Skipulögðu fjárkúgun í gegnum SMS: „Þetta var algert teamwork“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2017 21:20 Hlín og Malín voru í dag dæmdar í tólf mánaða fangelsi. Vísir/Eyþór Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand skipulögðu fjárkúgun á hendur Helga Jean Claessen í gegnum smáskilaboð. Þeim bar hins vegar ekki saman fyrir dómi um hvor hefði átt hugmyndina að krefjast miskabóta úr hendi Helga, en þær hótuðu að kæra hann fyrir nauðgun ef hann staðgreiddi þeim ekki samtals 700 þúsund krónur. Þær sögðust ekki hafa talið verknaðinn refsiverðan. Þær voru í dag sakfelldar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga.Óttaðist um mannorð sitt Helgi greindi frá því fyrir dómi að hann hefði séð fyrir sér að kæra gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir mannorð sitt og starfsferil, jafnvel þó hann yrði sýknaður. Ásökun um kynferðisbrot jafngildi sekt hjá dómstóli götunnar. Hann hafi því látið tilleiðast en sagðist hafa rætt við Malín til þess að tryggja að ekki væri hægt að líta svo á að hann væri að játa neina sekt með því að greiða þessa fjárhæð. Malín tók við peningagreiðslunum í tvennu lagi, annars vegar 500 þúsund krónum og hins vegar 200 þúsund krónum, á vinnustað sínum, Morgunblaðinu. Helgi fór fram á kvittun fyrir greiðslunni og sagðist hafa viljað tengja Hlín við greiðsluna, en að Malín hafi ekki viljað það. Hlín og Helgi höfðu verið að skemmta sér í miðbænum þegar meint nauðgun átti sér stað, eða þann 4. apríl 2015. Fjórum dögum síðar leitaði hún á bráðamóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Sagðist hún aldrei hafa fengið niðurstöður úr þeirri skoðun. Þá sagðist Hlín hafa upplýst systur sína um atvikið. Hún hafi leyft henni að stjórna ferðinni og að ákvörðun hafi verið tekin um að reyna að fá bætur vegna atburðarins, en kvaðst ekki muna hvaðan hugmyndin að fjárhæðinni hefði komið. Malín hefði séð um alla framkvæmdina.„Takk fyrir að standa með mér“ Systurnar töluðu ýmist saman í gegnum smáskilaboð eða síma, en skilaboð þeirra eru rakin í dómnum.Hlín: „Hversu háar bætur í svona málum?“.Malín: „Oggulitlar – nokkrir hundraðkallar + málsvarnarlaun.“Hlín: svarar: „Ókei takk elsku sys“Malín: „PS. Verðum að selja fkn lóðina asap! Nú er ég búin með launin mín.“Hlín: Ég á ekki einn einasta aur heldur. En við gerum þetta. Er mjög ákveðin!“Malín: „C“ og svo: „Amen“ og svo: „Hef ýmsar vondar/gúdd hugmyndir sem við getum rætt í hádó á morgó. Getum étt spaghettí og hakk í mötuneyti Mogganz fyrst við eigum ekki pjéning.“Hlín: „Hahaha ókei ;) Þetta verður allt í lagi sys Lofa. Takk fyrir að standa með mér. Besti bróðir í geimi“Malín: „Við erum góðir bræður og ég held að við ættum að nýta styrkleika okkar til að verða über-veldi í sameiningu!“10. aprílHlín: : „Hæ sys“ „tilbúin í daginn“Malín: „Hæ! Jabb :).“Hlín: „lovjú...ef ég á að gera eitthvað....“Malín: „Lovjú líka :)“. Malín ræddi í kjölfarið við Helga í síma og héldu textaskilaboð á milli systranna áfram:Hlín: „No news?“Malín: „Veit ekki. Er ekki í húsi“Hlín: „jæks. Er það bara þar? Hringirðu ekki og tekkar?“Malín: „Róleg sys – ég sé um þetta. Treystu mér.“ Þennan sama dag sendi Malín skilaboð til Helga þar sem hún spurði hvort það væri í lagi að hún yrði komin klukkan 15.50 og hann féllst á það. Skömmu síðar spurði hann hvort hún væri mætt og hún játaði. Malín og Helga bar saman um að þarna hafi hann komið með 500 þúsund krónur á vinnustað Malínar, Morgunblaðið. Malín lét systur sína svo vita að hún væri komin með peningana.Hlín: : „Elsku sys verum bara ánægðar með allt. Lovjú og hlakka til að sja þig a morgun.“Malín: : „Er fyrst og fremst ánægð með þig“ ogHlín: „Þetta var algert teamwork :)“Malín: „Djös snilldarbræður erum við samt!“Hlín: : „I fkn know :)“ Systurnar voru í símasamskiptum bæði á laugardeginum og sunnudeginum. Á sunnudagskvöldinu ræddu þær um hærri greiðslu úr hendi Helga, eða 200 þúsund krónur til viðbótar, sem hann greiddi. Systrunum bar ekki saman um hver hefði átt hugmyndina að því að krefja Helga um greiðslu. Hlín sagðist fyrir dómi að hún teldi Helga sjálfan hafa stungið upp á því, en þegar borinn var undir hana framburður hennar hjá lögreglu kvað hún það geta staðist að hugmyndin hefði komið frá Malín. Hlín sagðist ekki hafa átt í neinum samskiptum við Helga eftir 6. apríl 2015 og því hafi hún ekki getað staðið í fjárkúgun. Dómurinn taldi hins vegar að ekki verði annað séð en að henni hafi verið fullkunnugt um öll atvik og tekið fullan þátt í skipulagningu þeirra. Um samverknað hafi verið að ræða. Hlín og Malín voru í dag dæmdar í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára. Þær voru sakfelldar fyrir fjárkúgun á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Helga Jean.Dóminn í heild má lesa hér. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Niðurstaðan nálægt því sem saksóknari fór fram á Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar þeirra til að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjárkúgunar gegn fyrrverandi samstarfsmanni annarrar þeirra, er nokkuð nálægt því sem saksóknari fór fram á. 7. apríl 2017 20:15 Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51 Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand skipulögðu fjárkúgun á hendur Helga Jean Claessen í gegnum smáskilaboð. Þeim bar hins vegar ekki saman fyrir dómi um hvor hefði átt hugmyndina að krefjast miskabóta úr hendi Helga, en þær hótuðu að kæra hann fyrir nauðgun ef hann staðgreiddi þeim ekki samtals 700 þúsund krónur. Þær sögðust ekki hafa talið verknaðinn refsiverðan. Þær voru í dag sakfelldar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga.Óttaðist um mannorð sitt Helgi greindi frá því fyrir dómi að hann hefði séð fyrir sér að kæra gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir mannorð sitt og starfsferil, jafnvel þó hann yrði sýknaður. Ásökun um kynferðisbrot jafngildi sekt hjá dómstóli götunnar. Hann hafi því látið tilleiðast en sagðist hafa rætt við Malín til þess að tryggja að ekki væri hægt að líta svo á að hann væri að játa neina sekt með því að greiða þessa fjárhæð. Malín tók við peningagreiðslunum í tvennu lagi, annars vegar 500 þúsund krónum og hins vegar 200 þúsund krónum, á vinnustað sínum, Morgunblaðinu. Helgi fór fram á kvittun fyrir greiðslunni og sagðist hafa viljað tengja Hlín við greiðsluna, en að Malín hafi ekki viljað það. Hlín og Helgi höfðu verið að skemmta sér í miðbænum þegar meint nauðgun átti sér stað, eða þann 4. apríl 2015. Fjórum dögum síðar leitaði hún á bráðamóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Sagðist hún aldrei hafa fengið niðurstöður úr þeirri skoðun. Þá sagðist Hlín hafa upplýst systur sína um atvikið. Hún hafi leyft henni að stjórna ferðinni og að ákvörðun hafi verið tekin um að reyna að fá bætur vegna atburðarins, en kvaðst ekki muna hvaðan hugmyndin að fjárhæðinni hefði komið. Malín hefði séð um alla framkvæmdina.„Takk fyrir að standa með mér“ Systurnar töluðu ýmist saman í gegnum smáskilaboð eða síma, en skilaboð þeirra eru rakin í dómnum.Hlín: „Hversu háar bætur í svona málum?“.Malín: „Oggulitlar – nokkrir hundraðkallar + málsvarnarlaun.“Hlín: svarar: „Ókei takk elsku sys“Malín: „PS. Verðum að selja fkn lóðina asap! Nú er ég búin með launin mín.“Hlín: Ég á ekki einn einasta aur heldur. En við gerum þetta. Er mjög ákveðin!“Malín: „C“ og svo: „Amen“ og svo: „Hef ýmsar vondar/gúdd hugmyndir sem við getum rætt í hádó á morgó. Getum étt spaghettí og hakk í mötuneyti Mogganz fyrst við eigum ekki pjéning.“Hlín: „Hahaha ókei ;) Þetta verður allt í lagi sys Lofa. Takk fyrir að standa með mér. Besti bróðir í geimi“Malín: „Við erum góðir bræður og ég held að við ættum að nýta styrkleika okkar til að verða über-veldi í sameiningu!“10. aprílHlín: : „Hæ sys“ „tilbúin í daginn“Malín: „Hæ! Jabb :).“Hlín: „lovjú...ef ég á að gera eitthvað....“Malín: „Lovjú líka :)“. Malín ræddi í kjölfarið við Helga í síma og héldu textaskilaboð á milli systranna áfram:Hlín: „No news?“Malín: „Veit ekki. Er ekki í húsi“Hlín: „jæks. Er það bara þar? Hringirðu ekki og tekkar?“Malín: „Róleg sys – ég sé um þetta. Treystu mér.“ Þennan sama dag sendi Malín skilaboð til Helga þar sem hún spurði hvort það væri í lagi að hún yrði komin klukkan 15.50 og hann féllst á það. Skömmu síðar spurði hann hvort hún væri mætt og hún játaði. Malín og Helga bar saman um að þarna hafi hann komið með 500 þúsund krónur á vinnustað Malínar, Morgunblaðið. Malín lét systur sína svo vita að hún væri komin með peningana.Hlín: : „Elsku sys verum bara ánægðar með allt. Lovjú og hlakka til að sja þig a morgun.“Malín: : „Er fyrst og fremst ánægð með þig“ ogHlín: „Þetta var algert teamwork :)“Malín: „Djös snilldarbræður erum við samt!“Hlín: : „I fkn know :)“ Systurnar voru í símasamskiptum bæði á laugardeginum og sunnudeginum. Á sunnudagskvöldinu ræddu þær um hærri greiðslu úr hendi Helga, eða 200 þúsund krónur til viðbótar, sem hann greiddi. Systrunum bar ekki saman um hver hefði átt hugmyndina að því að krefja Helga um greiðslu. Hlín sagðist fyrir dómi að hún teldi Helga sjálfan hafa stungið upp á því, en þegar borinn var undir hana framburður hennar hjá lögreglu kvað hún það geta staðist að hugmyndin hefði komið frá Malín. Hlín sagðist ekki hafa átt í neinum samskiptum við Helga eftir 6. apríl 2015 og því hafi hún ekki getað staðið í fjárkúgun. Dómurinn taldi hins vegar að ekki verði annað séð en að henni hafi verið fullkunnugt um öll atvik og tekið fullan þátt í skipulagningu þeirra. Um samverknað hafi verið að ræða. Hlín og Malín voru í dag dæmdar í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára. Þær voru sakfelldar fyrir fjárkúgun á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Helga Jean.Dóminn í heild má lesa hér.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Niðurstaðan nálægt því sem saksóknari fór fram á Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar þeirra til að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjárkúgunar gegn fyrrverandi samstarfsmanni annarrar þeirra, er nokkuð nálægt því sem saksóknari fór fram á. 7. apríl 2017 20:15 Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51 Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45
Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45
Niðurstaðan nálægt því sem saksóknari fór fram á Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar þeirra til að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjárkúgunar gegn fyrrverandi samstarfsmanni annarrar þeirra, er nokkuð nálægt því sem saksóknari fór fram á. 7. apríl 2017 20:15
Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51
Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels