Þvílíkur styrkur að klára þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2017 07:00 Aron Dagur Pálsson skoraði níu mörk þegar Grótta vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 27-29, á laugardaginn. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Gróttu í botnbaráttunni/baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en liðið er í 7. sæti Olís-deildar karla með 18 stig, einu stigi frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Haukar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu góðu forskoti. En þökk sé tveimur mörkum frá Aroni Degi undir lok fyrri hálfleiks var munurinn í hálfleik aðeins fjögur mörk, 18-14. Seltirningar sýndu svo mikinn styrk í seinni hálfleik og náðu að landa sigrinum. „Þeir náðu 6-7 marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik og þetta var orðið svart. En fjögur mörk í hálfleik var ekkert hræðilegt og við jöfnuðum eiginlega strax í seinni hálfleik. Síðan var þetta hörkuleikur allt til enda,“ sagði Aron Dagur sem hefur skorað 66 mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu. „Við höfum oft verið í jöfnum leikjum í vetur og tapað þeim. En við sýndum þvílíkan styrk að klára þetta. Varnarleikurinn var frábær í seinni hálfleik og markvarslan var góð allan leikinn. Síðan kláruðum við sóknirnar okkar miklu betur.“ Grótta byrjaði tímabilið af krafti og fékk sjö stig út úr fyrstu fjórum leikjunum. En átta af næstu 10 leikjum töpuðust og staðan var ekkert sérstaklega góð. Seltirningar hafa hins vegar verið á ágætis skriði eftir áramót; unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. „Það urðu miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili og við fengum nánast nýja útilínu fyrir utan mig. Ég held að menn hafi bara verið að læra hver á annan en núna er þetta allt vonandi að smella,“ sagði Aron Dagur. Að hans sögn var markmið Gróttu að vera á svipuðum stað og í fyrra en þá lenti liðið í 5. sæti Olís-deildarinnar. Aron Dagur er hluti af U-21 árs liði Íslands sem keppir á HM í Alsír í sumar. Miklar væntingar eru gerðar til strákanna en þessi sami hópur vann til bronsverðlauna á HM U-19 ára fyrir tveimur árum. Aron Dagur segir að íslenska liðið setji stefnuna á að vinna til verðlauna í sumar. „Þetta er stórt tækifæri fyrir alla sem eru í liðinu. Við ætlum að vinna til verðlauna og vonandi verður réttur litur á þeim. Það hentar okkur vel að vera með háleit markmið,“ sagði Aron Dagur. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Aron Dagur Pálsson skoraði níu mörk þegar Grótta vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 27-29, á laugardaginn. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Gróttu í botnbaráttunni/baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en liðið er í 7. sæti Olís-deildar karla með 18 stig, einu stigi frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Haukar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu góðu forskoti. En þökk sé tveimur mörkum frá Aroni Degi undir lok fyrri hálfleiks var munurinn í hálfleik aðeins fjögur mörk, 18-14. Seltirningar sýndu svo mikinn styrk í seinni hálfleik og náðu að landa sigrinum. „Þeir náðu 6-7 marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik og þetta var orðið svart. En fjögur mörk í hálfleik var ekkert hræðilegt og við jöfnuðum eiginlega strax í seinni hálfleik. Síðan var þetta hörkuleikur allt til enda,“ sagði Aron Dagur sem hefur skorað 66 mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu. „Við höfum oft verið í jöfnum leikjum í vetur og tapað þeim. En við sýndum þvílíkan styrk að klára þetta. Varnarleikurinn var frábær í seinni hálfleik og markvarslan var góð allan leikinn. Síðan kláruðum við sóknirnar okkar miklu betur.“ Grótta byrjaði tímabilið af krafti og fékk sjö stig út úr fyrstu fjórum leikjunum. En átta af næstu 10 leikjum töpuðust og staðan var ekkert sérstaklega góð. Seltirningar hafa hins vegar verið á ágætis skriði eftir áramót; unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. „Það urðu miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili og við fengum nánast nýja útilínu fyrir utan mig. Ég held að menn hafi bara verið að læra hver á annan en núna er þetta allt vonandi að smella,“ sagði Aron Dagur. Að hans sögn var markmið Gróttu að vera á svipuðum stað og í fyrra en þá lenti liðið í 5. sæti Olís-deildarinnar. Aron Dagur er hluti af U-21 árs liði Íslands sem keppir á HM í Alsír í sumar. Miklar væntingar eru gerðar til strákanna en þessi sami hópur vann til bronsverðlauna á HM U-19 ára fyrir tveimur árum. Aron Dagur segir að íslenska liðið setji stefnuna á að vinna til verðlauna í sumar. „Þetta er stórt tækifæri fyrir alla sem eru í liðinu. Við ætlum að vinna til verðlauna og vonandi verður réttur litur á þeim. Það hentar okkur vel að vera með háleit markmið,“ sagði Aron Dagur.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira