„Algerlega óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standa þarna bakvið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. mars 2017 15:35 Benedikt Jóhannesson Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. Vísir greindi frá því í gær að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent. „Þessi tala er væntanlega ekki tilviljun, að eignarhluturinn miðast við hana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þar beindi hún fyrirspurn sinni til fjármálaráðherra. Hún spurði meðal annars hvort að hann teldi rétt að meta kaupendurna saman, því þeir virðist vera að vinna saman. Hún spurði jafnframt hvort fjármálaráðuneytið hafi farið yfir gengið sem hluturinn fer á, hvort það sé yfir 0,8 krónur á hvern keyptan hlut, og hvort ríkið gæti þannig nýtt sér forkaupsrétt sinn og að lokum spurði Katrín hvað ráðherra hygðist gera til að upplýsa um endanlegt eignarhald á þeim hlutum sem hafa verið keyptir.Ólíklega tilviljun „Ég tek undir það að það er mjög ólíklegt að talan 9,99 sé tilviljun og ég vil líka taka undir það að það er afar mikilvægt að vita um það hverjir eru endanlegir eigendur, hverjir eiga þessa sjóði sem um ræðir,“ sagði Benedikt. „Nú er rétt að upplýsa að það er ekki fjármálaráðuneytið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut heldur er það fjármálaeftirlitið og það fer eftir reglum þar um. Það er hins vegar þannig að þó að almenna reglan sé að það sé miðað við 10 prósent eignarhald þá getur fjármálaeftirlitið, ef eignarhald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga verulegan eignarhlut eða eignarhlut sem er líklegur til að vera ráðandi sérstaklega, þó tölunni 10 prósent sé ekki náð.“Mjög nálægt 0,8 Hann sagði jafnframt að að hann teldi eðlilegt að upplýsa um endanlega eigendur. „Ég tel það það sé afar mikilvægt að það sé farið yfir þetta og það sé farið yfir þetta í samræmi við reglur. Mér er ekki kunnugt um að þessir aðilar séu tengdir aðilar í skilningi neinna laga en mér skilst að þetta séu mismunandi sjóðir. Fjármálaeftirlitið hefur upplýsingar um það að gengið í þessum viðskiptum séu yfir þessu gengi 0.8 þannig að ég tel það sé ekki ástæða til að efast um þær upplýsingar. Það hefur komið fram að það er mín skoðun að það eigi að upplýsa um endanlega eigendur.“ Benedikt sagðist jafnframt hafa þær upplýsingar að gengið á sölunni væri yfir 0,8 en þó mjög nálægt því. „Enn og aftur [...] það er fjármálaeftirlitið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut. En ég held að það sé afar mikilvægt og ég hef haft samband við forstjóra fjármálaeftirlitsins að það upplýsist hverjir eru eigendur þessara hluta, hinir endanlegu eigendur og það komi fram. Því ég tel það algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við.“ Alþingi Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. Vísir greindi frá því í gær að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent. „Þessi tala er væntanlega ekki tilviljun, að eignarhluturinn miðast við hana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þar beindi hún fyrirspurn sinni til fjármálaráðherra. Hún spurði meðal annars hvort að hann teldi rétt að meta kaupendurna saman, því þeir virðist vera að vinna saman. Hún spurði jafnframt hvort fjármálaráðuneytið hafi farið yfir gengið sem hluturinn fer á, hvort það sé yfir 0,8 krónur á hvern keyptan hlut, og hvort ríkið gæti þannig nýtt sér forkaupsrétt sinn og að lokum spurði Katrín hvað ráðherra hygðist gera til að upplýsa um endanlegt eignarhald á þeim hlutum sem hafa verið keyptir.Ólíklega tilviljun „Ég tek undir það að það er mjög ólíklegt að talan 9,99 sé tilviljun og ég vil líka taka undir það að það er afar mikilvægt að vita um það hverjir eru endanlegir eigendur, hverjir eiga þessa sjóði sem um ræðir,“ sagði Benedikt. „Nú er rétt að upplýsa að það er ekki fjármálaráðuneytið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut heldur er það fjármálaeftirlitið og það fer eftir reglum þar um. Það er hins vegar þannig að þó að almenna reglan sé að það sé miðað við 10 prósent eignarhald þá getur fjármálaeftirlitið, ef eignarhald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga verulegan eignarhlut eða eignarhlut sem er líklegur til að vera ráðandi sérstaklega, þó tölunni 10 prósent sé ekki náð.“Mjög nálægt 0,8 Hann sagði jafnframt að að hann teldi eðlilegt að upplýsa um endanlega eigendur. „Ég tel það það sé afar mikilvægt að það sé farið yfir þetta og það sé farið yfir þetta í samræmi við reglur. Mér er ekki kunnugt um að þessir aðilar séu tengdir aðilar í skilningi neinna laga en mér skilst að þetta séu mismunandi sjóðir. Fjármálaeftirlitið hefur upplýsingar um það að gengið í þessum viðskiptum séu yfir þessu gengi 0.8 þannig að ég tel það sé ekki ástæða til að efast um þær upplýsingar. Það hefur komið fram að það er mín skoðun að það eigi að upplýsa um endanlega eigendur.“ Benedikt sagðist jafnframt hafa þær upplýsingar að gengið á sölunni væri yfir 0,8 en þó mjög nálægt því. „Enn og aftur [...] það er fjármálaeftirlitið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut. En ég held að það sé afar mikilvægt og ég hef haft samband við forstjóra fjármálaeftirlitsins að það upplýsist hverjir eru eigendur þessara hluta, hinir endanlegu eigendur og það komi fram. Því ég tel það algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við.“
Alþingi Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira