Milos: Hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2017 18:30 Þrír nýir erlendir leikmenn voru kynntir til sögunnar hjá Víkingum í dag. Til stóð að kynna þann fjórða en sá leikmaður, 27 ára hollenskur framherji að nafni Romario, hætti hins vegar við á síðustu stundu - eftir að búið var að boða til blaðamannafundar og sá hollenski kominn til landsins. Eftir standa því fimm erlendir leikmenn í herbúðum Víkinga. Auk Alan Lowing og Vladimir Tufegdzic verða þeir Geoffrey Castillion, hollenskur sóknarmaður, Milos Ozegovic, serbneskur miðjumaður og Muhammed Mert, belgískur sóknartengiliður, á mála hjá Víkingum í sumar. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, vonast til að með því hafi hann náð að fylla í þau skörð sem leikmenn sem fóru frá liðinu í haust skildu eftir sig. „Mér finnst hópurinn hjá okkur líta mjög vel út í dag miðað við hvernig þetta leit út fyrir áramót,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Reykjavíkur Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar, í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamann 365. „Þessir nýju leikmenn eru allir, fyrir utan Geoffrey, búnir að vera hérna lengra en í mánuð. Þeir eru allir að finna sig vel innan hópsins og eru að koma vel út líkamlega. Geoffrey er ekki búinn að æfa síðan í desember þannig að það er lengra í hann,“ sagði Milos. „Geoffrey kemur frá sömu akademíu og Óttar Magnús (Karlsson) og eins og hann þá er þetta hávaxinn strákur sem kann að spila fótbolta. Hann er á svipuðum stað og Óttar var á sama tíma í fyrr en þær að læra að vinna á þessu tempói og læra inn á hvernig fótbolti er spilaður hér á Íslandi,“ sagði Milos. „Ég vil alltaf hafa heimamenn og það er missir í þessum leikmönnum sem við misstum. Svona er þetta en við þurfum að sækja leikmenn í staðinn,“ sagði Milos. Hann lokar ekki á það að styrkja Víkingsliðið enn frekar á síðustu vikunum fyrir Íslandsmótið. „Já og nei. Það er alltaf möguleiki, ef eitthvað mjög spennandi poppar upp, að skoða það að taka inn leikmann en helst vildi ég vera kominn með lokahóp fyrir 20. mars. Ég hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint,“ sagði Milos en það má heyra allt viðtal Eiríks Stefán Ásgeirssonar í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Þrír nýir erlendir leikmenn voru kynntir til sögunnar hjá Víkingum í dag. Til stóð að kynna þann fjórða en sá leikmaður, 27 ára hollenskur framherji að nafni Romario, hætti hins vegar við á síðustu stundu - eftir að búið var að boða til blaðamannafundar og sá hollenski kominn til landsins. Eftir standa því fimm erlendir leikmenn í herbúðum Víkinga. Auk Alan Lowing og Vladimir Tufegdzic verða þeir Geoffrey Castillion, hollenskur sóknarmaður, Milos Ozegovic, serbneskur miðjumaður og Muhammed Mert, belgískur sóknartengiliður, á mála hjá Víkingum í sumar. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, vonast til að með því hafi hann náð að fylla í þau skörð sem leikmenn sem fóru frá liðinu í haust skildu eftir sig. „Mér finnst hópurinn hjá okkur líta mjög vel út í dag miðað við hvernig þetta leit út fyrir áramót,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Reykjavíkur Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar, í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamann 365. „Þessir nýju leikmenn eru allir, fyrir utan Geoffrey, búnir að vera hérna lengra en í mánuð. Þeir eru allir að finna sig vel innan hópsins og eru að koma vel út líkamlega. Geoffrey er ekki búinn að æfa síðan í desember þannig að það er lengra í hann,“ sagði Milos. „Geoffrey kemur frá sömu akademíu og Óttar Magnús (Karlsson) og eins og hann þá er þetta hávaxinn strákur sem kann að spila fótbolta. Hann er á svipuðum stað og Óttar var á sama tíma í fyrr en þær að læra að vinna á þessu tempói og læra inn á hvernig fótbolti er spilaður hér á Íslandi,“ sagði Milos. „Ég vil alltaf hafa heimamenn og það er missir í þessum leikmönnum sem við misstum. Svona er þetta en við þurfum að sækja leikmenn í staðinn,“ sagði Milos. Hann lokar ekki á það að styrkja Víkingsliðið enn frekar á síðustu vikunum fyrir Íslandsmótið. „Já og nei. Það er alltaf möguleiki, ef eitthvað mjög spennandi poppar upp, að skoða það að taka inn leikmann en helst vildi ég vera kominn með lokahóp fyrir 20. mars. Ég hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint,“ sagði Milos en það má heyra allt viðtal Eiríks Stefán Ásgeirssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira