Arnar: Hagaði mér eins og tíu ára krakki í tíu sekúndur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2017 12:35 Arnar Pétursson. vísir/vilhelm Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, segist sjá eftir því að hafa sagt þjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, að „fokka sér“ í leik liðanna í gær. „Það urðu læti á þarna á ákveðnum tímapunkti. Þetta fór aðeins úr böndunum,“ segir Arnar en hann var mjög ósáttur við að markvörður hans, Stephen Nielsen, skildi ekki bara fá rautt spjald í leiknum heldur einnig blátt. Það þýðir að Stephen gæti verið í banni í næsta leik. „Það sem gerist er að Alexander Júlíusson skýtur í þrígang í hausinn á honum á 15 mínútum. Ég skildi því Stephen vel að hafa reiðst. Ég get samt ekki séð að hann geri neitt við Alexander. Það sem hann gerir er varla tvær mínútur, hvað þá rautt og aldrei nokkurn tímann blátt spjald.“Sjá einnig: „Fokkaðu þér“ Arnar segir að Óskar Bjarni hafi öskrað á dómarana og beðið um blátt spjald eftir að Stephen fékk rautt. Það fannst Arnari vera of langt gengið og því brást hann afar illa við með áðurnefndu orðalagi. „Ég hagaði mér eins og tíu ára krakki í tíu sekúndur og sé vissulega eftir því. Ég var verulega ósáttur við þessi viðbrögð Óskars þar sem hans maður hafði skotið þrisvar í hausinn á markverðinum mínum,“ segir Arnar en þrátt fyrir þetta upphlaup segir hann að það sé allt í góðu á milli hans og Óskars. „Við Óskar erum góðir félagar og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann er algjör toppmaður. Mér fannst samt, og finnst enn, að það hafi verið algjörlega út úr korti að hann hafi verið að heimta blátt spjald. Mér fannst hann ganga of langt þar. Auðvitað hefði ég samt ekki átt að segja það sem ég sagði.“ Þessi lið mætast síðan í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar en fyrsti leikur liðanna fer fram í Eyjum á sunnudag. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-30 | Eyjamenn unnu en náðu ekki í titilinn Eyjamenn unnu góðan sigur, 30-29, á Val í lokaumferð Olís-deildar karla í Valsheimilinu í kvöld. 4. apríl 2017 21:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, segist sjá eftir því að hafa sagt þjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, að „fokka sér“ í leik liðanna í gær. „Það urðu læti á þarna á ákveðnum tímapunkti. Þetta fór aðeins úr böndunum,“ segir Arnar en hann var mjög ósáttur við að markvörður hans, Stephen Nielsen, skildi ekki bara fá rautt spjald í leiknum heldur einnig blátt. Það þýðir að Stephen gæti verið í banni í næsta leik. „Það sem gerist er að Alexander Júlíusson skýtur í þrígang í hausinn á honum á 15 mínútum. Ég skildi því Stephen vel að hafa reiðst. Ég get samt ekki séð að hann geri neitt við Alexander. Það sem hann gerir er varla tvær mínútur, hvað þá rautt og aldrei nokkurn tímann blátt spjald.“Sjá einnig: „Fokkaðu þér“ Arnar segir að Óskar Bjarni hafi öskrað á dómarana og beðið um blátt spjald eftir að Stephen fékk rautt. Það fannst Arnari vera of langt gengið og því brást hann afar illa við með áðurnefndu orðalagi. „Ég hagaði mér eins og tíu ára krakki í tíu sekúndur og sé vissulega eftir því. Ég var verulega ósáttur við þessi viðbrögð Óskars þar sem hans maður hafði skotið þrisvar í hausinn á markverðinum mínum,“ segir Arnar en þrátt fyrir þetta upphlaup segir hann að það sé allt í góðu á milli hans og Óskars. „Við Óskar erum góðir félagar og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann er algjör toppmaður. Mér fannst samt, og finnst enn, að það hafi verið algjörlega út úr korti að hann hafi verið að heimta blátt spjald. Mér fannst hann ganga of langt þar. Auðvitað hefði ég samt ekki átt að segja það sem ég sagði.“ Þessi lið mætast síðan í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar en fyrsti leikur liðanna fer fram í Eyjum á sunnudag.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-30 | Eyjamenn unnu en náðu ekki í titilinn Eyjamenn unnu góðan sigur, 30-29, á Val í lokaumferð Olís-deildar karla í Valsheimilinu í kvöld. 4. apríl 2017 21:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-30 | Eyjamenn unnu en náðu ekki í titilinn Eyjamenn unnu góðan sigur, 30-29, á Val í lokaumferð Olís-deildar karla í Valsheimilinu í kvöld. 4. apríl 2017 21:30