Gunnar Nelson er kóngurinn í norðrinu og Sunna í öðru sæti Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. apríl 2017 09:19 Gunnar Nelson er fremstur í veltivigtinni á Norðurlöndum og í níunda sæti hjá UFC. vísir/getty Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi íslensku þjóðarinnar, er í efsta sæti styrkleikalista veltivigtarinnar á Norðurlöndum en hann heldur efsta sætinu frá því síðasti listi var gefinn út í febrúar. Það er vefsíðan MMAViking.com, sú stærsta og virtast á Norðurlöndum, sem heldur úti þessum lista og hefur gert í sex ár. Gunnar barðist á móti Bandaríkjamanninum Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í London frá því síðasti listi var gefinn út og vann mjög sannfærandi með hengingartaki í annarri lotu. Íslenski bardagakappinn drottnar yfir öðrum veltivigtarmönnum á Norðurlöndum en hann er sá eini frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi sem er á topp 15 listanum hjá UFC. Bjarki Þór Pálsson, fyrrverandi Evrópumeistari áhugamanna í MMA, er einn af þeim fimmtán sem gerir tilkall til að komast inn á topp sex listann í veltivigtinni. Birgir Tómasson, sem keppti í fyrsta sinn sem atvinnumaður í MMA fyrr á árinu og vann glæsilegan sigur, er einnig kominn á radarinn í léttvigtinni en hann er sagður einn þeirra sem gætu gert tilkall til að komast á meðal þeirra sex efstu á næstunni. Sunna Rannveig Davíðsdóttir, sem vann sinn annan atvinnumannabardaga í Invicta í síðasta mánuði, er næstbest í strávigtinni á Norðurlöndunum samkvæmt lista MMAViking. Sunna er þar í öðru sæti á eftir Celine Haga frá Noregi en Sunna er á mikilli uppleið eftir tvo sigra í fyrstu tveimur bardögum sínum í Invicta. MMA Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi íslensku þjóðarinnar, er í efsta sæti styrkleikalista veltivigtarinnar á Norðurlöndum en hann heldur efsta sætinu frá því síðasti listi var gefinn út í febrúar. Það er vefsíðan MMAViking.com, sú stærsta og virtast á Norðurlöndum, sem heldur úti þessum lista og hefur gert í sex ár. Gunnar barðist á móti Bandaríkjamanninum Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í London frá því síðasti listi var gefinn út og vann mjög sannfærandi með hengingartaki í annarri lotu. Íslenski bardagakappinn drottnar yfir öðrum veltivigtarmönnum á Norðurlöndum en hann er sá eini frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi sem er á topp 15 listanum hjá UFC. Bjarki Þór Pálsson, fyrrverandi Evrópumeistari áhugamanna í MMA, er einn af þeim fimmtán sem gerir tilkall til að komast inn á topp sex listann í veltivigtinni. Birgir Tómasson, sem keppti í fyrsta sinn sem atvinnumaður í MMA fyrr á árinu og vann glæsilegan sigur, er einnig kominn á radarinn í léttvigtinni en hann er sagður einn þeirra sem gætu gert tilkall til að komast á meðal þeirra sex efstu á næstunni. Sunna Rannveig Davíðsdóttir, sem vann sinn annan atvinnumannabardaga í Invicta í síðasta mánuði, er næstbest í strávigtinni á Norðurlöndunum samkvæmt lista MMAViking. Sunna er þar í öðru sæti á eftir Celine Haga frá Noregi en Sunna er á mikilli uppleið eftir tvo sigra í fyrstu tveimur bardögum sínum í Invicta.
MMA Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira