Fyrir hvern förðum við okkur? Harpa Káradóttir skrifar 30. mars 2017 19:30 Glamour/Getty Flestar konur (og sumir menn) nota eitthvað af förðunarvörum á hverjum degi. Misjafnt eftir smekk auðvitað og förðunarrútínan er einnig mismunandi. En af hverju erum við að maka einhverju framan í okkur á hverjum degi og gerum við það fyrir okkur sjálf eða einhvern annan? Hér er umfjöllun sem birtist í febrúarblaði Glamour þar sem við skoðuðum förðunarsöguna, sem á sér djúpar rætur og líffræðilegar ástæður. Líta má á förðun sem ákveðna blekkingu. Í dýraríkinu auglýsa kvendýrin frjósemi sína með líkamlegum vísbendingum eins og með ákveðinni hegðun, líkamsbreytingum eða með því að gefa frá sér ákveðinn ilm. Með þessum vísbendingum lætur kvendýrið karlinn vita að það sé tilbúið til æxlunar. Hjá okkur mannkyninu eru þessar vísbendingar töluvert óljósari. Ekki nema við segjum það blátt áfram að við séum með egglos, það ætti að vera ágætis vísbending. Þó eru til nokkrar heldur óljósar vísbendingar og ómeðvitað taka bæði karlmenn og kvenmenn eftir því að kona sé með egglos. Til dæmis er konan talin vera hvað mest aðlaðandi fyrir karla og aðrar konur á þeim tíma tíðahringsins.Aðalhlutverk förðunar hjá flestum konum er að gera sig meira aðlaðandi og þess vegna hefur förðunin þróast í að ýta undir konuna sem frjósemisgyðju. Farði getur ýtt undir vísbendingar um að viðkomandi sé heilsuhraustur, frjósamur en einnig hjálpar það fólki að fela hin ýmsu merki öldrunar. Jafnvel þótt förðunarvörur og tíska í förðun hafi mótast í gegnum menningu, samfélög, tískubylgjur og félagsskap hafa líffræðileg áhrif mikið að segja. Það eru engar tilviljanir í þróun förðunar og hér eru nokkrir grunnþættir sem hafa lítið breyst:Varir: Konur eru líffræðilega með rauðari varir en karlar og því er talið að með því að ýkja þann eiginleika séu konur að ýta undir kvenleika sinn. Þess má geta að þegar konur eru með egglos eykst blóðflæði þeirra sem gerir varirnar rauðari. Fjölmargar rannsóknir hafa einnig sýnt að rauður varalitur er talinn hvað mest aðlaðandi af hinu kyninu. Förðuð húð: Húð með farða gefur merki um að kona sé heilbrigð. Frá líffræðilegu sjónarhorni þá er það ein af ástæðunum fyrir æskudýrkuninni sem hefur skapast í vestrænum heimi. Hin umtalaða líffræðilega klukka kvenna, sá tímarammi sem hún hefur til að fjölga sér, helst í hendur við heilbrigði og aldur konunnar. Augun: Margar konur myndu líklega telja augun vera aðalatriðið í förðun enda eyðum við líklega hlutfallslega lengstum tíma í að farða á okkur augun. Markmiðið er oftast að stækka augun. Í dýraríkinu, ekki bara hjá mannfólkinu, einkenna hlutfallslega stór augu og löng augnahár yngstu einstaklingana. Enn og aftur er markmiðið því að yngja okkur með því að stækka augun.Kinnar: Förðun hjálpar okkur að gera okkur meira aðlaðandi en hún getur einnig skapað ákveðnar vísbendingar. Þegar konur eru hvað frjóastar eykst blóðflæðið í líkamanum og þá roðna þær frekar. Sem útskýrir notkun á kinnalitum og sólarpúðri til dæmis. Margar konur sem lesa þetta hugsa kannski: „Maka mínum finnst alltaf fallegast þegar konur eru lítið sem ekkert málaðar.“ Og jú, við höfum oft heyrt þetta en staðreyndin er sú að rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að þegar karlar eiga að meta það hversu aðlaðandi konur eru út frá ljósmyndum verða farðaðar konur langoftast fyrir valinu. Þeir telja þær ekki bara heilbrigðari, meira aðlaðandi og sjálfsöruggari heldur finnst þeim þær einnig virka gáfaðri og eiga betri möguleika á vinnumarkaðnum svo eitthvað sé nefnt. Þessu ber auðvitað að taka með fyrirvara en er forvitnilegt engu að síður. Erum við þá að farða okkur fyrir aðra eða til að gera spegilmyndina meira aðlaðandi? Þetta sýnir samt að það er ekki bara hégómanum að kenna að við stöndum fyrir framan spegilinn á morgnana og smyrjum á okkur snyrti- og förðunarvörum. Það er heldur ekki samfélagsleg pressa sem þvingar okkur til að kaupa þessar vörur, þó það hafi kannski eitthvað um málið að segja. Förðun á sér djúpa rót í sögu mannkyns, heimildir eru um að Egyptar til forna og jafnvel neanderdalsmaðurinn hafi farðað sig til þess að sýna völd og gera sig meira aðlaðandi til æxlunar. Það eru djúpar rætur og líffræðilegar ástæður sem liggja að baki því að förðunarbransinn er sá stóriðnaður sem hann er í dag. Eitt orð yfir förðun @patmcgrathreal hjá @maisonmargiela í dag - VÁ Meira á Glamour.is - #glamouriceland #makeup #patmcgrath #maisonmargiela A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jan 25, 2017 at 1:36pm PSTVið skulum ekki gleyma þeim mætti sem getur fylgt förðuninni. Það er ákveðin valdefling í því að geta gert sig meira aðlaðandi gagnvart báðum kynjum og hún þarf alls ekki endilega að vera neikvæð. Förðun má líka nota sem vopn til þess að ógna eða sýna ákveðnar tilfinningar, eins og neanderdalsmaðurinn gerði. Mikilvægt er að muna að förðun er ákveðið listform og tegund af sköpun. Á Íslandi höfum við förðunarfræðinga en víða annars staðar eru þeir titlaðir listamenn (e. make up artist).Í dag hefur heimurinn minnkað og upplýsingaflæðið aukist þökk sé veraldarvefnum og ýmsum samfélagsmiðlum. Gömul og góð ráð sem aðeins lærðir förðunarfræðingar áttu í handraðanum eru nú orðin aðgengilegri í gegnum miðla á borð við YouTube og Instagram. Á YouTube er hægt að finna aragrúa af kennslumyndböndum í förðun, bæði frá förðunarfræðingum og mishæfileikaríku áhugafólki um förðun. Ungar stúlkur, og auðvitað sumir drengir, eru í dag mörg hver orðin verulega fær í að farða sig og aðra einungis með hjálp samfélagsmiðla. Táningsstúlkur komast nú hjá því að upplifa það vandræðalega tímabil sem við eldri þekkjum, tilraunastarfsemina sem fór fram fyrir luktum baðherbergisdyrum þegar fyrsta púðurdósin var opnuð. Förðun, eins og hún birtist okkur í dag, á nefnilega ekki bara að láta okkur líta betur út heldur vera tilbúin fyrir myndavélina. Með því að lýsa og skyggja ákveðna parta andlitsins getum við gert okkur grennri í framan, hækkað kinnbeinin, stækkað augu og varir. Hér áður fyrr lágu ljósmyndir í myndaalbúmum í bókahillum og lokuðum skápum en í dag getur myndin orðið aðgengileg öllum heiminum aðeins örfáum sekúndum eftir að hún er tekin. Líkurnar á að ein manneskja sjái aðra manneskju á mynd frekar en í persónu eru töluvert meiri í nútímasamfélagi. Þegar mynd er komin á internetið þá hverfur hún ekki svo auðveldlega svo það skiptir okkar yngstu kynslóðir gríðarlega miklu máli að myndast sem best. Ef bornar yrðu saman myndir af unglingsstúlkum fyrir 15 til 20 árum og unglingsstúlkum í dag, þá mætti halda að ákveðin fegurðarstökkbreyting hefði átt sér stað. Þótt dívuljós, mismunandi filterar og aðrir eiginleikar samfélagsmiðlanna spili stórt hlutverk þá hefur förðunin líka mikilvæg áhrif.Jenner systurnar hafa gjarna verið áhrifavaldar á ungu kynslóðina þegar kemur að hári og förðun.Það eru skiptar skoðanir um strauma og stefnur í förðun í dag, unglingsstúlkur eru taldar mála sig of mikið eða vera með of ljósan farða, of þykkar og dökkar augabrúnir og þannig mætti lengi telja. Það gleymist þó oft að það er alls ekki nýtt af nálinni, í aldanna rás hafa eldri kynslóðir gjarna hneykslast á þeim trendum sem eru í gangi hverju sinni hjá ungu kynslóðinni. Mikið hefur verið fjallað um lélega sjálfsmynd ungra stúlkna, kvíða og þunglyndi og gjarna bent á samfélagsmiðla sem aðalsökudólginn. Það er vissulega rétt að í dag eru þessir miðlar að ýta undir óraunhæfa staðla hjá ungu fólki. Ljósmynd er ekki bara ljósmynd í dag. Til eru alls konar aðgengileg forrit sem hafa þann eina tilgang að gera mann sætari, oftast með því að draga fram eitthvað af ofantöldu, rauðari varir, sléttari húð, stærri augu. Það er rétt hægt að ímynda sér til dæmis hvað stjörnurnar í Hollywood gera til að líta sem best út á myndum. Lýsingin skiptir þar lykilmáli, og í dag eru til sérstök símahylki með lýsingu til að ná vel lýstum sjálfsmyndum. Bjútíbiblía Glamour er að rúlla í prent og þessi orð frá Lady Gaga er því viðeigandi í dag - sem og aðra daga #regram @glamourmag #glamouriceland #beauty #ladygaga #loveyourself A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Mar 29, 2017 at 1:27am PDTEin vinsæl tegund af lýsingu sem er mikið notuð af förðunarbloggurum og YouTube-stjörnum er svokallað „divalight“. Það er hringlaga ljósapera sem flestir hafa í kringum upptökuvélina og nýta þær einnig ljósið til þess að taka sjálfsmyndir. Þessi tiltekna lýsing fær þær til þess að líta töluvert betur út, engar bólur og hrukkur og lýsing fær farða til þess að virka óaðfinnanlegan. Kraftaverk, ekki satt? Maður spyr sig því hvort samfélagsmiðlar hafi ýtt undir aukna útlitsdýrkun eða hvort um eðlilega þróun og breytingu á straumum og stefnum sé að ræða. Tilgangurinn með förðun er, og hefur alltaf verið, að draga fram náttúrulega eiginleika hvers og eins. Málum okkur ef okkur langar til en ekki láta samfélagið ákveða hvernig og hvenær. Glamour Fegurð Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Litrík götutíska í Berlín Glamour Versace mun ekki sýna Haute Couture línu á árinu Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Elskar allt sem er í stíl Glamour
Flestar konur (og sumir menn) nota eitthvað af förðunarvörum á hverjum degi. Misjafnt eftir smekk auðvitað og förðunarrútínan er einnig mismunandi. En af hverju erum við að maka einhverju framan í okkur á hverjum degi og gerum við það fyrir okkur sjálf eða einhvern annan? Hér er umfjöllun sem birtist í febrúarblaði Glamour þar sem við skoðuðum förðunarsöguna, sem á sér djúpar rætur og líffræðilegar ástæður. Líta má á förðun sem ákveðna blekkingu. Í dýraríkinu auglýsa kvendýrin frjósemi sína með líkamlegum vísbendingum eins og með ákveðinni hegðun, líkamsbreytingum eða með því að gefa frá sér ákveðinn ilm. Með þessum vísbendingum lætur kvendýrið karlinn vita að það sé tilbúið til æxlunar. Hjá okkur mannkyninu eru þessar vísbendingar töluvert óljósari. Ekki nema við segjum það blátt áfram að við séum með egglos, það ætti að vera ágætis vísbending. Þó eru til nokkrar heldur óljósar vísbendingar og ómeðvitað taka bæði karlmenn og kvenmenn eftir því að kona sé með egglos. Til dæmis er konan talin vera hvað mest aðlaðandi fyrir karla og aðrar konur á þeim tíma tíðahringsins.Aðalhlutverk förðunar hjá flestum konum er að gera sig meira aðlaðandi og þess vegna hefur förðunin þróast í að ýta undir konuna sem frjósemisgyðju. Farði getur ýtt undir vísbendingar um að viðkomandi sé heilsuhraustur, frjósamur en einnig hjálpar það fólki að fela hin ýmsu merki öldrunar. Jafnvel þótt förðunarvörur og tíska í förðun hafi mótast í gegnum menningu, samfélög, tískubylgjur og félagsskap hafa líffræðileg áhrif mikið að segja. Það eru engar tilviljanir í þróun förðunar og hér eru nokkrir grunnþættir sem hafa lítið breyst:Varir: Konur eru líffræðilega með rauðari varir en karlar og því er talið að með því að ýkja þann eiginleika séu konur að ýta undir kvenleika sinn. Þess má geta að þegar konur eru með egglos eykst blóðflæði þeirra sem gerir varirnar rauðari. Fjölmargar rannsóknir hafa einnig sýnt að rauður varalitur er talinn hvað mest aðlaðandi af hinu kyninu. Förðuð húð: Húð með farða gefur merki um að kona sé heilbrigð. Frá líffræðilegu sjónarhorni þá er það ein af ástæðunum fyrir æskudýrkuninni sem hefur skapast í vestrænum heimi. Hin umtalaða líffræðilega klukka kvenna, sá tímarammi sem hún hefur til að fjölga sér, helst í hendur við heilbrigði og aldur konunnar. Augun: Margar konur myndu líklega telja augun vera aðalatriðið í förðun enda eyðum við líklega hlutfallslega lengstum tíma í að farða á okkur augun. Markmiðið er oftast að stækka augun. Í dýraríkinu, ekki bara hjá mannfólkinu, einkenna hlutfallslega stór augu og löng augnahár yngstu einstaklingana. Enn og aftur er markmiðið því að yngja okkur með því að stækka augun.Kinnar: Förðun hjálpar okkur að gera okkur meira aðlaðandi en hún getur einnig skapað ákveðnar vísbendingar. Þegar konur eru hvað frjóastar eykst blóðflæðið í líkamanum og þá roðna þær frekar. Sem útskýrir notkun á kinnalitum og sólarpúðri til dæmis. Margar konur sem lesa þetta hugsa kannski: „Maka mínum finnst alltaf fallegast þegar konur eru lítið sem ekkert málaðar.“ Og jú, við höfum oft heyrt þetta en staðreyndin er sú að rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að þegar karlar eiga að meta það hversu aðlaðandi konur eru út frá ljósmyndum verða farðaðar konur langoftast fyrir valinu. Þeir telja þær ekki bara heilbrigðari, meira aðlaðandi og sjálfsöruggari heldur finnst þeim þær einnig virka gáfaðri og eiga betri möguleika á vinnumarkaðnum svo eitthvað sé nefnt. Þessu ber auðvitað að taka með fyrirvara en er forvitnilegt engu að síður. Erum við þá að farða okkur fyrir aðra eða til að gera spegilmyndina meira aðlaðandi? Þetta sýnir samt að það er ekki bara hégómanum að kenna að við stöndum fyrir framan spegilinn á morgnana og smyrjum á okkur snyrti- og förðunarvörum. Það er heldur ekki samfélagsleg pressa sem þvingar okkur til að kaupa þessar vörur, þó það hafi kannski eitthvað um málið að segja. Förðun á sér djúpa rót í sögu mannkyns, heimildir eru um að Egyptar til forna og jafnvel neanderdalsmaðurinn hafi farðað sig til þess að sýna völd og gera sig meira aðlaðandi til æxlunar. Það eru djúpar rætur og líffræðilegar ástæður sem liggja að baki því að förðunarbransinn er sá stóriðnaður sem hann er í dag. Eitt orð yfir förðun @patmcgrathreal hjá @maisonmargiela í dag - VÁ Meira á Glamour.is - #glamouriceland #makeup #patmcgrath #maisonmargiela A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jan 25, 2017 at 1:36pm PSTVið skulum ekki gleyma þeim mætti sem getur fylgt förðuninni. Það er ákveðin valdefling í því að geta gert sig meira aðlaðandi gagnvart báðum kynjum og hún þarf alls ekki endilega að vera neikvæð. Förðun má líka nota sem vopn til þess að ógna eða sýna ákveðnar tilfinningar, eins og neanderdalsmaðurinn gerði. Mikilvægt er að muna að förðun er ákveðið listform og tegund af sköpun. Á Íslandi höfum við förðunarfræðinga en víða annars staðar eru þeir titlaðir listamenn (e. make up artist).Í dag hefur heimurinn minnkað og upplýsingaflæðið aukist þökk sé veraldarvefnum og ýmsum samfélagsmiðlum. Gömul og góð ráð sem aðeins lærðir förðunarfræðingar áttu í handraðanum eru nú orðin aðgengilegri í gegnum miðla á borð við YouTube og Instagram. Á YouTube er hægt að finna aragrúa af kennslumyndböndum í förðun, bæði frá förðunarfræðingum og mishæfileikaríku áhugafólki um förðun. Ungar stúlkur, og auðvitað sumir drengir, eru í dag mörg hver orðin verulega fær í að farða sig og aðra einungis með hjálp samfélagsmiðla. Táningsstúlkur komast nú hjá því að upplifa það vandræðalega tímabil sem við eldri þekkjum, tilraunastarfsemina sem fór fram fyrir luktum baðherbergisdyrum þegar fyrsta púðurdósin var opnuð. Förðun, eins og hún birtist okkur í dag, á nefnilega ekki bara að láta okkur líta betur út heldur vera tilbúin fyrir myndavélina. Með því að lýsa og skyggja ákveðna parta andlitsins getum við gert okkur grennri í framan, hækkað kinnbeinin, stækkað augu og varir. Hér áður fyrr lágu ljósmyndir í myndaalbúmum í bókahillum og lokuðum skápum en í dag getur myndin orðið aðgengileg öllum heiminum aðeins örfáum sekúndum eftir að hún er tekin. Líkurnar á að ein manneskja sjái aðra manneskju á mynd frekar en í persónu eru töluvert meiri í nútímasamfélagi. Þegar mynd er komin á internetið þá hverfur hún ekki svo auðveldlega svo það skiptir okkar yngstu kynslóðir gríðarlega miklu máli að myndast sem best. Ef bornar yrðu saman myndir af unglingsstúlkum fyrir 15 til 20 árum og unglingsstúlkum í dag, þá mætti halda að ákveðin fegurðarstökkbreyting hefði átt sér stað. Þótt dívuljós, mismunandi filterar og aðrir eiginleikar samfélagsmiðlanna spili stórt hlutverk þá hefur förðunin líka mikilvæg áhrif.Jenner systurnar hafa gjarna verið áhrifavaldar á ungu kynslóðina þegar kemur að hári og förðun.Það eru skiptar skoðanir um strauma og stefnur í förðun í dag, unglingsstúlkur eru taldar mála sig of mikið eða vera með of ljósan farða, of þykkar og dökkar augabrúnir og þannig mætti lengi telja. Það gleymist þó oft að það er alls ekki nýtt af nálinni, í aldanna rás hafa eldri kynslóðir gjarna hneykslast á þeim trendum sem eru í gangi hverju sinni hjá ungu kynslóðinni. Mikið hefur verið fjallað um lélega sjálfsmynd ungra stúlkna, kvíða og þunglyndi og gjarna bent á samfélagsmiðla sem aðalsökudólginn. Það er vissulega rétt að í dag eru þessir miðlar að ýta undir óraunhæfa staðla hjá ungu fólki. Ljósmynd er ekki bara ljósmynd í dag. Til eru alls konar aðgengileg forrit sem hafa þann eina tilgang að gera mann sætari, oftast með því að draga fram eitthvað af ofantöldu, rauðari varir, sléttari húð, stærri augu. Það er rétt hægt að ímynda sér til dæmis hvað stjörnurnar í Hollywood gera til að líta sem best út á myndum. Lýsingin skiptir þar lykilmáli, og í dag eru til sérstök símahylki með lýsingu til að ná vel lýstum sjálfsmyndum. Bjútíbiblía Glamour er að rúlla í prent og þessi orð frá Lady Gaga er því viðeigandi í dag - sem og aðra daga #regram @glamourmag #glamouriceland #beauty #ladygaga #loveyourself A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Mar 29, 2017 at 1:27am PDTEin vinsæl tegund af lýsingu sem er mikið notuð af förðunarbloggurum og YouTube-stjörnum er svokallað „divalight“. Það er hringlaga ljósapera sem flestir hafa í kringum upptökuvélina og nýta þær einnig ljósið til þess að taka sjálfsmyndir. Þessi tiltekna lýsing fær þær til þess að líta töluvert betur út, engar bólur og hrukkur og lýsing fær farða til þess að virka óaðfinnanlegan. Kraftaverk, ekki satt? Maður spyr sig því hvort samfélagsmiðlar hafi ýtt undir aukna útlitsdýrkun eða hvort um eðlilega þróun og breytingu á straumum og stefnum sé að ræða. Tilgangurinn með förðun er, og hefur alltaf verið, að draga fram náttúrulega eiginleika hvers og eins. Málum okkur ef okkur langar til en ekki láta samfélagið ákveða hvernig og hvenær.
Glamour Fegurð Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Litrík götutíska í Berlín Glamour Versace mun ekki sýna Haute Couture línu á árinu Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Elskar allt sem er í stíl Glamour