Fullyrða enn að þýski Hauck & Aufhäuser hafi keypt hlut Haraldur Guðmundsson skrifar 30. mars 2017 06:00 Ólafur Ólafsson og samstarfsmenn hans eru bornir þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem er meðal annars byggð á tölvupóstssamskiptum og öðrum gögnum. vísir/pjetur Þeir Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu og samstarfsmaður Ólafs í þátttöku félagsins á kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum árið 2003, fullyrða enn að engum blekkingum hafi verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í viðskiptunum. Ólafur vísar niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis á bug í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Þýski bankinn hafi innt af hendi hlutafjárframlag sitt og því verið lögmætur hluthafi í Eglu. Guðmundur fullyrti í vitnisburði sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þegar hann var kallaður fyrir rannsóknarnefndina, að þær upplýsingar sem veittar voru um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum hefðu verið réttar. Vitnisburðurinn gengur þvert á niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að Guðmundur hafi komið að gerð baksamninga, sem hafi leitt til þess að þýski bankinn fór aldrei í raun með umráð hluta í Búnaðarbankanum, af hálfu og í þágu Ólafs Ólafssonar. Samningarnir hafi á endanum leitt til þess að íslenskir ráðamenn, almenningur og fjölmiðlar voru blekktir.Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu„Það er bara vitleysa. […] Ég er ekki búinn að lesa skýrsluna og ætla að lesa hana áður en ég fer að tjá mig um hana,“ sagði Guðmundur Hjaltason í samtali við Fréttablaðið í gær og vildi ekki svara öðrum spurningum blaðamanns. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að Guðmundur hefur ítrekað neitað eða borið til baka umfjöllun um að þátttaka Hauck & Aufhäuser hafi verið með öðrum hætti en greint var frá opinberlega. Fréttablaðið hafi í febrúar 2006 birt gagnrýna umfjöllun um einkavæðingu Búnaðarbankans. Fyrirsögn þeirrar fréttar var „Þetta er rangt“ og var þar vísað í orð Guðmundar þar sem hann hafnaði staðhæfingum Vilhjálms Bjarnasonar, núverandi alþingismanns, um að blekkingum hefði verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans.Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa„Við buðum Hauck & Aufhäuser að koma inn í Eglu og þeir komu inn sem fjárfestar og lögðu fram sitt hlutafé eins og allir aðrir. Ég er með samninginn sem sýnir það. Ásakanir um annað eru úr lausu lofti gripnar,“ sagði Guðmundur í febrúar 2006. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar lagði þýski bankinn ekki fram neitt hlutafé, gat engu tapað á viðskiptunum en þáði þóknun upp á eina milljón evra. Tíu árum eftir að fréttin birtist sagðist Guðmundur í samtali við Fréttablaðið ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur. „Ég þekki það ekki og ég þekki engan sem þekkir það, svo ég viti til. Ég veit bara hverjir voru eigendur Eglu og það er alveg rétt,“ sagði Guðmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Þeir Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu og samstarfsmaður Ólafs í þátttöku félagsins á kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum árið 2003, fullyrða enn að engum blekkingum hafi verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í viðskiptunum. Ólafur vísar niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis á bug í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Þýski bankinn hafi innt af hendi hlutafjárframlag sitt og því verið lögmætur hluthafi í Eglu. Guðmundur fullyrti í vitnisburði sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þegar hann var kallaður fyrir rannsóknarnefndina, að þær upplýsingar sem veittar voru um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum hefðu verið réttar. Vitnisburðurinn gengur þvert á niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að Guðmundur hafi komið að gerð baksamninga, sem hafi leitt til þess að þýski bankinn fór aldrei í raun með umráð hluta í Búnaðarbankanum, af hálfu og í þágu Ólafs Ólafssonar. Samningarnir hafi á endanum leitt til þess að íslenskir ráðamenn, almenningur og fjölmiðlar voru blekktir.Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu„Það er bara vitleysa. […] Ég er ekki búinn að lesa skýrsluna og ætla að lesa hana áður en ég fer að tjá mig um hana,“ sagði Guðmundur Hjaltason í samtali við Fréttablaðið í gær og vildi ekki svara öðrum spurningum blaðamanns. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að Guðmundur hefur ítrekað neitað eða borið til baka umfjöllun um að þátttaka Hauck & Aufhäuser hafi verið með öðrum hætti en greint var frá opinberlega. Fréttablaðið hafi í febrúar 2006 birt gagnrýna umfjöllun um einkavæðingu Búnaðarbankans. Fyrirsögn þeirrar fréttar var „Þetta er rangt“ og var þar vísað í orð Guðmundar þar sem hann hafnaði staðhæfingum Vilhjálms Bjarnasonar, núverandi alþingismanns, um að blekkingum hefði verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans.Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa„Við buðum Hauck & Aufhäuser að koma inn í Eglu og þeir komu inn sem fjárfestar og lögðu fram sitt hlutafé eins og allir aðrir. Ég er með samninginn sem sýnir það. Ásakanir um annað eru úr lausu lofti gripnar,“ sagði Guðmundur í febrúar 2006. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar lagði þýski bankinn ekki fram neitt hlutafé, gat engu tapað á viðskiptunum en þáði þóknun upp á eina milljón evra. Tíu árum eftir að fréttin birtist sagðist Guðmundur í samtali við Fréttablaðið ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur. „Ég þekki það ekki og ég þekki engan sem þekkir það, svo ég viti til. Ég veit bara hverjir voru eigendur Eglu og það er alveg rétt,“ sagði Guðmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira