Eigendur NFL-liða fá milljarða fyrir að "leyfa“ þremur liðum að flytja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2017 18:00 NFL-deildin býr til mikla peninga fyrir eigendur sína. Mynd/Samsett/Getty NFL-liðin San Diego Chargers, St. Louis Rams og Oakland Raiders heyra öll brátt sögunni til en þó aðeins af nafninu til. Þessi þrjú NFL-lið hafa öll flutt sig á milli borga eða eru að fata að flytja sig á milli borga í Bandaríkjunum. St. Louis Rams er þegar orðið að Los Angeles Rams, San Diego Chargers breytti líka um nafn og heimborg og heitir hér eftir Los Angeles Chargers. Það lítur síðan allt út fyrir að Oakland Raiders verði fyrr en varir orðið að Las Vegas Raiders. Oakland Raiders mun þó væntanlega halda sig í Kaliforníu á næsta tímabili. Það er ekki auðvelt fyrir borgir að fá NFL-lið og sumum hefur reynst um megn að halda NFL-liðum sínum. NFL-deildin setur miklar kröfur á félögin eins og að byggja nýja og glæsilega leikvanga. St. Louis og San Diego fengu ekki slíka fjárfestingu samþykkta og hafa því misst sín NFL-lið. Það er líka mjög kostnaðarsamt fyrir félögin að flytja liðin sín milli borga og þá erum við ekki að horfa á sjálfan flutningskostnaðinn. Eigendur hinna 29 félaganna í deildinni fá nefnilega alveg þokkalegar upphæðir í vasann fyrir að samþykkja slíka flutninga. Darren Rovell, blaðamaður ESPN sem einbeitir sér að viðskiptahluta íþróttanna, hefur heimildir fyrir því að eigendur liðanna muni fá hver um sig alls um 53 milljónir dollara í sinn hlut fyrir að stuðla að því að félögin megi spila á nýjum stað. 53 milljónir dollara eru meira en 5,8 milljarðar íslenskra króna. Það er því ekkert skrýtið að eigendurnir segi já þegar þeir eru spurðir um leyfi.$53 million: Approximate amount each NFL owner will make from Rams, Chargers & Raiders relocation fees.— Darren Rovell (@darrenrovell) March 27, 2017 NFL Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Sjá meira
NFL-liðin San Diego Chargers, St. Louis Rams og Oakland Raiders heyra öll brátt sögunni til en þó aðeins af nafninu til. Þessi þrjú NFL-lið hafa öll flutt sig á milli borga eða eru að fata að flytja sig á milli borga í Bandaríkjunum. St. Louis Rams er þegar orðið að Los Angeles Rams, San Diego Chargers breytti líka um nafn og heimborg og heitir hér eftir Los Angeles Chargers. Það lítur síðan allt út fyrir að Oakland Raiders verði fyrr en varir orðið að Las Vegas Raiders. Oakland Raiders mun þó væntanlega halda sig í Kaliforníu á næsta tímabili. Það er ekki auðvelt fyrir borgir að fá NFL-lið og sumum hefur reynst um megn að halda NFL-liðum sínum. NFL-deildin setur miklar kröfur á félögin eins og að byggja nýja og glæsilega leikvanga. St. Louis og San Diego fengu ekki slíka fjárfestingu samþykkta og hafa því misst sín NFL-lið. Það er líka mjög kostnaðarsamt fyrir félögin að flytja liðin sín milli borga og þá erum við ekki að horfa á sjálfan flutningskostnaðinn. Eigendur hinna 29 félaganna í deildinni fá nefnilega alveg þokkalegar upphæðir í vasann fyrir að samþykkja slíka flutninga. Darren Rovell, blaðamaður ESPN sem einbeitir sér að viðskiptahluta íþróttanna, hefur heimildir fyrir því að eigendur liðanna muni fá hver um sig alls um 53 milljónir dollara í sinn hlut fyrir að stuðla að því að félögin megi spila á nýjum stað. 53 milljónir dollara eru meira en 5,8 milljarðar íslenskra króna. Það er því ekkert skrýtið að eigendurnir segi já þegar þeir eru spurðir um leyfi.$53 million: Approximate amount each NFL owner will make from Rams, Chargers & Raiders relocation fees.— Darren Rovell (@darrenrovell) March 27, 2017
NFL Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Sjá meira