Sunna: Trúi því að pabbi og systir mín berjist með mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. mars 2017 19:30 Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga í Kansas City um síðustu helgi. Hún hafði þá betur gegn hinni bandarísku Mallory Martin í hörkubardaga hjá Invicta-bardagasambandinu. Bardagi Sunnu og Martin var rosalegur og kom það fáum á óvart að bardagi þeirra hafi verið valinn bardagi kvöldsins. Sunna vann fyrstu lotuna en Martin kom sterk til baka í annarri lotu og náði þá að vanka Sunnu og héldu margir að okkar kona væri þá búin að vera. Hún fann samt einhvern ótrúlegan kraft fyrir lokalotuna sem hún vann en hvar fann hún þetta aukabensín á tankinn? „Ég hugsa til dóttur minnar sem er að horfa og þeirra sem styðja við bakið á mér. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt um tíðina. Ætli það séu ekki þær stundir sem maður hugsar um. Þegar maður hefur þurft að standa upp aftur,“ segir Sunna alvarleg og einlæg. „Ég hef misst pabba minn og systur mína. Ég hugsa til þeirra og sæki kraft til þeirra. Ég hugsa að þau séu að berjast með mér. Ég trúi því að þau séu hjá mér. Þegar á móti blæs þá koma þau sterk inn og berjast fyrir mig ef eitthvað er.“Sunna sendir hjarta heim eftir bardagann.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirSunna á sér stóra drauma og hefur sett stefnuna á að komast að hjá stærsta bardagasambandi heims, UFC. „Ég hugsa að dyrnar séu að opnast ef þær eru ekki opnar nú þegar. Ég nýt þess samt í tætlur að berjast þar sem ég er núna. Þangað stefndi ég lengi og er að njóta hvers augnabliks.“ Jón Viðar Arnþórsson, þjálfari Sunnu og formaður Mjölnis, hefur gríðarlega trú á sinni konu og telur að hún muni fara langt. „Ef hún vinnur næstu einn til þrjá bardaga hjá Invicta að þá mun UFC banka á dyrnar. Hún er strax orðin mjög vinsæl hjá Invicta. Það vildu allir taka myndir af henni eftir bardagann. Hún fer fljótt í UFC ef vel gengur þarna,“ segir Jón Viðar og bætir við að hann sé þegar búin að ræða við fólk frá UFC um Sunnu enda þekkir hann vel til þar eftir að hafa verið í horni Gunnars Nelson frá upphafi. Sjá má fréttina hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23 Mamma hætti að horfa í annarri lotu Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga um helgina. Hún hafði sigur eftir þrjár rosalegar lotur gegn hinni bandarísku Mallory Martin. Móðir Sunnu hafði ekki taugar í að horfa á bardagann. 27. mars 2017 06:00 Sjáðu það helsta úr bardaga Sunnu Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir vann sinn annan atvinnumannabardaga í gær er hún hafði betur gegn Mallory Martin í frábærum bardaga. 26. mars 2017 15:18 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga í Kansas City um síðustu helgi. Hún hafði þá betur gegn hinni bandarísku Mallory Martin í hörkubardaga hjá Invicta-bardagasambandinu. Bardagi Sunnu og Martin var rosalegur og kom það fáum á óvart að bardagi þeirra hafi verið valinn bardagi kvöldsins. Sunna vann fyrstu lotuna en Martin kom sterk til baka í annarri lotu og náði þá að vanka Sunnu og héldu margir að okkar kona væri þá búin að vera. Hún fann samt einhvern ótrúlegan kraft fyrir lokalotuna sem hún vann en hvar fann hún þetta aukabensín á tankinn? „Ég hugsa til dóttur minnar sem er að horfa og þeirra sem styðja við bakið á mér. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt um tíðina. Ætli það séu ekki þær stundir sem maður hugsar um. Þegar maður hefur þurft að standa upp aftur,“ segir Sunna alvarleg og einlæg. „Ég hef misst pabba minn og systur mína. Ég hugsa til þeirra og sæki kraft til þeirra. Ég hugsa að þau séu að berjast með mér. Ég trúi því að þau séu hjá mér. Þegar á móti blæs þá koma þau sterk inn og berjast fyrir mig ef eitthvað er.“Sunna sendir hjarta heim eftir bardagann.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirSunna á sér stóra drauma og hefur sett stefnuna á að komast að hjá stærsta bardagasambandi heims, UFC. „Ég hugsa að dyrnar séu að opnast ef þær eru ekki opnar nú þegar. Ég nýt þess samt í tætlur að berjast þar sem ég er núna. Þangað stefndi ég lengi og er að njóta hvers augnabliks.“ Jón Viðar Arnþórsson, þjálfari Sunnu og formaður Mjölnis, hefur gríðarlega trú á sinni konu og telur að hún muni fara langt. „Ef hún vinnur næstu einn til þrjá bardaga hjá Invicta að þá mun UFC banka á dyrnar. Hún er strax orðin mjög vinsæl hjá Invicta. Það vildu allir taka myndir af henni eftir bardagann. Hún fer fljótt í UFC ef vel gengur þarna,“ segir Jón Viðar og bætir við að hann sé þegar búin að ræða við fólk frá UFC um Sunnu enda þekkir hann vel til þar eftir að hafa verið í horni Gunnars Nelson frá upphafi. Sjá má fréttina hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23 Mamma hætti að horfa í annarri lotu Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga um helgina. Hún hafði sigur eftir þrjár rosalegar lotur gegn hinni bandarísku Mallory Martin. Móðir Sunnu hafði ekki taugar í að horfa á bardagann. 27. mars 2017 06:00 Sjáðu það helsta úr bardaga Sunnu Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir vann sinn annan atvinnumannabardaga í gær er hún hafði betur gegn Mallory Martin í frábærum bardaga. 26. mars 2017 15:18 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjá meira
Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00
Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23
Mamma hætti að horfa í annarri lotu Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga um helgina. Hún hafði sigur eftir þrjár rosalegar lotur gegn hinni bandarísku Mallory Martin. Móðir Sunnu hafði ekki taugar í að horfa á bardagann. 27. mars 2017 06:00
Sjáðu það helsta úr bardaga Sunnu Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir vann sinn annan atvinnumannabardaga í gær er hún hafði betur gegn Mallory Martin í frábærum bardaga. 26. mars 2017 15:18