Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2017 15:24 Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag en myndin er úr safni. vísir/eyþór Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Ákæran var tekin með í tengslum við kröfu embættisins um áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Thomasi sem tekin var fyrir við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Féllst dómurinn á að hann skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Thomas er annars vegar ákærður fyrir manndráp, samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga, og hins vegar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, samkvæmt 173. grein a) almennra hegningarlaga, þar sem hann hugðist smygla 20 kílóum af hassi með grænlenska togaranum Polar Nanoq en hann var skipverji á togaranum.Neitar sök varðandi manndrápið en hefur játað smyglið Refsiramminn fyrir manndráp samkvæmt hegningarlögum er ævilangt fangelsi en algengast er að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi séu þeir fundnir sekir um manndráp. Þá gæti Thomas fengið lengri fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur, þar sem hann er einnig ákærður fyrir smyglið en við því liggur allt að 12 ára fangelsi. Við yfirheyrslur hefur Thomas haldið fram sakleysi sínu varðandi morðið á Birnu en játað smyglið. Thomasi hefur ekki verið birt ákæran þar sem hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar síðastliðinn, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Annar maður var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald á sínum tíma, það er þann 19. janúar, í tvær vikur en honum var svo sleppt að þeim tíma liðnum. Hann hafði þó áfram réttarstöðu sakbornings en sætir ekki ákæru í málinu.Birna Brjánsdóttir fæddist 28. nóvember 1996. Hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 þá nótt. Lík Birnu fannst svo átta dögum síðar, þann 22. janúar, í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi. Hún var því aðeins tvítug þegar hún lést. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Ákæran var tekin með í tengslum við kröfu embættisins um áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Thomasi sem tekin var fyrir við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Féllst dómurinn á að hann skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Thomas er annars vegar ákærður fyrir manndráp, samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga, og hins vegar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, samkvæmt 173. grein a) almennra hegningarlaga, þar sem hann hugðist smygla 20 kílóum af hassi með grænlenska togaranum Polar Nanoq en hann var skipverji á togaranum.Neitar sök varðandi manndrápið en hefur játað smyglið Refsiramminn fyrir manndráp samkvæmt hegningarlögum er ævilangt fangelsi en algengast er að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi séu þeir fundnir sekir um manndráp. Þá gæti Thomas fengið lengri fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur, þar sem hann er einnig ákærður fyrir smyglið en við því liggur allt að 12 ára fangelsi. Við yfirheyrslur hefur Thomas haldið fram sakleysi sínu varðandi morðið á Birnu en játað smyglið. Thomasi hefur ekki verið birt ákæran þar sem hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar síðastliðinn, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Annar maður var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald á sínum tíma, það er þann 19. janúar, í tvær vikur en honum var svo sleppt að þeim tíma liðnum. Hann hafði þó áfram réttarstöðu sakbornings en sætir ekki ákæru í málinu.Birna Brjánsdóttir fæddist 28. nóvember 1996. Hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 þá nótt. Lík Birnu fannst svo átta dögum síðar, þann 22. janúar, í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi. Hún var því aðeins tvítug þegar hún lést.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00
Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18
Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22