Datt í það fjórum sinnum í viku Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 14:15 Búsið var böl Ball en hann hefur nú snúið við blaðinu. vísir/getty Fyrrum hlaupari Denver Broncos, Montee Ball, er enn að slá sjálfan sig utan undir eftir að hafa sturtað NFL-ferli sínum ofan í klósettið með áfengisdrykkju. Ball var frábær hlaupari hjá Wisconsin-háskólanum og var síðan valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2013 af Broncos. Margir spáðu því að hann myndi eiga glæstan feril í NFL-deildinni. Ball var aftur á móti alkóhólisti og áfengisdrykkjan gerði út um feril leikmannsins sem er nú hættur að drekka enda hefur líf hans verið stjórnlaust um árabil. Hann byrjaði að drekka reglulega á næstsíðasta ári sínu í háskólanum og segist hafa verið að detta í það fjórum sinnum í viku.Taldi mig vera með öll svörin „Ég tók ekkert alvarlega. Ég var svo vitlaus að ég hélt að ég myndi spila fótbolta að eilífu. Á liðsfundum hékk ég bara í símanum og sleppti því að hlusta á ráð um hvernig ég ætti að undirbúa líf mitt eftir boltann,“ sagði Ball. „Ég nýtti ekki minn tíma til þess að hjálpa öðrum eða sjálfum mér. Ég var í vondum félagsskap og taldi mig vera með öll svörin. Ég er enn að slá sjálfan mig utan undir fyrir að hafa klúðrað öllu.“Ball ásamt goðsögninni, Peyton Manning. Ball sat í fangelsi er Peyton og félagar unnu Super Bowl. Þar hefði hann átt að vera með liðinu en klúðraði því.vísir/gettyÖlvaður á æfingu Hann mætti eitt sinn ölvaður á æfingu hjá Broncos. Hlauparaþjálfari Broncos bauð honum þá aðstoð til þess að takast á við drykkjuna en Ball hafnaði henni. Eftir tvö ár hjá Broncos losaði félagið sig við Ball. Hann fékk tækifæri til þess að æfa með New England Patriots en fékk ekki samning. Eftir tímann hjá Broncos lenti Ball í alls konar vandræðum og var meðal annars stungið í steininn eftir að hafa gengið í skrokk á kærustu sinni. Þar var hann er félagar hans í Broncos-liðinu unnu Super Bowl-leikinn.„Þá grét ég í fangelsinu. Ég var á toppi lífsins og nokkrum mánuðum síðar sat ég í fangelsi á meðan félagar mínir voru að vinna Super Bowl. Það sveið alveg rosalega.“ Tvær fyrrverandi kærustur kærðu hann fyrir líkamsárás og svo hringdi þriðja fyrrum kærastan frá Denver og tjáði honum að hann væri orðinn faðir. Það breytti lífi Ball að fá þau tíðindi. Þá viðurkenndi hann að vera alkóhólisti og fór að taka á sínum málum. Í dag er Ball á réttri braut í lífinu á ný og sestur aftur á skólabekk í Wisconsin. NFL Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Sjá meira
Fyrrum hlaupari Denver Broncos, Montee Ball, er enn að slá sjálfan sig utan undir eftir að hafa sturtað NFL-ferli sínum ofan í klósettið með áfengisdrykkju. Ball var frábær hlaupari hjá Wisconsin-háskólanum og var síðan valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2013 af Broncos. Margir spáðu því að hann myndi eiga glæstan feril í NFL-deildinni. Ball var aftur á móti alkóhólisti og áfengisdrykkjan gerði út um feril leikmannsins sem er nú hættur að drekka enda hefur líf hans verið stjórnlaust um árabil. Hann byrjaði að drekka reglulega á næstsíðasta ári sínu í háskólanum og segist hafa verið að detta í það fjórum sinnum í viku.Taldi mig vera með öll svörin „Ég tók ekkert alvarlega. Ég var svo vitlaus að ég hélt að ég myndi spila fótbolta að eilífu. Á liðsfundum hékk ég bara í símanum og sleppti því að hlusta á ráð um hvernig ég ætti að undirbúa líf mitt eftir boltann,“ sagði Ball. „Ég nýtti ekki minn tíma til þess að hjálpa öðrum eða sjálfum mér. Ég var í vondum félagsskap og taldi mig vera með öll svörin. Ég er enn að slá sjálfan mig utan undir fyrir að hafa klúðrað öllu.“Ball ásamt goðsögninni, Peyton Manning. Ball sat í fangelsi er Peyton og félagar unnu Super Bowl. Þar hefði hann átt að vera með liðinu en klúðraði því.vísir/gettyÖlvaður á æfingu Hann mætti eitt sinn ölvaður á æfingu hjá Broncos. Hlauparaþjálfari Broncos bauð honum þá aðstoð til þess að takast á við drykkjuna en Ball hafnaði henni. Eftir tvö ár hjá Broncos losaði félagið sig við Ball. Hann fékk tækifæri til þess að æfa með New England Patriots en fékk ekki samning. Eftir tímann hjá Broncos lenti Ball í alls konar vandræðum og var meðal annars stungið í steininn eftir að hafa gengið í skrokk á kærustu sinni. Þar var hann er félagar hans í Broncos-liðinu unnu Super Bowl-leikinn.„Þá grét ég í fangelsinu. Ég var á toppi lífsins og nokkrum mánuðum síðar sat ég í fangelsi á meðan félagar mínir voru að vinna Super Bowl. Það sveið alveg rosalega.“ Tvær fyrrverandi kærustur kærðu hann fyrir líkamsárás og svo hringdi þriðja fyrrum kærastan frá Denver og tjáði honum að hann væri orðinn faðir. Það breytti lífi Ball að fá þau tíðindi. Þá viðurkenndi hann að vera alkóhólisti og fór að taka á sínum málum. Í dag er Ball á réttri braut í lífinu á ný og sestur aftur á skólabekk í Wisconsin.
NFL Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Sjá meira