Óskar Bjarni: Ég hef húmor fyrir þessu Smári Jökull Jónsson skrifar 9. apríl 2017 19:33 Óskar Bjarni Óskarsson hafði húmor fyrir söng sem stuðningsmenn ÍBV sungu í leiknum í dag. vísir/anton Óskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í leik liðanna á miðvikudag. „Við vorum alltaf að elta, mér fannst við ekki ná takti hvorki varnarlega né sóknarlega. Við vorum ekki að ná hraðaupphlaupum og ekki að ná að brjóta mikið á þeim og stjórna leiknum. Þeir stjórnuðu leiknum og voru bara betri og áttu skilið að vinna þennan leik. Það skemmtilega við úrslitakeppnina er að það er bara 1-0,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. „Við þurfum bara að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Vörn, hraðaupphlaup, sókn og hlaupa aftur. Til að vinna Eyjamenn þarftu að eiga toppleik. Það vantaði áræðni í þessu og ef við náum því ekki erum við í vandræðum. Við eigum þar inni og við náum því fram.“ Valsmenn voru alltaf að elta í leiknum í dag og það var eins og það hefði vantað meiri ákefð í þeirra lið. Stemningin á pöllunum var frábær og stuðningsmenn Vals mættu til Eyja með Herjólfi. „Alveg frábært að spila hérna, mikil stemmning og alltaf gaman að koma til Eyja. Ég hef oft sagt að þetta sé skemmtilegasti útivöllurinn að koma á. Þó ákveðnir hlutir hafi ekki verið að ganga upp þá vorum við fínir að halda niðri muninum. Svo hentum við þessu frá okkur í lokin og þá var þetta erfitt.“ Það voru töluverð læti eftir leik liðanna í deildarkeppninni í síðustu viku og meðal annars tókust þeir á þjálfararnir, Óskar Bjarni og Arnar Pétursson. Stuðningsmannasveit ÍBV lét Óskar stundum heyra það í dag og söng orðin sem Arnar notaði um kollega sinn í síðasta leik. „Það er allt komið í gott mál. Hann var að verja sinn leikmann og við aðeins að takast á sem við höfum gert síðan við vorum 13-14 ára og orðið rólegir strax á eftir. Helst viljum við ekkert vera að ræða þetta heldur leyfa leikmönnum að eiga sviðið. Strax eftir leikinn um daginn var þetta ekkert vandamál.“ „Eyjamenn voru eitthvað að kalla í dag og blessaður vertu, ég hef húmor fyrir þessu. Þetta er skemmtilegur þjóðflokkur hérna og yndislegt fólk. Við þurfum bara að koma hérna aftur því það er svo hrikalega gaman að vera hérna.“ Valsmenn fara ekki í sumarfrí þó þeir detti úr leik á miðvikudaginn því þeir eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppninni. Er sú keppni eitthvað að trufla leikmenn Vals í úrslitakeppninni? „Hún truflar ekkert hér, hún á ekki að gera það. Við höfum spilað mikið af leikjum sem við höfum grætt á og þetta á ekkert að hafa áhrif. Nú byrjar ný keppni, síðasta umferðin í deildinni var erfið og nú er bara nýtt líf og við þurfum að nýta það,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í leik liðanna á miðvikudag. „Við vorum alltaf að elta, mér fannst við ekki ná takti hvorki varnarlega né sóknarlega. Við vorum ekki að ná hraðaupphlaupum og ekki að ná að brjóta mikið á þeim og stjórna leiknum. Þeir stjórnuðu leiknum og voru bara betri og áttu skilið að vinna þennan leik. Það skemmtilega við úrslitakeppnina er að það er bara 1-0,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. „Við þurfum bara að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Vörn, hraðaupphlaup, sókn og hlaupa aftur. Til að vinna Eyjamenn þarftu að eiga toppleik. Það vantaði áræðni í þessu og ef við náum því ekki erum við í vandræðum. Við eigum þar inni og við náum því fram.“ Valsmenn voru alltaf að elta í leiknum í dag og það var eins og það hefði vantað meiri ákefð í þeirra lið. Stemningin á pöllunum var frábær og stuðningsmenn Vals mættu til Eyja með Herjólfi. „Alveg frábært að spila hérna, mikil stemmning og alltaf gaman að koma til Eyja. Ég hef oft sagt að þetta sé skemmtilegasti útivöllurinn að koma á. Þó ákveðnir hlutir hafi ekki verið að ganga upp þá vorum við fínir að halda niðri muninum. Svo hentum við þessu frá okkur í lokin og þá var þetta erfitt.“ Það voru töluverð læti eftir leik liðanna í deildarkeppninni í síðustu viku og meðal annars tókust þeir á þjálfararnir, Óskar Bjarni og Arnar Pétursson. Stuðningsmannasveit ÍBV lét Óskar stundum heyra það í dag og söng orðin sem Arnar notaði um kollega sinn í síðasta leik. „Það er allt komið í gott mál. Hann var að verja sinn leikmann og við aðeins að takast á sem við höfum gert síðan við vorum 13-14 ára og orðið rólegir strax á eftir. Helst viljum við ekkert vera að ræða þetta heldur leyfa leikmönnum að eiga sviðið. Strax eftir leikinn um daginn var þetta ekkert vandamál.“ „Eyjamenn voru eitthvað að kalla í dag og blessaður vertu, ég hef húmor fyrir þessu. Þetta er skemmtilegur þjóðflokkur hérna og yndislegt fólk. Við þurfum bara að koma hérna aftur því það er svo hrikalega gaman að vera hérna.“ Valsmenn fara ekki í sumarfrí þó þeir detti úr leik á miðvikudaginn því þeir eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppninni. Er sú keppni eitthvað að trufla leikmenn Vals í úrslitakeppninni? „Hún truflar ekkert hér, hún á ekki að gera það. Við höfum spilað mikið af leikjum sem við höfum grætt á og þetta á ekkert að hafa áhrif. Nú byrjar ný keppni, síðasta umferðin í deildinni var erfið og nú er bara nýtt líf og við þurfum að nýta það,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45
Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30