Ferðast aftur hringinn í kringum landið til að vekja athygli á aðgengismálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. apríl 2017 21:00 "Og þó það verði það eina sem stendur eftir í minni forsetatíð þá skal það vera rampur hérna,“ segir Guðni Th Jóhannesson. Brandur Bjarnason Karlsson hefur lengi barist fyrir málefnum fatlaðs fólks. Fyrir um tveimur árum fór hann í hringferð um landið til að vekja athygli á aðgengismálum á landsbyggðinni. Í dag ákvað hann að endurtaka leikinn en hann lagði af stað í morgun ásamt nokkrum félögum sínum. Fyrsti áfangastaður Brands var á Bessastöðum þar sem Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, tók vel á móti honum. Brandur segist vona að búið sé að bæta úr aðgengismálum á landsbyggðinni. „Það var víðast hvar frekar slæmt aðgengi. Það er þessi hugmynd um að maður sér velkomin. Ef það eru rampar þá veit maður að það þarf ekki að kalla út fjóra einstaklinga til að halda á manni upp stiga,“ segir Brandur og bætir við að aðgengismál á Íslandi séu ekki nógu góð. „Þetta eru náttúrulega mikið gömul hús og byggt á þeim tíma sem fólk var ekki mikið að hugsa um þetta. Kannski að einhverju leiti því á þeim tíma þá lifði fólk ekki af þau veikindi sem það lifir af í dag. Maður reynir að taka þessu ekki persónulega en þegar þetta gerist aftur og aftur og aftur og á ólíkum stöðum þá á endanum hættir maður að reyna og einangrar sig við bara við þessa örfáu staði þar sem maður veit að maður kemst inn. Þetta á það til að minnka soldið veröldina sem er aðgengileg fyrir manni,“ segir Brandur. Í dag er ferðinni heitið á Vík í Mýrdal, svo á Egilstaði, á Akureyri, á Borganes og svo aftur til Reykjavíkur. Aðgengi fyrir Brand á Bessastöðum var ekki uppá tíu og þótti Guðna það miður. „Okkur vantar ramp til dæmis. Auðvitað getum við reddað okkur og gerum það en eins og Brandur sagði við mig það er eitt að segja við getum reddað þessu og svo er annað hér er rampur og þið eruð velkomin. Og þó það verði það eina sem stendur eftir í minni forsetatíð þá skal það vera rampur hérna,“ segir Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands og bætir við að það sé heiður að fá að kveðja Brand fyrir reisuna í dag. „Þar sem rampinn vantar,“ segir Guðni. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Brandur Bjarnason Karlsson hefur lengi barist fyrir málefnum fatlaðs fólks. Fyrir um tveimur árum fór hann í hringferð um landið til að vekja athygli á aðgengismálum á landsbyggðinni. Í dag ákvað hann að endurtaka leikinn en hann lagði af stað í morgun ásamt nokkrum félögum sínum. Fyrsti áfangastaður Brands var á Bessastöðum þar sem Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, tók vel á móti honum. Brandur segist vona að búið sé að bæta úr aðgengismálum á landsbyggðinni. „Það var víðast hvar frekar slæmt aðgengi. Það er þessi hugmynd um að maður sér velkomin. Ef það eru rampar þá veit maður að það þarf ekki að kalla út fjóra einstaklinga til að halda á manni upp stiga,“ segir Brandur og bætir við að aðgengismál á Íslandi séu ekki nógu góð. „Þetta eru náttúrulega mikið gömul hús og byggt á þeim tíma sem fólk var ekki mikið að hugsa um þetta. Kannski að einhverju leiti því á þeim tíma þá lifði fólk ekki af þau veikindi sem það lifir af í dag. Maður reynir að taka þessu ekki persónulega en þegar þetta gerist aftur og aftur og aftur og á ólíkum stöðum þá á endanum hættir maður að reyna og einangrar sig við bara við þessa örfáu staði þar sem maður veit að maður kemst inn. Þetta á það til að minnka soldið veröldina sem er aðgengileg fyrir manni,“ segir Brandur. Í dag er ferðinni heitið á Vík í Mýrdal, svo á Egilstaði, á Akureyri, á Borganes og svo aftur til Reykjavíkur. Aðgengi fyrir Brand á Bessastöðum var ekki uppá tíu og þótti Guðna það miður. „Okkur vantar ramp til dæmis. Auðvitað getum við reddað okkur og gerum það en eins og Brandur sagði við mig það er eitt að segja við getum reddað þessu og svo er annað hér er rampur og þið eruð velkomin. Og þó það verði það eina sem stendur eftir í minni forsetatíð þá skal það vera rampur hérna,“ segir Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands og bætir við að það sé heiður að fá að kveðja Brand fyrir reisuna í dag. „Þar sem rampinn vantar,“ segir Guðni.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira