Daniel Cormier varði beltið á skrítnu UFC kvöldi Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. apríl 2017 05:47 Daniel Cormier fagnar sigrinum. Vísir/Getty UFC 210 fór fram í nótt þar sem þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið var sérstakt að mörgu leyti og mikið um óvænt úrslit. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier varði beltið sitt þegar hann kláraði Anthony Johnson með „rear naked choke“ í 2. lotu. Síðast þegar þeir mættust kláraði Cormier bardagann með sömu hengingu en þá í 3. lotu. Johnson tók þá undarlegu ákvörðun að sækja í fellur sem kom verulega á óvart. Johnson er langhættulegastur þegar hann heldur sér frá andstæðingnum og kemur með þung högg en þarna gerði hann nákvæmlega það sem Cormier vildi. Cormier nýtti tækifærið og vann glímubaráttuna enda hans helsti styrkleiki. Eftir bardagann tilkynnti Anthony Johnson að hann væri hættur. Johnson er aðeins 33 ára gamall og kom tilkynningin gríðarlega á óvart. Johnson fékk starfstilboð utan MMA heimsins sem hann hreinlega gat ekki hafnað. Það var þó ekki það undarlegasta í nótt. Bardagi Chris Weidman og Gegard Mousasi endaði með umdeildum hætti. Í 2. lotu fékk Weidman tvö hnéspörk í höfuðið og gerði dómarinn hlé í bardaganum þar sem hann taldi að hnéspörkin hefðu verið ólögleg. Dómarinn taldi að Weidman hefði verið með báðar hendur í gólfinu en það hefði gert hnéspörkin ólögleg. Þau voru hins vegar lögleg eins og kom í ljós í endursýningu þar sem aðeins önnur hönd Weidman snerti gólfið. Dómarinn hafði þegar gert hlé á bardaganum og kallaði til lækni til að meta Weidman. Læknirinn taldi Weidman óhæfan til að halda áfram og vann því Mousasi eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Gríðarleg óánægja ríkti með þessa niðurstöðu og var Mousasi tilbúinn til að mæta Weidman aftur. Mikið var um óvænt úrslit á kvöldinu en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fyrstu upphitunarþættirnir fyrir UFC 210 Það er rosalegt bardagakvöld á dagskránni um næstu helgi en það kvöld verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 5. apríl 2017 09:00 Johnson stal sæti meistarans í viðtali á ESPN Það gengur á ýmsu í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 210. Til að mynda er pissað yfir allt klósettið hans Chris Weidman. 6. apríl 2017 22:00 Bardagakapparnir klárir í slaginn Hörkutólin sem berjast í UFC 210 um helgina eru búnir með fjölmiðlaskyldur sínar og klárir í að berjast. 7. apríl 2017 14:15 Skuggi Jon Jones hvílir yfir Daniel Cormier Meistarinn Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 210 í nótt. Þrátt fyrir að Cormier endi aftur með beltið um mittið í kvöld eru ennþá margir sem telja hann ekki vera þann besta í flokknum. 8. apríl 2017 23:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Sjá meira
UFC 210 fór fram í nótt þar sem þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið var sérstakt að mörgu leyti og mikið um óvænt úrslit. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier varði beltið sitt þegar hann kláraði Anthony Johnson með „rear naked choke“ í 2. lotu. Síðast þegar þeir mættust kláraði Cormier bardagann með sömu hengingu en þá í 3. lotu. Johnson tók þá undarlegu ákvörðun að sækja í fellur sem kom verulega á óvart. Johnson er langhættulegastur þegar hann heldur sér frá andstæðingnum og kemur með þung högg en þarna gerði hann nákvæmlega það sem Cormier vildi. Cormier nýtti tækifærið og vann glímubaráttuna enda hans helsti styrkleiki. Eftir bardagann tilkynnti Anthony Johnson að hann væri hættur. Johnson er aðeins 33 ára gamall og kom tilkynningin gríðarlega á óvart. Johnson fékk starfstilboð utan MMA heimsins sem hann hreinlega gat ekki hafnað. Það var þó ekki það undarlegasta í nótt. Bardagi Chris Weidman og Gegard Mousasi endaði með umdeildum hætti. Í 2. lotu fékk Weidman tvö hnéspörk í höfuðið og gerði dómarinn hlé í bardaganum þar sem hann taldi að hnéspörkin hefðu verið ólögleg. Dómarinn taldi að Weidman hefði verið með báðar hendur í gólfinu en það hefði gert hnéspörkin ólögleg. Þau voru hins vegar lögleg eins og kom í ljós í endursýningu þar sem aðeins önnur hönd Weidman snerti gólfið. Dómarinn hafði þegar gert hlé á bardaganum og kallaði til lækni til að meta Weidman. Læknirinn taldi Weidman óhæfan til að halda áfram og vann því Mousasi eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Gríðarleg óánægja ríkti með þessa niðurstöðu og var Mousasi tilbúinn til að mæta Weidman aftur. Mikið var um óvænt úrslit á kvöldinu en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fyrstu upphitunarþættirnir fyrir UFC 210 Það er rosalegt bardagakvöld á dagskránni um næstu helgi en það kvöld verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 5. apríl 2017 09:00 Johnson stal sæti meistarans í viðtali á ESPN Það gengur á ýmsu í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 210. Til að mynda er pissað yfir allt klósettið hans Chris Weidman. 6. apríl 2017 22:00 Bardagakapparnir klárir í slaginn Hörkutólin sem berjast í UFC 210 um helgina eru búnir með fjölmiðlaskyldur sínar og klárir í að berjast. 7. apríl 2017 14:15 Skuggi Jon Jones hvílir yfir Daniel Cormier Meistarinn Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 210 í nótt. Þrátt fyrir að Cormier endi aftur með beltið um mittið í kvöld eru ennþá margir sem telja hann ekki vera þann besta í flokknum. 8. apríl 2017 23:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Sjá meira
Fyrstu upphitunarþættirnir fyrir UFC 210 Það er rosalegt bardagakvöld á dagskránni um næstu helgi en það kvöld verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 5. apríl 2017 09:00
Johnson stal sæti meistarans í viðtali á ESPN Það gengur á ýmsu í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 210. Til að mynda er pissað yfir allt klósettið hans Chris Weidman. 6. apríl 2017 22:00
Bardagakapparnir klárir í slaginn Hörkutólin sem berjast í UFC 210 um helgina eru búnir með fjölmiðlaskyldur sínar og klárir í að berjast. 7. apríl 2017 14:15
Skuggi Jon Jones hvílir yfir Daniel Cormier Meistarinn Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 210 í nótt. Þrátt fyrir að Cormier endi aftur með beltið um mittið í kvöld eru ennþá margir sem telja hann ekki vera þann besta í flokknum. 8. apríl 2017 23:00