Urðu að aflýsa keppninni af því að hjólreiðafólkið fór að fjúka aftur á bak | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 07:00 Það var ekkert grín fyrir keppendur í Cape Town City Cycle Tour að komast áfram með hjólin sín. Vísir/EPA Það tókst ekki að krýna sigurvegara í heimsþekktri hjólreiðakeppni í Suður-Afríku um helgina og ástæðan var að keppendur voru hættir að komast eitthvað áfram vegna aðstæðnanna í Höfðaborg. Mótshaldarar tóku þá ákvörðun að flauta keppnina af þegar vindurinn var orðinn svo mikill að hjólreiðafólkið var hætt að komast áfram. Þeir hefðu kannski betur tekið þessa ákvörðun fyrr því án efa settu þeir keppendur í mikla hættu. Þetta var í fertugasta skiptið sem „Cape Town City Cycle Tour“ keppnin er haldin og mótshaldarar þrjóskuðust við að fresta keppninni þrátt fyrir slæma spá. „Cape Town City Cycle Tour“ er fjölmennasta einstaklingshjólreiðakeppni í heimi og það voru því margir erlendir hjólreiðakappar mættir til leiks í Höfðaborg. Alls ætluðu 35 þúsund hjólreiðakappar að taka þátt en aðeins 700 þeirra voru komnir af stað þegar ljóst var að keppnisaðstæðurnar voru orðnar stórhættulegar. Fyrstu menn voru ræstir hálf sjö um morguninn að staðartíma. Því var tekin sú ákvörðun að aflýsa keppninni og kannski sem betur fer. Forráðamenn „Cape Town City Cycle Tour“ keppninnar hafa í framhaldinu gefið það út að þeir eru núna alveg hættir við keppnina í ár og allir sem voru mættir til Höfðaborg komu því í fýluferð. Hjólreiðafólkið fær hvorki aðra keppni né þátttökugjöldin sín endurgreidd. Margir tóku upp vandræði hjólreiðamannanna og það leynir sér ekkert á þeim myndböndum, sem mörg hver má sjá hér fyrir neðan, að það var alvöru rok í Höfðaborginni þennan sunnudag. Watse wind? #capetowncycletour A post shared by ??? (@burgerstorm) on Mar 11, 2017 at 10:30pm PST Aðrar íþróttir Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Það tókst ekki að krýna sigurvegara í heimsþekktri hjólreiðakeppni í Suður-Afríku um helgina og ástæðan var að keppendur voru hættir að komast eitthvað áfram vegna aðstæðnanna í Höfðaborg. Mótshaldarar tóku þá ákvörðun að flauta keppnina af þegar vindurinn var orðinn svo mikill að hjólreiðafólkið var hætt að komast áfram. Þeir hefðu kannski betur tekið þessa ákvörðun fyrr því án efa settu þeir keppendur í mikla hættu. Þetta var í fertugasta skiptið sem „Cape Town City Cycle Tour“ keppnin er haldin og mótshaldarar þrjóskuðust við að fresta keppninni þrátt fyrir slæma spá. „Cape Town City Cycle Tour“ er fjölmennasta einstaklingshjólreiðakeppni í heimi og það voru því margir erlendir hjólreiðakappar mættir til leiks í Höfðaborg. Alls ætluðu 35 þúsund hjólreiðakappar að taka þátt en aðeins 700 þeirra voru komnir af stað þegar ljóst var að keppnisaðstæðurnar voru orðnar stórhættulegar. Fyrstu menn voru ræstir hálf sjö um morguninn að staðartíma. Því var tekin sú ákvörðun að aflýsa keppninni og kannski sem betur fer. Forráðamenn „Cape Town City Cycle Tour“ keppninnar hafa í framhaldinu gefið það út að þeir eru núna alveg hættir við keppnina í ár og allir sem voru mættir til Höfðaborg komu því í fýluferð. Hjólreiðafólkið fær hvorki aðra keppni né þátttökugjöldin sín endurgreidd. Margir tóku upp vandræði hjólreiðamannanna og það leynir sér ekkert á þeim myndböndum, sem mörg hver má sjá hér fyrir neðan, að það var alvöru rok í Höfðaborginni þennan sunnudag. Watse wind? #capetowncycletour A post shared by ??? (@burgerstorm) on Mar 11, 2017 at 10:30pm PST
Aðrar íþróttir Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira