Hörður Björgvin: Ætlaði fyrst að setja boltann í markmannshornið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2017 22:53 Hörður Björgvin Magnússon var að vonum alsæll eftir að hafa tryggt Íslandi fyrsta sigurinn á Írlandi með sínu fyrsta landsliðsmarki. Hann skoraði þá með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu. „Það var mikill léttir að ná sínu fyrsta marki fyrir landsliðið. Ég vil hrósa liðsheildinni, þetta sýnir hversu sterkir við erum. Við missum sterka leikmenn en það komu aðrir sterkir menn inn. Spilamennskan var mjög góð,“ sagði Hörður Björgvin í samtali við Vísi í kvöld. Hann segist að hafa fengið það hlutverk að taka aukaspyrnurnar í leiknum í kvöld. „Það var ákveðið fyrir leik. Þeir vita að ég get alveg tekið aukaspyrnur og hef tekið fyrir mitt félagslið. Það var gott að sýna að ég er sá sem er á hælunum á Gylfa að taka þessar aukaspyrnur. Það var gaman að skora,“ sagði Hörður Björgvin sem sneri boltann skemmtilega yfir varnarvegg Íranna. „Ég var mjög heppinn. Spyrnan hefði ekki mátt vera lægri, þá hefði boltinn örugglega farið í öxlina á einhverjum í veggnum. Ég hitti á milli hausanna á þeim. Veggurinn var ekkert rosalega vel upp stilltur. Ég ætlaði að skjóta í markmannshornið en svo sá ég hvernig þeir stilltu upp veggnum og ákvað að setja boltann yfir hann.“ Hörður Björgvin kvaðst ánægður með varnarleik Íslendinga sem réði vel við allar sóknaraðgerðir Íranna. „Þeir lágu vel á okkur í seinni hálfleik og við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir inn í hann. Við náðum að drepa tempóið hjá þeim. Okkar verkefni var að stoppa fyrirgjafirnar og þeirra skyndisóknir. Mér fannst þeir ekki fá mörg færi. Varnarleikurinn var mjög sterkur,“ sagði Hörður Björgvin að lokum. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Landsliðsþjálfarinn var sáttur með frammistöðuna gegn Írlandi. 28. mars 2017 21:39 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon var að vonum alsæll eftir að hafa tryggt Íslandi fyrsta sigurinn á Írlandi með sínu fyrsta landsliðsmarki. Hann skoraði þá með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu. „Það var mikill léttir að ná sínu fyrsta marki fyrir landsliðið. Ég vil hrósa liðsheildinni, þetta sýnir hversu sterkir við erum. Við missum sterka leikmenn en það komu aðrir sterkir menn inn. Spilamennskan var mjög góð,“ sagði Hörður Björgvin í samtali við Vísi í kvöld. Hann segist að hafa fengið það hlutverk að taka aukaspyrnurnar í leiknum í kvöld. „Það var ákveðið fyrir leik. Þeir vita að ég get alveg tekið aukaspyrnur og hef tekið fyrir mitt félagslið. Það var gott að sýna að ég er sá sem er á hælunum á Gylfa að taka þessar aukaspyrnur. Það var gaman að skora,“ sagði Hörður Björgvin sem sneri boltann skemmtilega yfir varnarvegg Íranna. „Ég var mjög heppinn. Spyrnan hefði ekki mátt vera lægri, þá hefði boltinn örugglega farið í öxlina á einhverjum í veggnum. Ég hitti á milli hausanna á þeim. Veggurinn var ekkert rosalega vel upp stilltur. Ég ætlaði að skjóta í markmannshornið en svo sá ég hvernig þeir stilltu upp veggnum og ákvað að setja boltann yfir hann.“ Hörður Björgvin kvaðst ánægður með varnarleik Íslendinga sem réði vel við allar sóknaraðgerðir Íranna. „Þeir lágu vel á okkur í seinni hálfleik og við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir inn í hann. Við náðum að drepa tempóið hjá þeim. Okkar verkefni var að stoppa fyrirgjafirnar og þeirra skyndisóknir. Mér fannst þeir ekki fá mörg færi. Varnarleikurinn var mjög sterkur,“ sagði Hörður Björgvin að lokum.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Landsliðsþjálfarinn var sáttur með frammistöðuna gegn Írlandi. 28. mars 2017 21:39 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30
Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Landsliðsþjálfarinn var sáttur með frammistöðuna gegn Írlandi. 28. mars 2017 21:39