Besta varnarliðið féll úr Olís-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 14:30 Sverre Andreas Jakobsson. Vísir/Stefán Sverre Andreas Jakobsson náði að gera Akureyri að besta varnarliði Olís-deildar karla á þessu tímabili en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið hans féll úr deildinni. Akureyringar féllu úr Olís-deildinni í gærkvöldi eftir 23-28 tap á móti Stjörnunni í leik þar sem norðanmenn hefðu bjargað sér með sigri. Akureyrarliðið var, þrátt fyrir fallið, eina liðið í Olís-deildinni í vetur sem fékk á sig minna en 700 mörk í leikjunum 27. Þjálfarar Akureyrarliðsins, Sverre Andreas Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson, voru aðalmennirnir í vörn íslenska liðsins sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Sérþekking þeirra skilaði sér augljóslega hvað varð varnarleik liðsins. Akureyri fékk á sig 699 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali í leik. Deildarmeistarar FH fengu á sig 706 mörk og voru með næstbestu vörnina. Í þriðja sæti var síðan ÍBV sem varð í örðu sæti í deildinni. Vandamál norðanmanna var sóknin en ekkert lið í deildinni skoraði færri mörk. Akureyrarliðið skoraði „bara“ 656 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali. Haukarnir voru með langbestu sóknina og eina liðið sem náði að skora 800 mörk í leikjunum 27. Haukar skoruðu 819 mörk eða 30,3 mörk að meðaltali í leik. Varnarleikurinn varð aftur á móti Haukaliðinu að falli en liðið fékk á sig 28,1 mark að meðaltali í leik. Aðeins Selfoss og Fram fengu á sig fleiri mörk. Haukarnir þurftu því að sætta sig við þriðja sætið og vera ekki með heimavallarrétt í mögulegum seríum á móti FH eða ÍBV í úrslitakeppninni. Framarar fengu á sig flest mörk í deildinni, 29,3 að meðaltali, en tókst engu að síður að ná sjötta sæti deildarinnar. Fram varð í 5. sæti yfir bestu sóknina.Besta vörnin í Olís-deild karla 2016-17(Fæst mörk fengin á sig að meðaltali í leik) 1. Akureyri 25,9 2. FH 26,1 3. ÍBV 26,3 4. Valur 26,4 5. Stjarnan 26,4 6. Grótta 26,7 7. Afturelding 27,6 8. Haukar 28,1 9. Selfoss 29,2 10. Fram 29,3Besta sóknin í Olís-deild karla 2016-17(Flest mörk skoruð að meðaltali í leik) 1. Haukar 30,3 2. ÍBV 28,8 3. Selfoss 28,7 4. FH 28,3 5. Fram 28,0 6. Afturelding 27,3 7. Valur 25,9 8. Grótta 25,5 9. Stjarnan 24,9 10. Akureyri 24,3 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15 Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla. 5. apríl 2017 10:45 Sverre: Erfitt að kyngja þessu Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu. 4. apríl 2017 22:30 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Sverre Andreas Jakobsson náði að gera Akureyri að besta varnarliði Olís-deildar karla á þessu tímabili en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið hans féll úr deildinni. Akureyringar féllu úr Olís-deildinni í gærkvöldi eftir 23-28 tap á móti Stjörnunni í leik þar sem norðanmenn hefðu bjargað sér með sigri. Akureyrarliðið var, þrátt fyrir fallið, eina liðið í Olís-deildinni í vetur sem fékk á sig minna en 700 mörk í leikjunum 27. Þjálfarar Akureyrarliðsins, Sverre Andreas Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson, voru aðalmennirnir í vörn íslenska liðsins sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Sérþekking þeirra skilaði sér augljóslega hvað varð varnarleik liðsins. Akureyri fékk á sig 699 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali í leik. Deildarmeistarar FH fengu á sig 706 mörk og voru með næstbestu vörnina. Í þriðja sæti var síðan ÍBV sem varð í örðu sæti í deildinni. Vandamál norðanmanna var sóknin en ekkert lið í deildinni skoraði færri mörk. Akureyrarliðið skoraði „bara“ 656 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali. Haukarnir voru með langbestu sóknina og eina liðið sem náði að skora 800 mörk í leikjunum 27. Haukar skoruðu 819 mörk eða 30,3 mörk að meðaltali í leik. Varnarleikurinn varð aftur á móti Haukaliðinu að falli en liðið fékk á sig 28,1 mark að meðaltali í leik. Aðeins Selfoss og Fram fengu á sig fleiri mörk. Haukarnir þurftu því að sætta sig við þriðja sætið og vera ekki með heimavallarrétt í mögulegum seríum á móti FH eða ÍBV í úrslitakeppninni. Framarar fengu á sig flest mörk í deildinni, 29,3 að meðaltali, en tókst engu að síður að ná sjötta sæti deildarinnar. Fram varð í 5. sæti yfir bestu sóknina.Besta vörnin í Olís-deild karla 2016-17(Fæst mörk fengin á sig að meðaltali í leik) 1. Akureyri 25,9 2. FH 26,1 3. ÍBV 26,3 4. Valur 26,4 5. Stjarnan 26,4 6. Grótta 26,7 7. Afturelding 27,6 8. Haukar 28,1 9. Selfoss 29,2 10. Fram 29,3Besta sóknin í Olís-deild karla 2016-17(Flest mörk skoruð að meðaltali í leik) 1. Haukar 30,3 2. ÍBV 28,8 3. Selfoss 28,7 4. FH 28,3 5. Fram 28,0 6. Afturelding 27,3 7. Valur 25,9 8. Grótta 25,5 9. Stjarnan 24,9 10. Akureyri 24,3
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15 Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla. 5. apríl 2017 10:45 Sverre: Erfitt að kyngja þessu Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu. 4. apríl 2017 22:30 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15
Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla. 5. apríl 2017 10:45
Sverre: Erfitt að kyngja þessu Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu. 4. apríl 2017 22:30
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52