„Hættulegt“ að þvinga lífeyrissjóðina út Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2017 14:18 Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Valli/Eyþór Þau Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða mættu í Víglínuna og ræddu stöðu lífeyrissjóða. Þá sérstaklega með tilliti til gjaldeyrishafta og til stærðar sjóðanna í íslensku atvinnulífi. Óli Björn var með sérstaka umræðu um lífeyrissjóðina á þinginu í vikunni, en hann segir það skipta Íslendinga verulega miklu máli að þeim takist vel til. Honum finnst lífeyrissjóðirnir vera orðnir of stórir í atvinnulífinu. „Það er varla til sú hugmynd í fjárfestingarverkefnum, öðruvísi en að það sé bent á lífeyrissjóðina. Það skiptir ekki máli hvort að það eru bankar til sölu, eða fara eigi í innviðafjárfestingu eða hvað sem er. Það endar allt á lífeyrissjóðunum vegna þess að það er auðvitað þar sem að mestu fjármunirnir eru til staðar.“ Hann telur það óheppilegt að lífeyrissjóðirnir séu jafn umfangsmiklir í íslensku atvinnulífi eins og þeir eru. Skýringin á því sé að þeir hafi ekki haft marga möguleika til að ávaxta peninga sína vegna fjármagnshöftunum. Óli Björn vill sjá lífeyrissjóðina taka ákveðin skref í fjárfestingum erlendis. Þórey segir sjóðina vera stóra og öfluga og að Íslendingar geti verið stoltir af kerfinu. Hún segir það það að umræða og umgjörð í kringum kerfið sé góð og vönduð skipta mjög miklu máli. Hún þurfi einnig að vera yfirveguð. Hagsmunir þjóðfélagsins og lífeyrissjóðanna fari svolítið saman. „Lífeyrissjóðirnir voru náttúrulega búnir að vera lengi í höftum. Það er gríðarlega mikilvægt til lengri tíma litið að sjóðir dreifi ávöxtun og að fara út með fjármagn í því fellst áhættudreifing. Sjóðirnir voru mjög heftir á Íslandi og þurftu eingöngu að fjárfesta hér og leita eftir fjárfestarkostum,“ sagði Þórey. Hún segist telja hættulegt að þrýsta á lífeyrissjóðina til að fjárfesta meira erlendis. Hagsmunir lífeyrissjóðina og almennings felist í stöðugleika. Víglínuna má sjá hér að neðan, en Óli og Þórey eru fyrstu gestir Heimis Más Péturssonar. Víglínan Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þau Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða mættu í Víglínuna og ræddu stöðu lífeyrissjóða. Þá sérstaklega með tilliti til gjaldeyrishafta og til stærðar sjóðanna í íslensku atvinnulífi. Óli Björn var með sérstaka umræðu um lífeyrissjóðina á þinginu í vikunni, en hann segir það skipta Íslendinga verulega miklu máli að þeim takist vel til. Honum finnst lífeyrissjóðirnir vera orðnir of stórir í atvinnulífinu. „Það er varla til sú hugmynd í fjárfestingarverkefnum, öðruvísi en að það sé bent á lífeyrissjóðina. Það skiptir ekki máli hvort að það eru bankar til sölu, eða fara eigi í innviðafjárfestingu eða hvað sem er. Það endar allt á lífeyrissjóðunum vegna þess að það er auðvitað þar sem að mestu fjármunirnir eru til staðar.“ Hann telur það óheppilegt að lífeyrissjóðirnir séu jafn umfangsmiklir í íslensku atvinnulífi eins og þeir eru. Skýringin á því sé að þeir hafi ekki haft marga möguleika til að ávaxta peninga sína vegna fjármagnshöftunum. Óli Björn vill sjá lífeyrissjóðina taka ákveðin skref í fjárfestingum erlendis. Þórey segir sjóðina vera stóra og öfluga og að Íslendingar geti verið stoltir af kerfinu. Hún segir það það að umræða og umgjörð í kringum kerfið sé góð og vönduð skipta mjög miklu máli. Hún þurfi einnig að vera yfirveguð. Hagsmunir þjóðfélagsins og lífeyrissjóðanna fari svolítið saman. „Lífeyrissjóðirnir voru náttúrulega búnir að vera lengi í höftum. Það er gríðarlega mikilvægt til lengri tíma litið að sjóðir dreifi ávöxtun og að fara út með fjármagn í því fellst áhættudreifing. Sjóðirnir voru mjög heftir á Íslandi og þurftu eingöngu að fjárfesta hér og leita eftir fjárfestarkostum,“ sagði Þórey. Hún segist telja hættulegt að þrýsta á lífeyrissjóðina til að fjárfesta meira erlendis. Hagsmunir lífeyrissjóðina og almennings felist í stöðugleika. Víglínuna má sjá hér að neðan, en Óli og Þórey eru fyrstu gestir Heimis Más Péturssonar.
Víglínan Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira