Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Ritstjórn skrifar 6. apríl 2017 19:00 H&M er einnig á leiðinni til Íslands. Nordicphotos/Getty Hávær krafa neytenda um umhverfisvæna tísku er loksins farin að skila sér til stóru fyrirtækjana. Fyrr í vikunni hélt sænski tískurisinn H&M því fram að árið 2030 verði allar vörur þeirra 100% framleiddar úr umhverfisvænum efnum. Ásamt því að ætla aðeins að framleiða föt úr endurunnum efnum ætlar fyrirtækið einnig að minnka úrgang og gróðurhúsalofttegundir frá framleiðslunni fyrir árið 2040. Ekkert í tilkynningunni segir þó til um af hverjum fötin verða framleidd. Eins og frægt er notast flestar ódýrar fataverslanir við ódýrt vinnuafl í fátækum löndum líkt og Bangladesh, Indónesíu og Sri Lanka. Seinna í mánuðinum verða orðin þrjú ár frá mannskæðasta slysi við framleiðslu fatnaðar í marga áratugi. Þá féll saman bygging í Bangladesh sem hýsti verksmiðju sem saumaði föt fyrir ódýrar fataverslanir og létust um 1.100 manns. Þrátt fyrir að loforð H&M sé skref í rétta átt þá er þetta eitt stærsta vandamálið sem á enn eftir að takast á við. Nú er bara að vona að staðið verði við markmiðið og að fleiri fyrirtæki fylgi eftir og geri enn betur. Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour 81 árs í auglýsingu Dolce&Gabbana Glamour Litríkt vor hjá Dolce og Gabbana Glamour Glamour fylgist með Golden Globes Glamour Sparaðu þér tíma eftir ræktina Glamour Instagram leikur OPI og Glamour Glamour Katy Perry með sérstakt hárskraut Glamour Óskarinn 2016: Glamour fylgist með Glamour Stórkostleg sýning Saint Laurent Glamour
Hávær krafa neytenda um umhverfisvæna tísku er loksins farin að skila sér til stóru fyrirtækjana. Fyrr í vikunni hélt sænski tískurisinn H&M því fram að árið 2030 verði allar vörur þeirra 100% framleiddar úr umhverfisvænum efnum. Ásamt því að ætla aðeins að framleiða föt úr endurunnum efnum ætlar fyrirtækið einnig að minnka úrgang og gróðurhúsalofttegundir frá framleiðslunni fyrir árið 2040. Ekkert í tilkynningunni segir þó til um af hverjum fötin verða framleidd. Eins og frægt er notast flestar ódýrar fataverslanir við ódýrt vinnuafl í fátækum löndum líkt og Bangladesh, Indónesíu og Sri Lanka. Seinna í mánuðinum verða orðin þrjú ár frá mannskæðasta slysi við framleiðslu fatnaðar í marga áratugi. Þá féll saman bygging í Bangladesh sem hýsti verksmiðju sem saumaði föt fyrir ódýrar fataverslanir og létust um 1.100 manns. Þrátt fyrir að loforð H&M sé skref í rétta átt þá er þetta eitt stærsta vandamálið sem á enn eftir að takast á við. Nú er bara að vona að staðið verði við markmiðið og að fleiri fyrirtæki fylgi eftir og geri enn betur.
Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour 81 árs í auglýsingu Dolce&Gabbana Glamour Litríkt vor hjá Dolce og Gabbana Glamour Glamour fylgist með Golden Globes Glamour Sparaðu þér tíma eftir ræktina Glamour Instagram leikur OPI og Glamour Glamour Katy Perry með sérstakt hárskraut Glamour Óskarinn 2016: Glamour fylgist með Glamour Stórkostleg sýning Saint Laurent Glamour