Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2017 12:30 Ferðamenn komust ekki lengra en að borðanum við Silfru í gær. Vísir/Jóhann K. Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. Fyrirtækin níu sem bjóða upp á köfun í Silfru gangast undir hertari reglur um starfsemi á svæðinu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og níu aðilar í ferðaþjónustu sem bjóða upp á köfun í Silfru, hittust á fundi í Umhverfisráðuneytinu klukkan 11 í morgun þar sem hertari fyrirmæli vegna köfunar í gjánni voru rædd, en sömu aðilar funduðu í gær eftir að Silfru var lokað eftir banaslys þar á föstudag. Á fundinum í gær lagði þjóðgarðsvörður fyrir hertari reglur í sex liðum sem eru íþyngjandi fyrir fyrirtækin sem á svæðinu starfa. Meðal þess sem farið er fram á í nýju reglunum er að ferðamönnum sem kafa í gjánni verði fækkað á hvern leiðsögumann, eftirlit með andlegum og líkamlegum burðum ferðamanna sem ætla að kafa verði hert, aðgangsstýring og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Þá er einnig gert krafa um að kafarar hafi reynslu af notkun þurrbúninga. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum sagði að öll fyrirtækin hafi tekið vel í hertari reglur á svæðinu.Silfra hefur verið lokað frá því í gær.Vísir/Jóhann K.Verður Silfra opnuð á morgun?„Ég geri ráð fyrir því, það er ekki endanlega ljóst en fundinum miðar vel. Það er eitt minnihátar atriði sem er verið að ræða en að öðru leyti sýnist mér að þetta náist,“ segir Ólafur Örn.Eru ferðaþjónustufyrirtækin tilbúin til þess að beygja sig undir þær reglur sem þið hafið sett?„Ég vil ekki endilega nota orðið að beygja sig. Þau hafa að undanförnum mánuðum verið að styrkja öryggiskröfur sínar og þeir líta á þetta sem viðfangsefni sitt þannig að mér sýnist að það sé einhugur og meining allra þó að það þurfi að ræða einhversskonar smávægileg útfærsluatriði,“segir Ólafur Örn.Hvernig verður fylgst með að fyrirtækin fari eftir þessum reglum?„Við munum koma þarna upp eftirlitskerfi þar sem verður litið eftir þessu, kannski ekki á hverjum degi en með tilviljunakenndum hætti.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. Fyrirtækin níu sem bjóða upp á köfun í Silfru gangast undir hertari reglur um starfsemi á svæðinu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og níu aðilar í ferðaþjónustu sem bjóða upp á köfun í Silfru, hittust á fundi í Umhverfisráðuneytinu klukkan 11 í morgun þar sem hertari fyrirmæli vegna köfunar í gjánni voru rædd, en sömu aðilar funduðu í gær eftir að Silfru var lokað eftir banaslys þar á föstudag. Á fundinum í gær lagði þjóðgarðsvörður fyrir hertari reglur í sex liðum sem eru íþyngjandi fyrir fyrirtækin sem á svæðinu starfa. Meðal þess sem farið er fram á í nýju reglunum er að ferðamönnum sem kafa í gjánni verði fækkað á hvern leiðsögumann, eftirlit með andlegum og líkamlegum burðum ferðamanna sem ætla að kafa verði hert, aðgangsstýring og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Þá er einnig gert krafa um að kafarar hafi reynslu af notkun þurrbúninga. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum sagði að öll fyrirtækin hafi tekið vel í hertari reglur á svæðinu.Silfra hefur verið lokað frá því í gær.Vísir/Jóhann K.Verður Silfra opnuð á morgun?„Ég geri ráð fyrir því, það er ekki endanlega ljóst en fundinum miðar vel. Það er eitt minnihátar atriði sem er verið að ræða en að öðru leyti sýnist mér að þetta náist,“ segir Ólafur Örn.Eru ferðaþjónustufyrirtækin tilbúin til þess að beygja sig undir þær reglur sem þið hafið sett?„Ég vil ekki endilega nota orðið að beygja sig. Þau hafa að undanförnum mánuðum verið að styrkja öryggiskröfur sínar og þeir líta á þetta sem viðfangsefni sitt þannig að mér sýnist að það sé einhugur og meining allra þó að það þurfi að ræða einhversskonar smávægileg útfærsluatriði,“segir Ólafur Örn.Hvernig verður fylgst með að fyrirtækin fari eftir þessum reglum?„Við munum koma þarna upp eftirlitskerfi þar sem verður litið eftir þessu, kannski ekki á hverjum degi en með tilviljunakenndum hætti.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00
Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30