Það var Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, sem greindi frá málinu á Facebook eftir að hafa fengið tilkynningu um seinkunina frá Flugfélagi Íslands í gærkvöldi. Var sveitarstjórinn verulega ósáttur við vinnubrögð flugfélagsins ásamt mörgum öðrum sem tjáðu sig við stöðuuppfærslu hans á Facebook. Þar mátti sjá fólk sem missti af fundum fyrir norðan í morgun vegna þessa atviks.
Bilunin varð til þess áhöfn vélarinnar komst ekki í hvíld á þeim tíma sem gert var ráð fyrir í gærkvöldi. Ekki var hægt að kalla út aðra áhöfn vegna þjálfunar nýrra flugmanna og því var gripið til seinkunarinnar í morgun.