Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 20:30 Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forseti Íslands til að koma í opinbera heimsókn til Noregs í tuttugu ár, eða frá því Ólafur Ragnar Grímsson fór þangað í heimsókn árið 1997. Ólafur V Noregskonungur og Sonja drottning buðu samkvæmt hefðinni forsetanum og Elísu Reid forsetafrú til hátíðarkvöldverðar í höll sinni í gærkvöldi, þar sem þjóðarleiðtogarnir fluttu skálræður þjóðum hvors annars til heilla. Guðni rifjaði upp konugasögur Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar, en þjóðirnar hefðu oft tekist bróðurlega á um þjóðerni Snorra. „Við verðum aldrei alveg sammála um allar hliðar sögu okkar og samtíð. Íslendingum og Norðmönnum þessum miklu vinaþjóðum hefur meira að segja tekist að eiga í deilum, auðvitað um fisk,“ sagði forsetinn og skálaði fyrir Haraldi, Sonju og norsku þjóðinni. Guðni sagði þessar erjur ekki skyggja á vináttu þjóðanna sem ætti sér djúpar sögulegar rætur. Haraldur V Noregskonungur sagði ánægjulegt að fá höfðinglega heimsókn frá Íslandinú þegar tuttugu ár væru síðan slík heimsókn hefði átt sér stað síðast. „Þegar góðir vinir hittast tala þeir oft um gamla daga og við höfum margt til að tala um. Til dæmis hve mikilvægur sameiginlegur sagnaarfur okkar er. Þekkingin á norskri sögu væri mun minni án íslensku sagnanna,“ sagði Noregskonungur og skálaði fyrir forsetahjónunum og íslensku þjóðinni. Haraldur V Noregskonungur Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Noregur Kóngafólk Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forseti Íslands til að koma í opinbera heimsókn til Noregs í tuttugu ár, eða frá því Ólafur Ragnar Grímsson fór þangað í heimsókn árið 1997. Ólafur V Noregskonungur og Sonja drottning buðu samkvæmt hefðinni forsetanum og Elísu Reid forsetafrú til hátíðarkvöldverðar í höll sinni í gærkvöldi, þar sem þjóðarleiðtogarnir fluttu skálræður þjóðum hvors annars til heilla. Guðni rifjaði upp konugasögur Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar, en þjóðirnar hefðu oft tekist bróðurlega á um þjóðerni Snorra. „Við verðum aldrei alveg sammála um allar hliðar sögu okkar og samtíð. Íslendingum og Norðmönnum þessum miklu vinaþjóðum hefur meira að segja tekist að eiga í deilum, auðvitað um fisk,“ sagði forsetinn og skálaði fyrir Haraldi, Sonju og norsku þjóðinni. Guðni sagði þessar erjur ekki skyggja á vináttu þjóðanna sem ætti sér djúpar sögulegar rætur. Haraldur V Noregskonungur sagði ánægjulegt að fá höfðinglega heimsókn frá Íslandinú þegar tuttugu ár væru síðan slík heimsókn hefði átt sér stað síðast. „Þegar góðir vinir hittast tala þeir oft um gamla daga og við höfum margt til að tala um. Til dæmis hve mikilvægur sameiginlegur sagnaarfur okkar er. Þekkingin á norskri sögu væri mun minni án íslensku sagnanna,“ sagði Noregskonungur og skálaði fyrir forsetahjónunum og íslensku þjóðinni.
Haraldur V Noregskonungur Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Noregur Kóngafólk Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58
Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18