Beyonce og Blue skemmta sér vel á Snapchat.Mynd/Skjáskot
Það eru fáar stjörnur sem eiga jafn stóran aðdáendahóp og Beyonce. Hingað til hefur hún ekki verið mjög virk á samfélagsmiðlum en nú virðist sem að hún sé búin að fá sér Snapchat.
Hún hefur birt nokkrar myndir á Instagraminu sínu sem eru greinilega teknar á Snapchat og aðdáendur hennar eru því að tryllast úr forvitni yfir hver aðgangurinn er. Beyonce hefur enn ekki opinberað notendanafnið sitt.
Nú er bara að halda í vonina um að hún birti Snapchat aðganginn sinn og leyfi aðdáendum sínum að fylgjast með lífi sínu í gegnum samfélagsmiðilinn.