidd og þurfum að spila á þessum mannskap sem við höfum. Það kom maður í manns stað í þessum leik,“ sagði Anton. Valur hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og þurfti því sárlega á stiginu að halda. „Ég tek þetta á mig í lokin. Ég á að gera betur í þessari stöðu og við hefðum getað tekið tvö stig en eitt er betra en ekki neitt.“ Gunnar: Vantaði gæði í skotin hjá mínum mönnum„Þetta var sennilega okkar besti sóknarleikur eftir áramót og það er sorglegt að fá ekki tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir leikinn í kvöld. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við útfæra sóknarleikinn vel. Þeir koma framarlega og við vorum með svör við því. „Mér fannst vanta gæði í skotin hjá mínum mönnum. Það var illa slúttað á fyrsta tempói í x-ið á honum. Það þarf að klára þessi færi til að fá tvö stig,“ sagði Gunnar. Haukar áttu að sama skapi á löngum köflum í vandræðum með að stöðva sóknaraðgerðir Vals. „Ég er heldur ekki ánægður með vörnina, sérstaklega 6-0 vörnina í fyrri hálfleik. Við vorum of passívir og náum ekki að klukka þá. Við vorum skrefinu á eftir. Það er ákveðin vonbrigði miðað við vinnuna sem við lögðum í varnarleikinn fyrir þennan leik. Það skilaði sér ekki. „Maður er svekktur að fá bara eitt stig en ég er mest svekktur yfir frammistöðunni. Að við skildum ekki leika betur. Bæði í vörn og í færanýtingunni. Það er áhyggjuefni,“ sagði Gunnar. Haukar eru með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar liðið á fjóra leiki eftir í deildarkeppninni. „Það eru sveiflur í þessu en ég er fyrst og fremst að einbeita mér að okkar leik. Við þurfum að bæta hann fyrir úrslitakeppnina. Eins og við erum að spila í dag dugar ekki og við vitum það. „Við þurfum að leggja hart að okkur á næstu vikum til að koma okkur á hærra plan. Annars verður þetta stutt úrslitakeppni hjá okkur,“ sagði Gunnar Magnússon.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira