Sunna Rannveig þurfti að klifra yfir eldri konu til að komast á klósettið Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. mars 2017 10:30 Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið annað kvöld. vísir/allan suarez Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC annað kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. Bardagi þeirra verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst bardagakvöldið á miðnætti. Sunna lagði af stað til Kansas þar sem bardagakvöldið fer fram aðfaranótt sunnudags en var ekki komin þangað fyrr en síðdegis á mánudag. Þessi frábæra bardagakona lenti í ýmsu á leiðinni en komst þó á leiðarenda. „Síðustu vikuna fyrir bardaga þá er ég annarsvegar að drekka afar mikið af vatni með tilheyrandi klósettferðum og hinsvegar er ég á þaulskipulögðu og kolvetnissnauðu mataræði,“ segir Sunna Rannveig sem þarf að vera með matarskammtana klára og klósett nálægt sér á hverri stundu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirOft að pissa Eftir að fyrsta flug tafðist um sex klukkustundir komst Sunna af stað en þá hófst eitthvað sem gæti verið góð sena í gamanmynd. Íslenska bardagakonan lenti í miðjusæti á milli tveggja eldri kvenna en sú sem sat við ganginn sofnaði snemma í fluginu. Sunna þurfti samt að komast reglulega á klósettið. „Þar sem ég þurfti að komast á klósettið á kortersfresti þá var smá bras að klifra yfir hana og passa að hún vaknaði ekki. Þetta slapp nú til án teljandi vandræða en þaðan fór ferðin að súrna,“ segir Sunna Rannveig. Þegar Sunna og teymi hennar lenti í New York voru þau búin að missa af tengifluginu og þurftu að fara á annan flugvöll. Þegar allt var yfirstaðið var hún búin með matarskammtana og orðin verulega svöng. Enginn matsölustaður fannst sem bauð upp á nógu hollan mat fyrir Sunnu þannig hún þurfti að láta ofan í sig allskonar óhollustu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirVigtun í dag „Eitt og annað misskemmtilegt gekk á í kjölfarið en það sem máli skiptir er að við erum núna komin til Kansas. Þetta var 39 klukkustunda ferðalag sem núna er komið í baksýnisspegilinn og hinn almenni lokaundirbúningur fyrir bardagann er því loksins hafinn. Það sem drepur mann ekki styrkir mann og ég er er ekki búin að ferðast alla þessa vegalengd með öllum þessum flækjum til neins annars en að klára ætlunarverk mitt,” segir hún. Sunna Rannveig stígur á vigtina í dag en hún keppir í strávigt og þarf því að vera undir 52,6 kg þegar vigtunin fer fram. „Ég er á undan áætlun með þyngdina og mun ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að ná réttri vigt héðan. Ég byrjaði fyrir fimm vikum að hreinsa til í mataræðinu og vinna mig markvisst niður að vigtinni sem ég þarf að ná. Þetta er því búið að vera mjög milt og viðráðanlegt,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC annað kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. Bardagi þeirra verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst bardagakvöldið á miðnætti. Sunna lagði af stað til Kansas þar sem bardagakvöldið fer fram aðfaranótt sunnudags en var ekki komin þangað fyrr en síðdegis á mánudag. Þessi frábæra bardagakona lenti í ýmsu á leiðinni en komst þó á leiðarenda. „Síðustu vikuna fyrir bardaga þá er ég annarsvegar að drekka afar mikið af vatni með tilheyrandi klósettferðum og hinsvegar er ég á þaulskipulögðu og kolvetnissnauðu mataræði,“ segir Sunna Rannveig sem þarf að vera með matarskammtana klára og klósett nálægt sér á hverri stundu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirOft að pissa Eftir að fyrsta flug tafðist um sex klukkustundir komst Sunna af stað en þá hófst eitthvað sem gæti verið góð sena í gamanmynd. Íslenska bardagakonan lenti í miðjusæti á milli tveggja eldri kvenna en sú sem sat við ganginn sofnaði snemma í fluginu. Sunna þurfti samt að komast reglulega á klósettið. „Þar sem ég þurfti að komast á klósettið á kortersfresti þá var smá bras að klifra yfir hana og passa að hún vaknaði ekki. Þetta slapp nú til án teljandi vandræða en þaðan fór ferðin að súrna,“ segir Sunna Rannveig. Þegar Sunna og teymi hennar lenti í New York voru þau búin að missa af tengifluginu og þurftu að fara á annan flugvöll. Þegar allt var yfirstaðið var hún búin með matarskammtana og orðin verulega svöng. Enginn matsölustaður fannst sem bauð upp á nógu hollan mat fyrir Sunnu þannig hún þurfti að láta ofan í sig allskonar óhollustu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirVigtun í dag „Eitt og annað misskemmtilegt gekk á í kjölfarið en það sem máli skiptir er að við erum núna komin til Kansas. Þetta var 39 klukkustunda ferðalag sem núna er komið í baksýnisspegilinn og hinn almenni lokaundirbúningur fyrir bardagann er því loksins hafinn. Það sem drepur mann ekki styrkir mann og ég er er ekki búin að ferðast alla þessa vegalengd með öllum þessum flækjum til neins annars en að klára ætlunarverk mitt,” segir hún. Sunna Rannveig stígur á vigtina í dag en hún keppir í strávigt og þarf því að vera undir 52,6 kg þegar vigtunin fer fram. „Ég er á undan áætlun með þyngdina og mun ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að ná réttri vigt héðan. Ég byrjaði fyrir fimm vikum að hreinsa til í mataræðinu og vinna mig markvisst niður að vigtinni sem ég þarf að ná. Þetta er því búið að vera mjög milt og viðráðanlegt,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00