Hafa klifið Everest og K2 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2017 17:45 Gerlinde Kaltenbrunner við klifur á K2. Skjáskot úr heimildarmynd Hann hefur komist upp á topp Everest og hún hefur ná tindi K2 fjallsins og eiga það sameiginlegt að hafa gert það fyrst manna og kvenna án viðbótarsúrefnis. Fjallgöngufólkið heldur fyrirlestur á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni. Ferðafélag Íslands fagnar á þessu ári níutíu ára afmæli en þau eru sein stærstu félaga samtök landsins með hátt í tíu þúsund meðlimi. Í kvöld klukkan átta verður Háfjallakvöld haldið á vegum samtakanna í Eldborgarsal Hörpunnar og að því tilefni eru staddir hér á landi tveir fjallgöngumenn sem bæði hafa klifið ein mest krefjandi fjöll í heimi. Peter Habeler komst á topp Everest 8. maí 1978 á viðbótarsúrefnis fyrstur manna. „Það er langt síðan. Þetta var 1978. Minningarnar eru góðar því við lifðum þetta af og við notuðum ekki súrefni. Ég kleif þessa tinda með eins einfaldri aðferð og hægt var. Afrekið var geysimikið,“ sagði Peter í dag. Auk Everest heftur Peter klifið mörg af hæstu fjöllum jarðar og flesta af erfiðustu tindum og klettaveggi Alpafjalla og þrátt fyrir að vera kominn mitt á áttræðisaldur er hann enn á fullu í krefjandi fjallgöngum og fjallaskíðaferðum víða um heim. Hann hefur mikið dálæti á Íslenskum fjöllum. Gerlinde Kaltenbrunner er einn þekktasta fjallgöngukona heims en árið 2011 náði hún tindi K2-fjallsins í Kína, næst hæsta fjalli í heimi, eftir sjö tilraunir. „Frá upphafi átti ég mér þann draum að ef ég öðlaðist nægan styrk langaði mig til að klífa þetta fallega fjall. Fyrsta tilraunin var 2007 og þær urðu tvær þetta ár. Þetta tókst samt ekki því það var of illviðrasamt og snjóflóðahættan var mikil. Eftir sjöttu tilraunina varð mikið persónulegt og tilfinningalegt bakslag hjá mér. Ég var ekki viss um að ég myndi reyna aftur. En sem betur fór tókst mér að ná á tind K2 með teymi mínu,“ sagði Gerlinde í dag. Eftir að hafa náð þessu takmarki varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla 14 hæstu tindi veraldar án viðbótarsúrefnis. Peter og Gerlinda koma til með að halda fyrirlestur á Háfjallakvöldinu í Hörpu í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni bæði eiga þau þó eftir að klífa fjöll á Íslandi „Því miður á ég það eftir. Mér þykir það leitt og ég skammast mín. Ég ætla að breyta því eins fljótt og auðið er, sagði Peter. Hægt er að nálgast miða á viðburðinn á harpa.is. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Hann hefur komist upp á topp Everest og hún hefur ná tindi K2 fjallsins og eiga það sameiginlegt að hafa gert það fyrst manna og kvenna án viðbótarsúrefnis. Fjallgöngufólkið heldur fyrirlestur á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni. Ferðafélag Íslands fagnar á þessu ári níutíu ára afmæli en þau eru sein stærstu félaga samtök landsins með hátt í tíu þúsund meðlimi. Í kvöld klukkan átta verður Háfjallakvöld haldið á vegum samtakanna í Eldborgarsal Hörpunnar og að því tilefni eru staddir hér á landi tveir fjallgöngumenn sem bæði hafa klifið ein mest krefjandi fjöll í heimi. Peter Habeler komst á topp Everest 8. maí 1978 á viðbótarsúrefnis fyrstur manna. „Það er langt síðan. Þetta var 1978. Minningarnar eru góðar því við lifðum þetta af og við notuðum ekki súrefni. Ég kleif þessa tinda með eins einfaldri aðferð og hægt var. Afrekið var geysimikið,“ sagði Peter í dag. Auk Everest heftur Peter klifið mörg af hæstu fjöllum jarðar og flesta af erfiðustu tindum og klettaveggi Alpafjalla og þrátt fyrir að vera kominn mitt á áttræðisaldur er hann enn á fullu í krefjandi fjallgöngum og fjallaskíðaferðum víða um heim. Hann hefur mikið dálæti á Íslenskum fjöllum. Gerlinde Kaltenbrunner er einn þekktasta fjallgöngukona heims en árið 2011 náði hún tindi K2-fjallsins í Kína, næst hæsta fjalli í heimi, eftir sjö tilraunir. „Frá upphafi átti ég mér þann draum að ef ég öðlaðist nægan styrk langaði mig til að klífa þetta fallega fjall. Fyrsta tilraunin var 2007 og þær urðu tvær þetta ár. Þetta tókst samt ekki því það var of illviðrasamt og snjóflóðahættan var mikil. Eftir sjöttu tilraunina varð mikið persónulegt og tilfinningalegt bakslag hjá mér. Ég var ekki viss um að ég myndi reyna aftur. En sem betur fór tókst mér að ná á tind K2 með teymi mínu,“ sagði Gerlinde í dag. Eftir að hafa náð þessu takmarki varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla 14 hæstu tindi veraldar án viðbótarsúrefnis. Peter og Gerlinda koma til með að halda fyrirlestur á Háfjallakvöldinu í Hörpu í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni bæði eiga þau þó eftir að klífa fjöll á Íslandi „Því miður á ég það eftir. Mér þykir það leitt og ég skammast mín. Ég ætla að breyta því eins fljótt og auðið er, sagði Peter. Hægt er að nálgast miða á viðburðinn á harpa.is. Aðgangseyrir er 1000 krónur.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira