Halldór: Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við orðið Íslandsmeistarar Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 4. apríl 2017 21:49 Halldór var að vonum sigurreifur í leikslok. vísir/ernir „Við töluðum um að þetta væri hægt en vissum að það þyrfti ansi margt að ganga upp,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, aðspurður hvort hann hefði gert ráð fyrir að standa uppi sem deildarmeistari fyrir tímabilið. „Við lentum í smá meiðslavandræðum á kafla og ungir menn fá mikla ábyrgð. En við stöndum samt uppi sem deildarmeistarar og mér finnst það gríðarlegt afrek,“ sagði Halldór eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. FH sýndi mikinn stöðugleika eftir áramót og vann níu af síðustu 11 leikjum sínum. „Þegar við vorum búnir að fá alla inn jókst breiddin og við urðum ennþá þéttari og betri. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Halldór. En getur FH farið alla leið og orðið Íslandsmeistari? „Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við svo sannarlega orðið Íslandsmeistarar. Það er ekki spurning. En núna kemur bara ný keppni og nýr mótherji. Við fögnum vel í kvöld en svo byrjar bara undirbúningurinn, allavega hjá þjálfurunum, strax í fyrramálið,“ sagði Halldór. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að FH sé að toppa of snemma. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er einn af stóru titlunum og það lið sem verður deildarmeistari er stöðugasta liðið heilt yfir. En við vitum að í úrslitakeppninni skiptir dagsform miklu máli og ýmsir hlutir spila inn í,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Selfoss 28-22 | FH-ingar deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1992 FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. 4. apríl 2017 22:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
„Við töluðum um að þetta væri hægt en vissum að það þyrfti ansi margt að ganga upp,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, aðspurður hvort hann hefði gert ráð fyrir að standa uppi sem deildarmeistari fyrir tímabilið. „Við lentum í smá meiðslavandræðum á kafla og ungir menn fá mikla ábyrgð. En við stöndum samt uppi sem deildarmeistarar og mér finnst það gríðarlegt afrek,“ sagði Halldór eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. FH sýndi mikinn stöðugleika eftir áramót og vann níu af síðustu 11 leikjum sínum. „Þegar við vorum búnir að fá alla inn jókst breiddin og við urðum ennþá þéttari og betri. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Halldór. En getur FH farið alla leið og orðið Íslandsmeistari? „Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við svo sannarlega orðið Íslandsmeistarar. Það er ekki spurning. En núna kemur bara ný keppni og nýr mótherji. Við fögnum vel í kvöld en svo byrjar bara undirbúningurinn, allavega hjá þjálfurunum, strax í fyrramálið,“ sagði Halldór. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að FH sé að toppa of snemma. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er einn af stóru titlunum og það lið sem verður deildarmeistari er stöðugasta liðið heilt yfir. En við vitum að í úrslitakeppninni skiptir dagsform miklu máli og ýmsir hlutir spila inn í,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Selfoss 28-22 | FH-ingar deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1992 FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. 4. apríl 2017 22:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Leik lokið: FH - Selfoss 28-22 | FH-ingar deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1992 FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. 4. apríl 2017 22:00