Flugdólgur í flugvél WOW air lét öllum illum látum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. mars 2017 09:00 Erfiðlega gekk að róa manninn niður og var því ákveðið að kalla til lögreglu. Lögregla kom um borð í vélina við lendingu á Keflavíkurflugvelli og handtók manninn. vísir/garðar k. Lögreglan á Suðurnesjum handtók á þriðjudag farþega sem hafði látið illum látum um borð í vél WOW air frá Kaupmannahöfn. Maðurinn var drukkinn og hafði veist að öðrum farþega í vélinni. Farþegum hefur verið boðin áfallahjálp vegna málsins.Reiddist þegar honum var bannað að fara á klósettið Atvikið átti sér stað við lendingu þegar maðurinn, sem er íslenskur, hugðist fara á salernið. Salernisferðir eru hins vegar óheimilar við lendingu og bað flugliði því manninn um að bíða um stund. Maðurinn brást ókvæða við og hóf að öskra á flugþjóninn, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að róa manninn niður. Maðurinn fór þá að áreita aðra farþega vélarinnar. Hrópaði hann meðal annars ókvæðisorðum að erlendum karlmanni sem sat í sætaröðinni fyrir framan, áður en hann stóð upp og veittist að manninum. Hinn farþegann sakaði ekki alvarlega, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Kominn á bannlista og farþegar fá áfallahjálp Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum sem beið vélarinnar við lendingu. Tveir lögreglumenn voru fengnir til þess að fara um borð í vélina og handtaka manninn. Hann fékk að sofa úr sér og hefur verið yfirheyrður. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hún staðfestir þó að maður hafi látið ófriðlega um borð í vélinni. Áhöfnin fylgi ákveðnum verkferlum þegar slík atvik eigi sér stað. Þá segir hún að þeim farþegum sem urðu fyrir áreiti hafi verið boðin áfallahjálp og segir manninn kominn á bannlista hjá WOW air. Að öðru leyti sé málið á forræði lögreglunnar á Suðurnesjum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók á þriðjudag farþega sem hafði látið illum látum um borð í vél WOW air frá Kaupmannahöfn. Maðurinn var drukkinn og hafði veist að öðrum farþega í vélinni. Farþegum hefur verið boðin áfallahjálp vegna málsins.Reiddist þegar honum var bannað að fara á klósettið Atvikið átti sér stað við lendingu þegar maðurinn, sem er íslenskur, hugðist fara á salernið. Salernisferðir eru hins vegar óheimilar við lendingu og bað flugliði því manninn um að bíða um stund. Maðurinn brást ókvæða við og hóf að öskra á flugþjóninn, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að róa manninn niður. Maðurinn fór þá að áreita aðra farþega vélarinnar. Hrópaði hann meðal annars ókvæðisorðum að erlendum karlmanni sem sat í sætaröðinni fyrir framan, áður en hann stóð upp og veittist að manninum. Hinn farþegann sakaði ekki alvarlega, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Kominn á bannlista og farþegar fá áfallahjálp Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum sem beið vélarinnar við lendingu. Tveir lögreglumenn voru fengnir til þess að fara um borð í vélina og handtaka manninn. Hann fékk að sofa úr sér og hefur verið yfirheyrður. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hún staðfestir þó að maður hafi látið ófriðlega um borð í vélinni. Áhöfnin fylgi ákveðnum verkferlum þegar slík atvik eigi sér stað. Þá segir hún að þeim farþegum sem urðu fyrir áreiti hafi verið boðin áfallahjálp og segir manninn kominn á bannlista hjá WOW air. Að öðru leyti sé málið á forræði lögreglunnar á Suðurnesjum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17