370 dauðsföll af völdum reykinga árið 2015 Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2017 20:00 Málþingið Hættu nú alveg var haldið í dag þar sem fjallað var um tóbaksvarnir en um tólf prósent Íslendinga reykja. Á málþinginu voru fyrstu niðurstöður könnunar sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði á kostnaði þjóðfélagsins af reykingum kynntar en tölurnar eiga við um árið 2015. 370 dauðsföll má rekja til reykinga en það eru sautján prósent af öllum dauðsföllum á árinu. Þar af voru 189 virkir reykingamenn, 166 fyrrverandi reykingamenn og fimmtán vegna óbeinna reykinga. Kransæðasjúkdómar, illkynja æxli í öndunarfærum og langvinn lungnaþemba eru helstu dánarorsakir. Mesti kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga kemur til vegna sjúkdóma og heilsubrests eða átta til tíu milljarðar á árinu. Kostnaður við forvarnarstörf er 106 milljónir og kostnaður við eldsvoða, sem voru tíu tengdir reykingum, er tuttugu til þrjátíu milljónir. Kostnaður sem kemur til vegna reykingapása og veikindaleyfa reykingafólks er 5,8 milljarðar. Samtals er kostnaður vegna reykinga 17,8 milljarðar á árinu 2015. Það er 0,8 prósent af landsframleiðslu eða 54. 170 krónur á íbúa. Ef bætt er við töpuðum ávinningi þjóðfélagsins vegna dauða og örorku reykingafólks er kostnaður þjóðfélagsins 85,8 milljarðar. Þess má geta að tekjur ÁTVR af tóbakssölu árið 2015 voru 9,5 milljarðar króna. Af Evrópulöndunum reykja fæstir í Svíþjóð en næstfæstir á Íslandi. Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, segir árangurinn góðan en á meðan einhver reyki, sem stytti ævi og lífsskilyrði, sé enn þörf á fræðslunni. Einnig séu nýjar áskoranir sem tengist munntóbaksnotkun og rafsígarettum, sem hún segir vera tískubylgju meðal ungmenna sem aldrei hafa þó reykt sígarettur. „Árið 2015 hafði fimmtungur barna í 10. bekk prófað rafrettur en fjórðungur hafði prófað þær árið 2016. Eftir sem þau verða eldri þá hækkar hlutfallið," segir Lára, en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri hafa prófað rafrettur. „En eingöngu fimm prósent fullorðinna," bætir Lára við. Rafrettur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Málþingið Hættu nú alveg var haldið í dag þar sem fjallað var um tóbaksvarnir en um tólf prósent Íslendinga reykja. Á málþinginu voru fyrstu niðurstöður könnunar sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði á kostnaði þjóðfélagsins af reykingum kynntar en tölurnar eiga við um árið 2015. 370 dauðsföll má rekja til reykinga en það eru sautján prósent af öllum dauðsföllum á árinu. Þar af voru 189 virkir reykingamenn, 166 fyrrverandi reykingamenn og fimmtán vegna óbeinna reykinga. Kransæðasjúkdómar, illkynja æxli í öndunarfærum og langvinn lungnaþemba eru helstu dánarorsakir. Mesti kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga kemur til vegna sjúkdóma og heilsubrests eða átta til tíu milljarðar á árinu. Kostnaður við forvarnarstörf er 106 milljónir og kostnaður við eldsvoða, sem voru tíu tengdir reykingum, er tuttugu til þrjátíu milljónir. Kostnaður sem kemur til vegna reykingapása og veikindaleyfa reykingafólks er 5,8 milljarðar. Samtals er kostnaður vegna reykinga 17,8 milljarðar á árinu 2015. Það er 0,8 prósent af landsframleiðslu eða 54. 170 krónur á íbúa. Ef bætt er við töpuðum ávinningi þjóðfélagsins vegna dauða og örorku reykingafólks er kostnaður þjóðfélagsins 85,8 milljarðar. Þess má geta að tekjur ÁTVR af tóbakssölu árið 2015 voru 9,5 milljarðar króna. Af Evrópulöndunum reykja fæstir í Svíþjóð en næstfæstir á Íslandi. Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, segir árangurinn góðan en á meðan einhver reyki, sem stytti ævi og lífsskilyrði, sé enn þörf á fræðslunni. Einnig séu nýjar áskoranir sem tengist munntóbaksnotkun og rafsígarettum, sem hún segir vera tískubylgju meðal ungmenna sem aldrei hafa þó reykt sígarettur. „Árið 2015 hafði fimmtungur barna í 10. bekk prófað rafrettur en fjórðungur hafði prófað þær árið 2016. Eftir sem þau verða eldri þá hækkar hlutfallið," segir Lára, en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri hafa prófað rafrettur. „En eingöngu fimm prósent fullorðinna," bætir Lára við.
Rafrettur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira