Gunnar Nelson er kóngurinn í norðrinu og Sunna í öðru sæti Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. apríl 2017 09:19 Gunnar Nelson er fremstur í veltivigtinni á Norðurlöndum og í níunda sæti hjá UFC. vísir/getty Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi íslensku þjóðarinnar, er í efsta sæti styrkleikalista veltivigtarinnar á Norðurlöndum en hann heldur efsta sætinu frá því síðasti listi var gefinn út í febrúar. Það er vefsíðan MMAViking.com, sú stærsta og virtast á Norðurlöndum, sem heldur úti þessum lista og hefur gert í sex ár. Gunnar barðist á móti Bandaríkjamanninum Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í London frá því síðasti listi var gefinn út og vann mjög sannfærandi með hengingartaki í annarri lotu. Íslenski bardagakappinn drottnar yfir öðrum veltivigtarmönnum á Norðurlöndum en hann er sá eini frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi sem er á topp 15 listanum hjá UFC. Bjarki Þór Pálsson, fyrrverandi Evrópumeistari áhugamanna í MMA, er einn af þeim fimmtán sem gerir tilkall til að komast inn á topp sex listann í veltivigtinni. Birgir Tómasson, sem keppti í fyrsta sinn sem atvinnumaður í MMA fyrr á árinu og vann glæsilegan sigur, er einnig kominn á radarinn í léttvigtinni en hann er sagður einn þeirra sem gætu gert tilkall til að komast á meðal þeirra sex efstu á næstunni. Sunna Rannveig Davíðsdóttir, sem vann sinn annan atvinnumannabardaga í Invicta í síðasta mánuði, er næstbest í strávigtinni á Norðurlöndunum samkvæmt lista MMAViking. Sunna er þar í öðru sæti á eftir Celine Haga frá Noregi en Sunna er á mikilli uppleið eftir tvo sigra í fyrstu tveimur bardögum sínum í Invicta. MMA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi íslensku þjóðarinnar, er í efsta sæti styrkleikalista veltivigtarinnar á Norðurlöndum en hann heldur efsta sætinu frá því síðasti listi var gefinn út í febrúar. Það er vefsíðan MMAViking.com, sú stærsta og virtast á Norðurlöndum, sem heldur úti þessum lista og hefur gert í sex ár. Gunnar barðist á móti Bandaríkjamanninum Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í London frá því síðasti listi var gefinn út og vann mjög sannfærandi með hengingartaki í annarri lotu. Íslenski bardagakappinn drottnar yfir öðrum veltivigtarmönnum á Norðurlöndum en hann er sá eini frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi sem er á topp 15 listanum hjá UFC. Bjarki Þór Pálsson, fyrrverandi Evrópumeistari áhugamanna í MMA, er einn af þeim fimmtán sem gerir tilkall til að komast inn á topp sex listann í veltivigtinni. Birgir Tómasson, sem keppti í fyrsta sinn sem atvinnumaður í MMA fyrr á árinu og vann glæsilegan sigur, er einnig kominn á radarinn í léttvigtinni en hann er sagður einn þeirra sem gætu gert tilkall til að komast á meðal þeirra sex efstu á næstunni. Sunna Rannveig Davíðsdóttir, sem vann sinn annan atvinnumannabardaga í Invicta í síðasta mánuði, er næstbest í strávigtinni á Norðurlöndunum samkvæmt lista MMAViking. Sunna er þar í öðru sæti á eftir Celine Haga frá Noregi en Sunna er á mikilli uppleið eftir tvo sigra í fyrstu tveimur bardögum sínum í Invicta.
MMA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira