Opnanir, hönnunarsamstarf og tískuhátíð Ritstjórn skrifar 24. mars 2017 13:15 Mynd/Saga Sig HönnunarMars er að ná hápunkti sínum um þessar mundir og fjölmargar opnanir framundan þar sem kjörið er að gefa verkum listamanna og hönnuða gaum. Þar sem nóg er af viðburðum víðs vegar um bæinn í dag tók Glamour saman smá leiðarvísi um það sem við ætlum ekki að láta framhjá okkur fara á eftir. Mynd/Saga SigÍslenska merkið 66°Norður frumsýnir í dag samstarf sitt við fatahönnuðinn Hildi Yeoman. Virkilega spennandi, og af myndunum að dæma, vel heppnað samstarf. Kíktu við í verslun 66°Norður á Laugarveginum kl 17 í dag þar sem línan verður bæði til sýnis og sölu. Hér má lesa nánar um viðburðinn. Skjáskot/instagram Norr11Iceland.Hera Guðmundsdóttir, fatahönnuður og teiknari, frumsýnir aðra seríu veggspjalda undir nafninu Atelier Dottir í verslun Norr11 á Skólavörðustíg í dag kl. 17. Sýningin ber nafn seríunnar sjálfrar, Cartes Postales / Postcards en innblástur hennar er sóttur í ferðaljósmyndir; áferðir, litir og tákn ólíkra og misframandi staða mætast innan rammans og minna á póstkort. Veggspjöldin eru unnnin út frá klippimyndatækni og verða frummyndir þeirra einnig til sýnis, ásamt ljósmyndum sem Hera hefur tekið á ferðalögum síðast liðin ár. „Póstkortin“ koma frá Aþenu, Barcelona, Guadeloupe og Palermo.Hér er hægt að lesa nánar um viðburðinn. Förðun og hár á sýningu Magneu árið 2015.Mynd/VísirTískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fer af stað í kvöld í Hörpu en sex hönnuðir taka þátt í ár. Þau Aníta Hirlekar, Another Creation, Cintamani, Inklaw clothing, MAGNEA og Myrka. Þetta er hátíð sem áhugafólk um íslenska tísku ættu ekki að láta framhjá sér fara - nánar um viðburðinn og hvernig hægt er að nálgast miða hér. Listakonan Tinna Péturs hefur sölu á plagötunum sínum í verslun Hlín Reykdal á Fiskislóð 75. Að því tilefni á að skála milli klukkan 18-20 í versluninni - kjörið að koma við og berja plagötin augun. Augnakonfekt að okkar mati. Nánar um viðburðinn hér. Mest lesið Björk í buxnasetti eftir nemanda hjá Central Saint Martins Glamour Kim Kardashian frumsýnir Kimoji Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Airwaves 2017: Skraut, silfur og bleikt Glamour Frægir fögnuðu með Burberry Glamour Leikarahópur Love Actually snýr aftur fyrir framhald Glamour Götutískan í Mílanó kom skemmtilega á óvart Glamour Það er tískumyndakvöld í kvöld Glamour Innblástur Off White frá Díönu prinsessu Glamour
HönnunarMars er að ná hápunkti sínum um þessar mundir og fjölmargar opnanir framundan þar sem kjörið er að gefa verkum listamanna og hönnuða gaum. Þar sem nóg er af viðburðum víðs vegar um bæinn í dag tók Glamour saman smá leiðarvísi um það sem við ætlum ekki að láta framhjá okkur fara á eftir. Mynd/Saga SigÍslenska merkið 66°Norður frumsýnir í dag samstarf sitt við fatahönnuðinn Hildi Yeoman. Virkilega spennandi, og af myndunum að dæma, vel heppnað samstarf. Kíktu við í verslun 66°Norður á Laugarveginum kl 17 í dag þar sem línan verður bæði til sýnis og sölu. Hér má lesa nánar um viðburðinn. Skjáskot/instagram Norr11Iceland.Hera Guðmundsdóttir, fatahönnuður og teiknari, frumsýnir aðra seríu veggspjalda undir nafninu Atelier Dottir í verslun Norr11 á Skólavörðustíg í dag kl. 17. Sýningin ber nafn seríunnar sjálfrar, Cartes Postales / Postcards en innblástur hennar er sóttur í ferðaljósmyndir; áferðir, litir og tákn ólíkra og misframandi staða mætast innan rammans og minna á póstkort. Veggspjöldin eru unnnin út frá klippimyndatækni og verða frummyndir þeirra einnig til sýnis, ásamt ljósmyndum sem Hera hefur tekið á ferðalögum síðast liðin ár. „Póstkortin“ koma frá Aþenu, Barcelona, Guadeloupe og Palermo.Hér er hægt að lesa nánar um viðburðinn. Förðun og hár á sýningu Magneu árið 2015.Mynd/VísirTískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fer af stað í kvöld í Hörpu en sex hönnuðir taka þátt í ár. Þau Aníta Hirlekar, Another Creation, Cintamani, Inklaw clothing, MAGNEA og Myrka. Þetta er hátíð sem áhugafólk um íslenska tísku ættu ekki að láta framhjá sér fara - nánar um viðburðinn og hvernig hægt er að nálgast miða hér. Listakonan Tinna Péturs hefur sölu á plagötunum sínum í verslun Hlín Reykdal á Fiskislóð 75. Að því tilefni á að skála milli klukkan 18-20 í versluninni - kjörið að koma við og berja plagötin augun. Augnakonfekt að okkar mati. Nánar um viðburðinn hér.
Mest lesið Björk í buxnasetti eftir nemanda hjá Central Saint Martins Glamour Kim Kardashian frumsýnir Kimoji Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Airwaves 2017: Skraut, silfur og bleikt Glamour Frægir fögnuðu með Burberry Glamour Leikarahópur Love Actually snýr aftur fyrir framhald Glamour Götutískan í Mílanó kom skemmtilega á óvart Glamour Það er tískumyndakvöld í kvöld Glamour Innblástur Off White frá Díönu prinsessu Glamour